Kristrún Tinna ráðin forstöðumaður hjá Íslandsbanka

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á skrifstofu bankastjóra Íslandsbanka. Kristrún Tinna sat nýverið í verkefnahóp fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir
Auglýsing

Kristrún Tinna Gunn­ars­dóttir hag­fræð­ingur hefur verið ráðin for­stöðu­maður á skrif­stofu banka­stjóra í Íslands­banka. Í til­kynn­ingu frá bank­anum segir að hún muni sinna verk­efnum tengdum inn­leið­ingu á stefnu Íslands­banka sem unnin hefur verið að af starfs­mönnum og ytri ráð­gjöfum und­an­farna mán­uði.

Kristrún sat í starfs­hópnum sem vann að Hvít­bók­inni um fram­tíð­ar­sýn fjár­mála­kerf­ið 

Kristrún Tinna hefur á und­an­förnum árum starfað hjá alþjóða­ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Oli­ver Wyman ­sem yfir­verk­efna­stjóri og áður sem ­sér­fræð­ing­ur í fyr­ir­tækja­ráð­gjöf hjá Ber­in­ger F­in­ance í Stokk­hólmi. Auk þess sat hún í starfs­hóp fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins ­sem vann Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerf­ið.

Í við­tal­i við sjón­varps­þátt­inn 21 í jan­úar síð­ast­liðnum ræddi Kristrún Tinna ýmsa anga Hvít­­­bók­­­ar­inn­ar og þar á meðal þær kann­­­anir sem starfs­hóp­­­ur­inn lét gera um við­horf almenn­ings til fjár­­­­­mála­­­kerf­is­ins.  Í nið­­­ur­­­stöðum rann­­sókn­­ar­innar kom  fram að þau þrjú orð sem flestum Íslend­ingum dettur í hug til að lýsa banka­­­­kerf­inu á Íslandi eru háir vext­ir/­­­­dýrt/ok­­­­ur, glæp­a­­­­starf­­­­sem­i/­­­­spill­ing og græðgi. Hún sagði í við­tal­inu að það hafi komið sér á óvart hversu sterk nei­kvæð orð Íslend­ingar not­uðu til að lýsa skoðun sinni á banka­kerf­inu. „Það er mjög erfitt að reka banka þar sem það er svona ofboðs­­lega mikið van­­traust þannig að ég held að það und­ir­­striki hvað það er mik­il­vægt að eiga sam­­tal um þetta.“

Auglýsing

Hún sagði það jafn­framt vera bæði vera höndum rík­­is­ins og bank­anna sjálfra að gera breyt­ingar sem stuðli að breyt­ingum sem bæti kjör og lækki vexti. „Bank­­arnir hafa verið í miklum hag­ræð­ing­­ar­að­­gerðum og það er klár­­lega svig­­rúm að mínu mati til þess að gera enn bet­­ur. En við erum ekki að tala um eitt­hvað ein­­skipt­is­verk­efni sem byrjar og endar og er svo lokið og við erum bara komin með skil­­virkt kerfi. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað alls staðar í heim­inum og flestir stærstu bankar Evr­­ópu hafa það efst á for­­gangs­lista sínum að draga úr kostn­aði. Ég held að við þurfum klár­­lega að vinna að því hér á Íslandi lík­­a,“ ­sagði Kristrún Tinna.

 Bankaum­hverfið að breyt­ast mikið

Í til­kynn­ingu frá Íslands­banka seg­ist Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka,  fagna því að fá Kristrúnu til liðs við bank­ann til að halda áfram með stefnu­mótun bank­ans. „­Ljóst er að bankaum­hverfið eins og við þekkjum það í dag er að breyt­ast mikið og við ætlum svo sann­ar­lega að taka þátt í þeim breyt­ing­um. Sam­keppnin er sífellt að aukast með til­komu fjöl­margra  inn­lendra og erlenda fjár­tækni­fyr­ir­tækja og við erum vel í stakk búin fyrir spenn­andi tíma. Reynsla Kristrúnar í stefnu­mótun og þekk­ing frá vinnu í Hvít­bók á eftir að nýt­ast okkur vel í áfram­hald­andi vinn­u.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent