Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.

Advania
Advania
Auglýsing

Fjár­sýsla ­rík­is­ins greiddi fyr­ir­tæk­in­u A­dvani­a ­rúman millj­arð vegna tölvu­kerfa í fyrra, þar af 635 millj­ónir vegna ­tölvu­kerf­is­ins Orra og um 392 millj­ónir vegna ann­arra kerfa, án virð­is­auka­skatts. Advani­a var hlut­skarp­ast í örút­boði ríks­ins á hýs­ingu og rekstur á tölvu­kerf­inu Orra árið 2015. 

Sam­kvæmt samn­ingnum átti Advania að fá greiddar 7.850.000 krón­ur, án virð­is­auka­skatts, á mán­uði fyrir dag­legan rekstur og hýs­ingu á Orra. Kostn­aður ríks­ins átti með samn­ingnum að lækka um 94 millj­ónir á ári, úr 198 millj­ón­um króna á ári í tæpar 104 millj­ónir króna. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra átti að lækka í 104 millj­ónir króna 

Kjarn­inn greindi frá því í ítar­legri frétta­skýr­ingu í maí 2015 að Fjár­sýsla ­rík­­is­ins hefði ákveðið að ganga til samn­inga við A­dvani­a í kjöl­far örút­boðs um dag­legan rekstur og hýs­ing­u ­tölvu­kerf­is­ins Orra sem fór fram á vegum Rík­­is­­kaupa. Tölvu­­kerfið Orri er sam­heiti yfir ýmis kerfi rík­­is­ins, til dæmis fjár­­hags- og mannauðs­­kerfi og ýmis stuðn­­ings­­kerfi sem því fylgja. Alls nota um 190 stofn­­anir rík­­is­ins kerfið og um 15 þús­und ein­stak­l­ingar eru með vef­að­­gang að því. Um 19 þús­und manns fá reglu­­lega launa­greiðslur sem kerfið ann­­ast mán­að­­ar­­lega.

Auglýsing

Þrír aðilar buðu í verk­efn­ið á sínum tíma. Sím­inn bauð hæst um 21 milljón króna, Opin Kerfi buðu 10,3 millj­­ónir króna og A­dvani­a skil­aði inn sex til­­­boð­­um. Fjár­sýslan tók til­boði Advania upp á 7.850.000 krónur án virð­is­auka­skatts á mán­uð­i. A­dvani­a hafði áður séð um rekstur og hýs­ingu Orra og þegið fyrir það 16,5 millj­­ónir króna á mán­uði fyrir utan virð­is­auka­skatt. Því nam samn­ings­­lækk­­unin 8.650.000 krónum á mán­uði án virð­is­auka­skatts.

Á árs­grund­velli átti kostn­aður rík­­is­ins vegna hýs­ingar og rekst­­urs Orra því að nærri helm­inga­st, fara úr 198 millj­­ónum á ári í tæpar 104 millj­­ón­ir. Samn­ing­­ur­inn var gerður til sex ára með heim­ild til fram­­leng­ingar um allt að tvö ár. 

Kostn­að­ur­inn vegna Orra 635 millj­ónir í fyrra

Í svari Fjár­sýslu ­rík­is­ins við ­fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur hins vegar fram að kostn­aður rík­­is­ins vegna rekst­­urs og hýs­ingar tölvu­­kerf­is­ins Orra var 635 millj­ónir króna í fyrra, af því voru 191 millj­ónir króna vegna ­rekstr­ar-, við­halds- og hýs­ing­ar­samn­inga og 163 millj­ónir króna vegna upp­færslu ­kerf­is­ins og annað vegna ýmiss konar þjón­ustu og þró­un­ar, meðal ann­ars vegna breyt­inga á reikn­ings­skila­að­ferðum rík­is­ins. 

Auk þess greiddi stofn­un­in A­dvani­a 392 millj­ónir króna vegna ann­arra kerfa árið 2018. 

Tekjur Advania juk­ust um 60 pró­sent árið 2017

Advania varð til eftir hrun, nánar til­­­tekið árið 2012, þegar nokkur félög voru sam­einuð í eitt stórt upp­­­lýs­inga­­­fyr­ir­tæki. Á meðal þeirra félaga sem sett voru inn í Advania voru EJS og SKÝRR, sem eitt sinn hét Skýrslu­­­vélar rík­­­is­ins og var þá opin­bert fyr­ir­tæki. ­Fyr­ir­tækið er að öllu leyti í eigu sænska félags­­ins AdvIn­vest og hefur verið það frá því í apríl 2015.

Árið 2017 námu tekjur Advania 2.804 millj­ónum sænskra króna og juk­ust þær um 60 pró­sent á milli ári. EBITDA fyr­ir­tæks­ins jókst einnig um tæp 60 pró­sent á milli ári og fór úr 162 millj­ónum sænskra króna í 258 millj­ónir sænskra króna árið 2017.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi
Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.
Kjarninn 22. maí 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.
Kjarninn 22. maí 2019
Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði
Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.
Kjarninn 22. maí 2019
Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent