Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.

Advania
Advania
Auglýsing

Fjár­sýsla ­rík­is­ins greiddi fyr­ir­tæk­in­u A­dvani­a ­rúman millj­arð vegna tölvu­kerfa í fyrra, þar af 635 millj­ónir vegna ­tölvu­kerf­is­ins Orra og um 392 millj­ónir vegna ann­arra kerfa, án virð­is­auka­skatts. Advani­a var hlut­skarp­ast í örút­boði ríks­ins á hýs­ingu og rekstur á tölvu­kerf­inu Orra árið 2015. 

Sam­kvæmt samn­ingnum átti Advania að fá greiddar 7.850.000 krón­ur, án virð­is­auka­skatts, á mán­uði fyrir dag­legan rekstur og hýs­ingu á Orra. Kostn­aður ríks­ins átti með samn­ingnum að lækka um 94 millj­ónir á ári, úr 198 millj­ón­um króna á ári í tæpar 104 millj­ónir króna. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra átti að lækka í 104 millj­ónir króna 

Kjarn­inn greindi frá því í ítar­legri frétta­skýr­ingu í maí 2015 að Fjár­sýsla ­rík­­is­ins hefði ákveðið að ganga til samn­inga við A­dvani­a í kjöl­far örút­boðs um dag­legan rekstur og hýs­ing­u ­tölvu­kerf­is­ins Orra sem fór fram á vegum Rík­­is­­kaupa. Tölvu­­kerfið Orri er sam­heiti yfir ýmis kerfi rík­­is­ins, til dæmis fjár­­hags- og mannauðs­­kerfi og ýmis stuðn­­ings­­kerfi sem því fylgja. Alls nota um 190 stofn­­anir rík­­is­ins kerfið og um 15 þús­und ein­stak­l­ingar eru með vef­að­­gang að því. Um 19 þús­und manns fá reglu­­lega launa­greiðslur sem kerfið ann­­ast mán­að­­ar­­lega.

Auglýsing

Þrír aðilar buðu í verk­efn­ið á sínum tíma. Sím­inn bauð hæst um 21 milljón króna, Opin Kerfi buðu 10,3 millj­­ónir króna og A­dvani­a skil­aði inn sex til­­­boð­­um. Fjár­sýslan tók til­boði Advania upp á 7.850.000 krónur án virð­is­auka­skatts á mán­uð­i. A­dvani­a hafði áður séð um rekstur og hýs­ingu Orra og þegið fyrir það 16,5 millj­­ónir króna á mán­uði fyrir utan virð­is­auka­skatt. Því nam samn­ings­­lækk­­unin 8.650.000 krónum á mán­uði án virð­is­auka­skatts.

Á árs­grund­velli átti kostn­aður rík­­is­ins vegna hýs­ingar og rekst­­urs Orra því að nærri helm­inga­st, fara úr 198 millj­­ónum á ári í tæpar 104 millj­­ón­ir. Samn­ing­­ur­inn var gerður til sex ára með heim­ild til fram­­leng­ingar um allt að tvö ár. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra 635 millj­ónir í fyrra

Í svari Fjár­sýslu ­rík­is­ins við ­fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur hins vegar fram að kostn­aður rík­­is­ins vegna rekst­­urs og hýs­ingar tölvu­­kerf­is­ins Orra var 635 millj­ónir króna í fyrra, af því voru 191 millj­ónir króna vegna ­rekstr­ar-, við­halds- og hýs­ing­ar­samn­inga og 163 millj­ónir króna vegna upp­færslu ­kerf­is­ins og annað vegna ýmiss konar þjón­ustu og þró­un­ar, meðal ann­ars vegna breyt­inga á reikn­ings­skila­að­ferðum rík­is­ins. 

Auk þess greiddi stofn­un­in A­dvani­a 392 millj­ónir króna vegna ann­arra kerfa árið 2018. 

Tekjur Advania juk­ust um 60 pró­sent árið 2017

Advania varð til eftir hrun, nánar til­­­tekið árið 2012, þegar nokkur félög voru sam­einuð í eitt stórt upp­­­lýs­inga­­­fyr­ir­tæki. Á meðal þeirra félaga sem sett voru inn í Advania voru EJS og SKÝRR, sem eitt sinn hét Skýrslu­­­vélar rík­­­is­ins og var þá opin­bert fyr­ir­tæki. ­Fyr­ir­tækið er að öllu leyti í eigu sænska félags­­ins AdvIn­vest og hefur verið það frá því í apríl 2015.

Árið 2017 námu tekjur Advania 2.804 millj­ónum sænskra króna og juk­ust þær um 60 pró­sent á milli ári. EBITDA fyr­ir­tæks­ins jókst einnig um tæp 60 pró­sent á milli ári og fór úr 162 millj­ónum sænskra króna í 258 millj­ónir sænskra króna árið 2017.

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent