Útflutningsverðmæti eldisfisks sjöfaldast

Magn slátraðs eldisfisks hefur næstum fjórfaldast hér á landi á síðustu 10 árum og nam rúmum 19 þúsund tonnum árið 2018. Þá hefur útflutningsverðmæti eldisfisks nær sjöfaldast á sama tímabili og nam 13,1 milljarði króna í fyrra.

7DM_9720_raw_2223.JPG
Auglýsing

Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi undanfarin ár og heildarframleiðslumagn hefur nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þá hefur heildarútflutningsverðmæti eldisfisks nær sjöfaldast á sama tímabili, úr tæpum tveim milljörðum króna árið 2008 í 13,7 milljarða króna árið 2017. Alls námu tekjur fyrirtækja í fiskeldi rúmum 19 milljörðum árið 2017. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Framleiðslan fjórfaldast

Magn slátraðs eldisfisks hefur næstum fjórfaldast hér á landi á síðustu 10 árum og nam rúmum 19 þúsund tonnum árið 2018. Uppistaðan í fiskeldinu voru lax og bleikja, en árið 2018 voru framleidd 13,5 þúsund tonn af eldislaxi og tæp 5 þúsund tonn af bleikju. 

Mynd: Hagstofan

Mest aukning hefur orðið í laxeldi á síðustu árum sem fer úr 292 tonnum árið 2008 í tæp 13,5 þúsund tonn árið 2018. Bleikjueldi hefur verið stöðugra yfir tímabilið en tæpum 5 þúsund tonnum var slátrað á síðasta ári samanborið við 3,1 þúsund tonn árið 2008. Eldi á regnbogasilungi jókst mikið á tímabilinu og náði hámarki árið 2017 þegar 4,6 þúsund tonnum var slátrað en árið 2018 nam framleiðslan einungis 295 tonnum. 

Bleikja er alin í ferskvatni, en mikið er um að eldi laxaseiða og regnbogasilungsseiða sé í ferskvatni áður en fiskarnir eru settir í sjókvíar.

Auglýsing

Ísland í fjórða sæti í framleiðslu eldislax

Á vef Hagstofunnar  segir að mikil fjárfesting hafi verið í greininni á síðustu árum en þrátt fyrir það sé eiginfjárhlutfall sterkt, eða um 51 prósent árið 2017. Fjöldi launþega hjá fiskeldisfyrirtækjum hefur aukist mikið á síðustu árum og voru um 435 manns árið 2017. Tekjur fyrirtækja í fiskeldi námu 19,3 milljörðum árið 2017 og hafa ríflega tvöfaldast frá árinu 2015. 

Samkvæmt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, var Ísland í fjórða sæti yfir Evrópulönd sem framleiða eldislax árið 2016 og hér var framleitt mest magn af bleikju. Samhliða aukinni framleiðslu hefur útflutningsverðmæti fiskeldisafurða aukist mikið og nam 13,1 milljarði árið 2018. Útflutningur á laxi árið 2017 var aðallega til Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Hollands og Þýskalands. Bleikja hefur aðallega verið flutt út til Bandaríkjanna, Japan, Póllands og Þýskalands.

Skiptar skoðanir um frumvarp ráðherra um fiskeldi

Fiskeldi hefur verið mikið í umræðunni hér á landi á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega umhverfáhrif af opnum sjókvíum. Mikil ólga skapaðist um málið þegar úrskurð­ar­nefnd auð­linda- og umhverf­is­mál felldi úr gildi ákvörðun Mat­væla­stofn­unar frá 22. des­em­ber 2017 um að veita Fjarð­ar­lax ehf. rekstr­ar­leyfi fyrir 10.700 tonna árs­fram­leiðslu á laxi í opnum sjó­kvíum í Pat­reks­firði og Tálkna­firði í september í fyrra. 

Krist­ján Þór Júl­í­us­son­, ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra ,lagði fram frum­varp um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum sem tengj­ast fisk­eldi á Alþingi í lok febrúar á þessu ári. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að frum­varpið byggi á sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og var við und­ir­bún­ing þess byggt að veru­legu leyti á skýrslu starfs­hóps um stefnu­mótun í fisk­eldi sem skil­aði til­lögum sínum með skýrslu hinn 21. ágúst 2017. 

Frum­varps­drögin voru birt á sam­ráðs­gátt­inni í des­em­ber síð­ast­liðnum og alls bár­ust 31 umsögn um frum­varp­ið. Í umsögnunum má finna skiptar skoðanir um frumvarpið en Landssamband veiðifélaga hafa meðal annars gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir það grafi undan áhættumati um erfðablöndun. Náttúruverndarsamtökin Icelandic Wild­li­fe Fund hafa einnig gagnrýnt frumvarpið og segja það stríðs­yfir­lýsingu á hendur þeim sem vilji vernda lífríki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent