Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.

Advania
Advania
Auglýsing

Fjár­sýsla ­rík­is­ins greiddi fyr­ir­tæk­in­u A­dvani­a ­rúman millj­arð vegna tölvu­kerfa í fyrra, þar af 635 millj­ónir vegna ­tölvu­kerf­is­ins Orra og um 392 millj­ónir vegna ann­arra kerfa, án virð­is­auka­skatts. Advani­a var hlut­skarp­ast í örút­boði ríks­ins á hýs­ingu og rekstur á tölvu­kerf­inu Orra árið 2015. 

Sam­kvæmt samn­ingnum átti Advania að fá greiddar 7.850.000 krón­ur, án virð­is­auka­skatts, á mán­uði fyrir dag­legan rekstur og hýs­ingu á Orra. Kostn­aður ríks­ins átti með samn­ingnum að lækka um 94 millj­ónir á ári, úr 198 millj­ón­um króna á ári í tæpar 104 millj­ónir króna. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra átti að lækka í 104 millj­ónir króna 

Kjarn­inn greindi frá því í ítar­legri frétta­skýr­ingu í maí 2015 að Fjár­sýsla ­rík­­is­ins hefði ákveðið að ganga til samn­inga við A­dvani­a í kjöl­far örút­boðs um dag­legan rekstur og hýs­ing­u ­tölvu­kerf­is­ins Orra sem fór fram á vegum Rík­­is­­kaupa. Tölvu­­kerfið Orri er sam­heiti yfir ýmis kerfi rík­­is­ins, til dæmis fjár­­hags- og mannauðs­­kerfi og ýmis stuðn­­ings­­kerfi sem því fylgja. Alls nota um 190 stofn­­anir rík­­is­ins kerfið og um 15 þús­und ein­stak­l­ingar eru með vef­að­­gang að því. Um 19 þús­und manns fá reglu­­lega launa­greiðslur sem kerfið ann­­ast mán­að­­ar­­lega.

Auglýsing

Þrír aðilar buðu í verk­efn­ið á sínum tíma. Sím­inn bauð hæst um 21 milljón króna, Opin Kerfi buðu 10,3 millj­­ónir króna og A­dvani­a skil­aði inn sex til­­­boð­­um. Fjár­sýslan tók til­boði Advania upp á 7.850.000 krónur án virð­is­auka­skatts á mán­uð­i. A­dvani­a hafði áður séð um rekstur og hýs­ingu Orra og þegið fyrir það 16,5 millj­­ónir króna á mán­uði fyrir utan virð­is­auka­skatt. Því nam samn­ings­­lækk­­unin 8.650.000 krónum á mán­uði án virð­is­auka­skatts.

Á árs­grund­velli átti kostn­aður rík­­is­ins vegna hýs­ingar og rekst­­urs Orra því að nærri helm­inga­st, fara úr 198 millj­­ónum á ári í tæpar 104 millj­­ón­ir. Samn­ing­­ur­inn var gerður til sex ára með heim­ild til fram­­leng­ingar um allt að tvö ár. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra 635 millj­ónir í fyrra

Í svari Fjár­sýslu ­rík­is­ins við ­fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur hins vegar fram að kostn­aður rík­­is­ins vegna rekst­­urs og hýs­ingar tölvu­­kerf­is­ins Orra var 635 millj­ónir króna í fyrra, af því voru 191 millj­ónir króna vegna ­rekstr­ar-, við­halds- og hýs­ing­ar­samn­inga og 163 millj­ónir króna vegna upp­færslu ­kerf­is­ins og annað vegna ýmiss konar þjón­ustu og þró­un­ar, meðal ann­ars vegna breyt­inga á reikn­ings­skila­að­ferðum rík­is­ins. 

Auk þess greiddi stofn­un­in A­dvani­a 392 millj­ónir króna vegna ann­arra kerfa árið 2018. 

Tekjur Advania juk­ust um 60 pró­sent árið 2017

Advania varð til eftir hrun, nánar til­­­tekið árið 2012, þegar nokkur félög voru sam­einuð í eitt stórt upp­­­lýs­inga­­­fyr­ir­tæki. Á meðal þeirra félaga sem sett voru inn í Advania voru EJS og SKÝRR, sem eitt sinn hét Skýrslu­­­vélar rík­­­is­ins og var þá opin­bert fyr­ir­tæki. ­Fyr­ir­tækið er að öllu leyti í eigu sænska félags­­ins AdvIn­vest og hefur verið það frá því í apríl 2015.

Árið 2017 námu tekjur Advania 2.804 millj­ónum sænskra króna og juk­ust þær um 60 pró­sent á milli ári. EBITDA fyr­ir­tæks­ins jókst einnig um tæp 60 pró­sent á milli ári og fór úr 162 millj­ónum sænskra króna í 258 millj­ónir sænskra króna árið 2017.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent