Leggja til að ríkið kaupi íbúðir með fólki

Starfshópur félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram tillögur til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Hópurinn leggur meðal annars til tvær nýjar tegundir húsnæðislána á vegum ríkisins, startlán og eiginfjárlán.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Starfs­hópur félags- og barna­mála­ráð­herra, sem unnið hefur að til­lögum til að styðja við hús­næð­is­kaup ungs ­fólks og tekju­lágs fólks, kynnti í dag til­lögur sínar á fundi Íbúða­lán­sjóðs. ­Starfs­hóp­ur­inn legg­ur ­meðal ann­ars til tvær nýjar teg­undir hús­næð­is­lána á vegum rík­is­ins, start­lán og eig­in­fjár­lán.  

Start­lán er hugsað fyrir tekju­lága sem ekki ráða við greiðslu­byrði lána sem bjóð­ast á mark­aði og fyrir þá sem eiga ekki fyrir fyrstu útborg­un. Með start­lánum myndi ríkið veita lán til við­bótar láni frá banka eða líf­eyr­is­sjóði. Þá væru lægri vextir á start­lánum en almennt bjóð­ast á við­bót­ar­lánum og lægri kröfur um eigið fé og greiðslu­byrði. Eig­in­fjár­lánin eru síðan hugsuð sem lán fyrir þá sem ekki ráða við start­lán. Með eig­in­fjár­láni veitir ríkið lán sem geta numið 15 til 30 pró­sent af kaup­verði og eru án afborg­ana.

Auglýsing

Verð­tryggð lán aflögð og tvö ný rík­is­lán kynnt í stað­inn

Líkt og fram kom á sam­eig­in­legum kynn­ing­ar­fundi rík­is­stjórn­ar­innar og aðila vinnu­mark­að­ar­ins á mið­viku­dag­inn þá munu 40 ára verð­tryggð lán verða aflögð frá og með næstu ára­mót­um. Jafn­framt var til­kynnt að til að auð­velda tekju­lágum hópum að eign­ast fast­eign myndi stjórn­völd kynna nýjar teg­undir hús­næð­is­lána. 

Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður fyrr­nefnds starfs­hóps, kynnti til­lögur hóps­ins á fundi í höf­uð­stöðvum Íbúða­lána­sjóðs í morg­un­. Alls lagði starfs­hóp­ur­inn til fjórt­án ­til­lögur sem til að auð­velda ungu fólki og tekju­lágum að kom­ast inn á hús­næð­is­mark­að­inn. Þær miða meðal ann­ars að því að auð­velda fyrr­nefndum hópum að safna fyrir útborgun í íbúð og létta hjá þeim afborg­un­ar­byrði lána. Tekið var fram á fund­inum að um er að ræða fyrstu drög að til­lögum en með fyr­ir­vörum um nán­ari útfærslu, grein­ingu á kostn­aði og áhrif­um.

Hús­næð­is­lán sem ekki hafa sést á Íslandi

Til­lög­urnar fela meðal ann­ars í sér tvær nýjar teg­undir hús­næð­is­lána sem ekki hafa sést á Íslandi áður, start­lán og eig­in­fjár­lán. Start­lánin eru lán að norskri fyr­ir­mynd en með­ start­lán­um ­myndi ríkið veita við­bót­ar­lán með háum veð­hlut­föll­u­m og hag­stæðum vöxtum til afmark­aðra hópa sem eiga sér­stak­lega erfitt með að eign­ast hús­næð­i. ­Ríkið veitir start­lán til við­bótar láni frá banka eða líf­eyr­is­sjóði og lokar þannig bil­inu upp að 90 pró­sent veð­hlut­falli. Lánið á því að bjóða upp á lægri kröfu um eigið fé og lægri greiðslu­byrði.

Eig­in­fjár­lán eru lán að breskri fyr­ir­mynd og eru hugsuð fyrir þann hóp sem ekki ræður við greiðslu­byrði start­lána. ­Með­ eig­in­fjár­lán­i ­myndi ríkið veita lán sem geta numið 15 til­ 30 pró­sent af kaup­verði og eru án afborg­ana. Þá mun höf­uð­stóll eig­in­fjár­lána taka breyt­ingum með mark­aðsvirði íbúð­ar­innar og rík­inu end­ur­greitt lánið við sölu íbúðar eða eftir 25 ár. Lán­taki má einnig greiða lánið upp fyrr á mats­verð­i eða í áföngum og hefur til þess hvata vegna þess að eftir fimm ár reikn­ast hóf­legir vextir á lán­ið. 

Bæði lánin eiga að vera háð því að um hag­kvæmt hús­næði sé að ræða. Auk þess leggur hóp­ur­inn til að hægt sé að nota lánin til að skapa auk­inn hvata til bygg­ingar nýs og hag­kvæms hús­næð­is. 

Lagt til að fresta megi afborg­unum af náms­lánum

Starfs­hóp­ur­inn lagði einnig fram fleiri til­lög­ur, meðal ann­ars til­lögu um að tekju­lágir geti full­nýtt skatt­frjálsan hús­næð­is­sparn­að. Að skil­yrði um fyrstu kaup verði rýmkuð, að fresta megi afborg­unum af náms­lánum LÍN um fimm ár, að vaxta­bótum verði beint að tekju­lægri hópum og að afsláttur af stimp­il­gjaldi við fyrstu kaup verði 200 þús­und krón­ur. 

Sam­kvæmt skýrslu ­starfs­hóps­ins er þrösk­uldur ungs fólks og tekju­lágra inn á hús­næð­is­markað enn of hár, þrátt fyrir auk­inn kaup­mátt og sögu­lega lága raun­vexti. Íbúða­verð hefur hækkað umfram ráð­stöf­un­ar­tekjur sem gerir fólki erf­ið­ara að safna fyrir kaupum á íbúð. Sam­kævmt könnun Íbúða­lán­sjóðs vilja lang­flestir leigj­end­ur  búa í eigin hús­næð  en vís­bend­ingar eru um að það sé óyf­ir­stíg­an­legur þrösk­uldur fyrir marga leigj­endur að safna eigin fé til­ ­í­búð­ar­kaupa, meðal ann­ars vegna mik­illar hækk­unar leigu­verðs. 

„Hús­næð­is­málin eru stórt vel­ferð­ar­mál. Sveiflur á hús­næð­is­mark­aði und­an­far­inna ára hafa leitt til þess að hópur fólks hefur setið eftir og býr við minna hús­næð­is­ör­yggi en aðrir og þá sér­stak­lega ungt fólk og tekju­lægri ein­stak­ling­ar. Af þeirri ástæðu setti ég þessa vinnu af stað. ­Til­lög­urnar ríma vel við nið­ur­stöður kjara­samn­inga. Ég ber þá von í brjósti að þær muni hafa mikla þýð­ingu fyrir þá hópa sem á þurfa að halda,“ sagð­i Ás­mundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, þegar til­lögur starfs­hóps­ins voru kynnt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent