Flugfélagið Wow air var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air. Sveinn Andri staðfesti þetta í samtali við Kjarnann.
Tveir skiptastjórar voru skipaður yfir búinu vegna stærðar félagsins. Skiptastjórarnir tveir eru nú á leiðinni á fund með stjórnendum WOW air á skrifstofu flugfélagsins.
Gjaldþrot WOW air
Líkt og greint hefur verið frá tilkynnti WOW air í nótt að flug hefði verið stöðvað þar til samningar við nýjan eigendahóp væru kláraðir. Í morgun var síðan tilkynnt um átta leitið að flugfélagið hefði hætt starfsemi. WOW air skilaði síðan flugrekstrarleyfi sínu til Samgöngustofu klukkan átta í morgun.
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sagði í viðtali við fréttastofu RÚV í dag að hann hafi verið njörvaður niður í það sæti að sætta sig við staðreyndir málsins í morgun. Hann sagðist jafnframt trúa því ennþá að ef félagið hefði fengið aðeins meiri tíma þá hefði verið hægt að klára endurfjármögnun.