Gera ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri WOW air

Áætlun um fjárhagslega endurskipulagningu WOW air gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins á næstu árum. Gangi áætlunin eftir er gert ráð fyrir að lausafjárstaða félagsins verði jákvæð um meira en milljarð um mitt næsta ár.

wow air
Auglýsing

For­svars­menn WOW a­ir og ráð­gjafar flug­fé­lags­ins fund­uðu um  end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins í gær­kvöldi. Mark­að­ur­inn, fylgi­rit Frétta­blaðs­ins, hefur drög að kynn­ingu á end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins und­ir­ hönd­un­um en sam­kvæmt henni er gert ráð fyrir miklum við­snún­ing í rekstri flug­fé­lags­ins á næstu árum. Meðal ann­ars er gert ráð fyrir að lausa­fjár­staða félags­ins verði jákvæð um 1,1 millj­arð króna um mitt næsta ár en í dag er hún nei­kvæð um rúm­lega 1,3 millj­arða króna og búist er við að hún versni enn frek­ar. 

Eig­endur skulda­bréfa muni eign­ast 23 pró­sent í félag­inu 

­Upp úr hádegi í gær send­i WOW a­ir frá sér til­kynn­ingu um að félagið hefði náð sam­komu­lagi við meiri­hluta skulda­bréfa­eig­enda um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu þess. Nú vinnur félagið að því að ná sam­komu­lagi við aðra kröf­u­hafa, eins og flug­­­véla­­leig­u­­fé­lög, en umfram allt er verið að reyna að vinna eins hratt og kostur er, að því að fá meira fjár­­­magn inn í félag­ið, enda er það á ystu nöf og bráð­vantar pen­inga til að geta haldið áfram rekstri og staðið við skuld­bind­ing­­ar, þar á meðal launa­út­­keyrslu fyrir næst­u ­mán­aða­mót. 

Að því sem fram kemur í kynn­ing­unn­i ­sem Mark­að­ur­inn hefur undir hönd­unum miða áform stjórn­enda WOW a­ir að því að breyta skuldum þess við skulda­bréfa­eig­endur og aðra lán­ar­drottna upp á sam­an­lagt 120,4 millj­ónir dala, jafn­virði um 14,6 millj­arða króna, í hlutafé og gefa í kjöl­farið út ný for­gangs­hluta­bréf fyrir 40 millj­ónir dala, sem jafn­gildir 4,8 millj­örðum króna, til þess að full­fjár­magna rekstur flug­fé­lags­ins. 

Auglýsing

Fjár­festir­inn sem leggur flug­fé­lag­inu til 40 millj­ónir dala í nýtt hlutafé muni þá eign­ast 51 pró­sents hlut í félag­inu sem og for­gangs­rétt að arð­greiðslum og öðrum útgreiðslum félags­ins, sam­kvæmt kynn­ing­unn­i. ­Meðal þeirra sem horft er til þess að fá aftur að borð­inu er banda­ríska félag­ið Indigo Partners, þar sem hinn 81 árs gamli Bill Franke er aðal­­eig­andi og stjórn­­andi, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Í kynn­ing­unni segir að eig­endur skulda­bréfa WOW a­ir, sem sam­þykktu í gær að breyta kröfum sínum á hendur félag­inu í hluta­fé, munu eign­ast 23 pró­senta hlut í félag­inu og aðrir lán­ar­drottnar 26 pró­senta hlut. En í áætlun flug­fé­lags­ins er gert ráð fyrir að allir lán­ar­drottn­arn­ir, þar á með­al­ ­Arion ­banki og Isa­via, sam­þykki að breyta kröfum sínum í hluta­fé. 

Gangi áform WOW air eftir gera for­svars­menn félags­ins ráð fyrir að lausa­­fjár­­­staða félags­­ins verði jákvæð um 1,1 millj­­arð króna um mitt næsta ár. Í lok árs 2021 er svo gert ráð fyrir að lausa­­fjár­­­staðan verði jákvæð um 9,6 millj­­arða króna og rekstr­­ar­hagn­aður sama ár verði 8,7 millj­­arð­­ar. Í ár er gert ráð fyrir 900 millj­­óna króna tapi á rekstri flug­­­fé­lags­ins.

Lán Tít­ans breytt í hluta­bréf en félagið missti yfir­ráð yfir WOW air í gær

Í kynn­ing­unni segir að auk þess muni víkj­andi láni sem eign­ar­halds­fé­lagið Tít­an, sem er í fullu í eigu Skúla Mog­en­sen, veitti flug­fé­lag­inu verði breytt í hluta­bréf sem verða án atkvæð­is­rétt­ar. Lánið stendur í um 6,3 millj­ónum dala, jafn­virði 760 millj­óna króna. 

Í gær fjall­aði Kjarn­inn um að þegar til­kynnt var um að sam­komu­lagi hefði náðst um skulda­bréfa­eig­endur myndu eign­ast hlut í félag­inu, voru kröfu­hafar í reynd að taka yfir WOW air. Við þessa ákvörðun skulda­bréfa­eig­enda hafi Tít­an í raun misst yf­ir­ráð yfir fé­lag­in­u, en sam­kvæmt umfjöllun mbl.is um mál­ið þá verður Skúli áfram hlut­hafi í félag­inu, þar sem hann keypti um 11 pró­­sent af skulda­bréfa­­flokknum sjálf­­ur.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent