Sex milljarðar í ríkissjóð við sölu Kaupþings

Við sölu Kaupþings fyrr í þessum mánuði á 15 prósenta hlut í Arion banka fyrir samtals 20,5 milljarða renna sex milljarðar til ríkisins vegna afkomuskiptasamnings stjórnvalda og Kaupþings, sem hefur nú virkjast í fyrsta sinn.

Arion banki
Auglýsing

Afkomu­skipta­samn­ingur stjórn­valda og Kaup­þings hefur nú virkj­ast í fyrsta sinn og fær íslenska ríkið því rúm­lega sex millj­arða króna í sinn hlut vegna sölu Kaup­þings á rúm­lega 15 pró­sent hlut í Arion ­banka í byrjun apr­íl. Afkomu­skipta­samn­ing­ur­inn var meðal stöð­ug­leika­skil­yrða sem slita­bú­ið þurft­i að und­ir­gang­ast við sam­þykkt nauða­samn­inga í árs­lok 2015. Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. 

Ríkið fengið 90 millj­arða vegna eign­ar­hluta Kaup­þings í Arion ­banka

­Greint var frá því í byrjun apríl að ­­stærsti ­eig­and­i ­­Arion ­­banka, ­­Kaup­­­þing ehf., hafi selt 15 pró­­senta hlut í Arion ­banka ­fyrir 20,5 millj­arða. Meðal þeirra sem keyptu hlut var fjár­fest­inga­fé­lag­ið ­Stoðir sem nú er stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í bank­an­um, þá keypti banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Tacon­ic Capital 5 pró­sent hlut og á nú 16 pró­sent í bank­an­um. Auk þess eru Íslands­banki og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna nú orðnir hlut­hafar í bank­an­um. 

Stór hlut­i ­söl­unn­ar rennur til íslenska rík­is­ins eða um sex millj­arðar króna vegna af­komu­skipta­samn­ings­ins. ­Sam­kvæmt afkomu­skipta­samn­ingnum fær íslenska ríkið þriðj­ung af öllu sölu­and­virði Kaup­þings á eign­ar­hlutum félags­ins í Arion ­banka milli 100 og 140 millj­arða króna en helm­ing­inn á milli 140 og 160 millj­arða króna. Þá fær rík­is­sjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af sölu­and­virði umfram 160 millj­arða króna. 

Auglýsing

Sam­kvæmt Mark­að­inum hefur rík­is­sjóður þá fengið í heild­ina um 90 millj­arða króna í tengl­u­m við sölu­ferli Kaup­þings á eign­ar­hlutum sínum í Arion ­banka,­sem hófst í mars 2019. Auk þess hefur félagið greitt um 8,3 millj­arða króna í vexti vegna 84 millj­arða króna veð­skulda­bréfs sem Kaup­þing gaf út til rík­is­ins í árs­byrjun 2016. Skulda­bréf­ið, sem var með veði í hluta­bréfum í Arion ­banka og var hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi Kaup­þings, var greitt upp að fullu í fyrra.

Arion ­banki lækkar útgefið hlutafé sitt um 9,3 pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því í gær að skráð hluta­fé ­Arion ­banka verður lækkað um 186 milljón hluti frá og með deg­inum í dag Um er að ræða 9,3 pró­­sent af útgefnu hlutafé í bank­­anum sem er í eigu hans sjálfs sem stend­­ur. Virði þess hlut­­ar, miðað við gengi bréfa í Arion ­banka í dag, er um 14,2 millj­­arðar króna. Eftir breyt­ing­una mun útgefið hlutafé í Arion ­banka ekki lengur vera tvær millj­­ónir hlutir heldur 1.814 millj­­ónir hlut­­ir. Það þýðir að hlut­­falls­­leg eign ann­­arra hlut­hafa eykst. 

Eftir breyt­ing­una mun Kaup­­þing ehf., sem í dag á 18,14 pró­­sent hlut í bank­an­um, til dæmis eiga 20 pró­­sent hlut og Tacon­ic Capital, næst stærsti eig­and­inn, sjá hlut­­falls­­lega eign sína fara úr 14,5 pró­­sentum í 16 pró­­sent. Stoð­ir, stærsti inn­­­lendi fjár­­­fest­ir­inn í Arion ­banka sem bætti veru­­legum eign­­ar­hlut við sig í síð­­­ustu viku, fer úr 4,2 pró­­sent eign­­ar­hlut í 4,6 pró­­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent