Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.

Advania
Advania
Auglýsing

Fjár­sýsla ­rík­is­ins greiddi fyr­ir­tæk­in­u A­dvani­a ­rúman millj­arð vegna tölvu­kerfa í fyrra, þar af 635 millj­ónir vegna ­tölvu­kerf­is­ins Orra og um 392 millj­ónir vegna ann­arra kerfa, án virð­is­auka­skatts. Advani­a var hlut­skarp­ast í örút­boði ríks­ins á hýs­ingu og rekstur á tölvu­kerf­inu Orra árið 2015. 

Sam­kvæmt samn­ingnum átti Advania að fá greiddar 7.850.000 krón­ur, án virð­is­auka­skatts, á mán­uði fyrir dag­legan rekstur og hýs­ingu á Orra. Kostn­aður ríks­ins átti með samn­ingnum að lækka um 94 millj­ónir á ári, úr 198 millj­ón­um króna á ári í tæpar 104 millj­ónir króna. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra átti að lækka í 104 millj­ónir króna 

Kjarn­inn greindi frá því í ítar­legri frétta­skýr­ingu í maí 2015 að Fjár­sýsla ­rík­­is­ins hefði ákveðið að ganga til samn­inga við A­dvani­a í kjöl­far örút­boðs um dag­legan rekstur og hýs­ing­u ­tölvu­kerf­is­ins Orra sem fór fram á vegum Rík­­is­­kaupa. Tölvu­­kerfið Orri er sam­heiti yfir ýmis kerfi rík­­is­ins, til dæmis fjár­­hags- og mannauðs­­kerfi og ýmis stuðn­­ings­­kerfi sem því fylgja. Alls nota um 190 stofn­­anir rík­­is­ins kerfið og um 15 þús­und ein­stak­l­ingar eru með vef­að­­gang að því. Um 19 þús­und manns fá reglu­­lega launa­greiðslur sem kerfið ann­­ast mán­að­­ar­­lega.

Auglýsing

Þrír aðilar buðu í verk­efn­ið á sínum tíma. Sím­inn bauð hæst um 21 milljón króna, Opin Kerfi buðu 10,3 millj­­ónir króna og A­dvani­a skil­aði inn sex til­­­boð­­um. Fjár­sýslan tók til­boði Advania upp á 7.850.000 krónur án virð­is­auka­skatts á mán­uð­i. A­dvani­a hafði áður séð um rekstur og hýs­ingu Orra og þegið fyrir það 16,5 millj­­ónir króna á mán­uði fyrir utan virð­is­auka­skatt. Því nam samn­ings­­lækk­­unin 8.650.000 krónum á mán­uði án virð­is­auka­skatts.

Á árs­grund­velli átti kostn­aður rík­­is­ins vegna hýs­ingar og rekst­­urs Orra því að nærri helm­inga­st, fara úr 198 millj­­ónum á ári í tæpar 104 millj­­ón­ir. Samn­ing­­ur­inn var gerður til sex ára með heim­ild til fram­­leng­ingar um allt að tvö ár. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra 635 millj­ónir í fyrra

Í svari Fjár­sýslu ­rík­is­ins við ­fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur hins vegar fram að kostn­aður rík­­is­ins vegna rekst­­urs og hýs­ingar tölvu­­kerf­is­ins Orra var 635 millj­ónir króna í fyrra, af því voru 191 millj­ónir króna vegna ­rekstr­ar-, við­halds- og hýs­ing­ar­samn­inga og 163 millj­ónir króna vegna upp­færslu ­kerf­is­ins og annað vegna ýmiss konar þjón­ustu og þró­un­ar, meðal ann­ars vegna breyt­inga á reikn­ings­skila­að­ferðum rík­is­ins. 

Auk þess greiddi stofn­un­in A­dvani­a 392 millj­ónir króna vegna ann­arra kerfa árið 2018. 

Tekjur Advania juk­ust um 60 pró­sent árið 2017

Advania varð til eftir hrun, nánar til­­­tekið árið 2012, þegar nokkur félög voru sam­einuð í eitt stórt upp­­­lýs­inga­­­fyr­ir­tæki. Á meðal þeirra félaga sem sett voru inn í Advania voru EJS og SKÝRR, sem eitt sinn hét Skýrslu­­­vélar rík­­­is­ins og var þá opin­bert fyr­ir­tæki. ­Fyr­ir­tækið er að öllu leyti í eigu sænska félags­­ins AdvIn­vest og hefur verið það frá því í apríl 2015.

Árið 2017 námu tekjur Advania 2.804 millj­ónum sænskra króna og juk­ust þær um 60 pró­sent á milli ári. EBITDA fyr­ir­tæks­ins jókst einnig um tæp 60 pró­sent á milli ári og fór úr 162 millj­ónum sænskra króna í 258 millj­ónir sænskra króna árið 2017.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent