Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.

Advania
Advania
Auglýsing

Fjár­sýsla ­rík­is­ins greiddi fyr­ir­tæk­in­u A­dvani­a ­rúman millj­arð vegna tölvu­kerfa í fyrra, þar af 635 millj­ónir vegna ­tölvu­kerf­is­ins Orra og um 392 millj­ónir vegna ann­arra kerfa, án virð­is­auka­skatts. Advani­a var hlut­skarp­ast í örút­boði ríks­ins á hýs­ingu og rekstur á tölvu­kerf­inu Orra árið 2015. 

Sam­kvæmt samn­ingnum átti Advania að fá greiddar 7.850.000 krón­ur, án virð­is­auka­skatts, á mán­uði fyrir dag­legan rekstur og hýs­ingu á Orra. Kostn­aður ríks­ins átti með samn­ingnum að lækka um 94 millj­ónir á ári, úr 198 millj­ón­um króna á ári í tæpar 104 millj­ónir króna. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra átti að lækka í 104 millj­ónir króna 

Kjarn­inn greindi frá því í ítar­legri frétta­skýr­ingu í maí 2015 að Fjár­sýsla ­rík­­is­ins hefði ákveðið að ganga til samn­inga við A­dvani­a í kjöl­far örút­boðs um dag­legan rekstur og hýs­ing­u ­tölvu­kerf­is­ins Orra sem fór fram á vegum Rík­­is­­kaupa. Tölvu­­kerfið Orri er sam­heiti yfir ýmis kerfi rík­­is­ins, til dæmis fjár­­hags- og mannauðs­­kerfi og ýmis stuðn­­ings­­kerfi sem því fylgja. Alls nota um 190 stofn­­anir rík­­is­ins kerfið og um 15 þús­und ein­stak­l­ingar eru með vef­að­­gang að því. Um 19 þús­und manns fá reglu­­lega launa­greiðslur sem kerfið ann­­ast mán­að­­ar­­lega.

Auglýsing

Þrír aðilar buðu í verk­efn­ið á sínum tíma. Sím­inn bauð hæst um 21 milljón króna, Opin Kerfi buðu 10,3 millj­­ónir króna og A­dvani­a skil­aði inn sex til­­­boð­­um. Fjár­sýslan tók til­boði Advania upp á 7.850.000 krónur án virð­is­auka­skatts á mán­uð­i. A­dvani­a hafði áður séð um rekstur og hýs­ingu Orra og þegið fyrir það 16,5 millj­­ónir króna á mán­uði fyrir utan virð­is­auka­skatt. Því nam samn­ings­­lækk­­unin 8.650.000 krónum á mán­uði án virð­is­auka­skatts.

Á árs­grund­velli átti kostn­aður rík­­is­ins vegna hýs­ingar og rekst­­urs Orra því að nærri helm­inga­st, fara úr 198 millj­­ónum á ári í tæpar 104 millj­­ón­ir. Samn­ing­­ur­inn var gerður til sex ára með heim­ild til fram­­leng­ingar um allt að tvö ár. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra 635 millj­ónir í fyrra

Í svari Fjár­sýslu ­rík­is­ins við ­fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur hins vegar fram að kostn­aður rík­­is­ins vegna rekst­­urs og hýs­ingar tölvu­­kerf­is­ins Orra var 635 millj­ónir króna í fyrra, af því voru 191 millj­ónir króna vegna ­rekstr­ar-, við­halds- og hýs­ing­ar­samn­inga og 163 millj­ónir króna vegna upp­færslu ­kerf­is­ins og annað vegna ýmiss konar þjón­ustu og þró­un­ar, meðal ann­ars vegna breyt­inga á reikn­ings­skila­að­ferðum rík­is­ins. 

Auk þess greiddi stofn­un­in A­dvani­a 392 millj­ónir króna vegna ann­arra kerfa árið 2018. 

Tekjur Advania juk­ust um 60 pró­sent árið 2017

Advania varð til eftir hrun, nánar til­­­tekið árið 2012, þegar nokkur félög voru sam­einuð í eitt stórt upp­­­lýs­inga­­­fyr­ir­tæki. Á meðal þeirra félaga sem sett voru inn í Advania voru EJS og SKÝRR, sem eitt sinn hét Skýrslu­­­vélar rík­­­is­ins og var þá opin­bert fyr­ir­tæki. ­Fyr­ir­tækið er að öllu leyti í eigu sænska félags­­ins AdvIn­vest og hefur verið það frá því í apríl 2015.

Árið 2017 námu tekjur Advania 2.804 millj­ónum sænskra króna og juk­ust þær um 60 pró­sent á milli ári. EBITDA fyr­ir­tæks­ins jókst einnig um tæp 60 pró­sent á milli ári og fór úr 162 millj­ónum sænskra króna í 258 millj­ónir sænskra króna árið 2017.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent