Kristrún Tinna ráðin forstöðumaður hjá Íslandsbanka

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á skrifstofu bankastjóra Íslandsbanka. Kristrún Tinna sat nýverið í verkefnahóp fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir
Auglýsing

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður á skrifstofu bankastjóra í Íslandsbanka. Í tilkynningu frá bankanum segir að hún muni sinna verkefnum tengdum innleiðingu á stefnu Íslandsbanka sem unnin hefur verið að af starfsmönnum og ytri ráðgjöfum undanfarna mánuði.

Kristrún sat í starfshópnum sem vann að Hvítbókinni um framtíðarsýn fjármálakerfið 

Kristrún Tinna hefur á undanförnum árum starfað hjá alþjóðaráðgjafafyrirtækinu Oliver Wyman sem yfirverkefnastjóri og áður sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Beringer Finance í Stokkhólmi. Auk þess sat hún í starfshóp fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Í við­tal­i við sjónvarpsþáttinn 21 í janúar síðastliðnum ræddi Kristrún Tinna ýmsa anga Hvít­­bók­­ar­inn­ar og þar á meðal þær kann­­anir sem starfs­hóp­­ur­inn lét gera um við­horf almenn­ings til fjár­­­mála­­kerf­is­ins.  Í nið­­ur­­stöðum rann­sókn­ar­innar kom  fram að þau þrjú orð sem flestum Íslend­ingum dettur í hug til að lýsa banka­­­kerf­inu á Íslandi eru háir vext­ir/­­­dýrt/ok­­­ur, glæp­a­­­starf­­­sem­i/­­­spill­ing og græðgi. Hún sagði í viðtalinu að það hafi komið sér á óvart hversu sterk neikvæð orð Íslendingar notuðu til að lýsa skoðun sinni á bankakerfinu. „Það er mjög erfitt að reka banka þar sem það er svona ofboðs­lega mikið van­traust þannig að ég held að það und­ir­striki hvað það er mik­il­vægt að eiga sam­tal um þetta.“

Auglýsing

Hún sagði það jafnframt vera bæði vera höndum rík­is­ins og bank­anna sjálfra að gera breyt­ingar sem stuðli að breyt­ingum sem bæti kjör og lækki vexti. „Bank­arnir hafa verið í miklum hag­ræð­ing­ar­að­gerðum og það er klár­lega svig­rúm að mínu mati til þess að gera enn bet­ur. En við erum ekki að tala um eitt­hvað ein­skipt­is­verk­efni sem byrjar og endar og er svo lokið og við erum bara komin með skil­virkt kerfi. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað alls staðar í heim­inum og flestir stærstu bankar Evr­ópu hafa það efst á for­gangs­lista sínum að draga úr kostn­aði. Ég held að við þurfum klár­lega að vinna að því hér á Íslandi lík­a,“ sagði Kristrún Tinna.

 Bankaumhverfið að breytast mikið

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segist Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka,  fagna því að fá Kristrúnu til liðs við bankann til að halda áfram með stefnumótun bankans. „Ljóst er að bankaumhverfið eins og við þekkjum það í dag er að breytast mikið og við ætlum svo sannarlega að taka þátt í þeim breytingum. Samkeppnin er sífellt að aukast með tilkomu fjölmargra  innlendra og erlenda fjártæknifyrirtækja og við erum vel í stakk búin fyrir spennandi tíma. Reynsla Kristrúnar í stefnumótun og þekking frá vinnu í Hvítbók á eftir að nýtast okkur vel í áframhaldandi vinnu.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent