Sex milljarðar í ríkissjóð við sölu Kaupþings

Við sölu Kaupþings fyrr í þessum mánuði á 15 prósenta hlut í Arion banka fyrir samtals 20,5 milljarða renna sex milljarðar til ríkisins vegna afkomuskiptasamnings stjórnvalda og Kaupþings, sem hefur nú virkjast í fyrsta sinn.

Arion banki
Auglýsing

Afkomu­skipta­samn­ingur stjórn­valda og Kaup­þings hefur nú virkj­ast í fyrsta sinn og fær íslenska ríkið því rúm­lega sex millj­arða króna í sinn hlut vegna sölu Kaup­þings á rúm­lega 15 pró­sent hlut í Arion ­banka í byrjun apr­íl. Afkomu­skipta­samn­ing­ur­inn var meðal stöð­ug­leika­skil­yrða sem slita­bú­ið þurft­i að und­ir­gang­ast við sam­þykkt nauða­samn­inga í árs­lok 2015. Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. 

Ríkið fengið 90 millj­arða vegna eign­ar­hluta Kaup­þings í Arion ­banka

­Greint var frá því í byrjun apríl að ­­stærsti ­eig­and­i ­­Arion ­­banka, ­­Kaup­­­þing ehf., hafi selt 15 pró­­senta hlut í Arion ­banka ­fyrir 20,5 millj­arða. Meðal þeirra sem keyptu hlut var fjár­fest­inga­fé­lag­ið ­Stoðir sem nú er stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í bank­an­um, þá keypti banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Tacon­ic Capital 5 pró­sent hlut og á nú 16 pró­sent í bank­an­um. Auk þess eru Íslands­banki og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna nú orðnir hlut­hafar í bank­an­um. 

Stór hlut­i ­söl­unn­ar rennur til íslenska rík­is­ins eða um sex millj­arðar króna vegna af­komu­skipta­samn­ings­ins. ­Sam­kvæmt afkomu­skipta­samn­ingnum fær íslenska ríkið þriðj­ung af öllu sölu­and­virði Kaup­þings á eign­ar­hlutum félags­ins í Arion ­banka milli 100 og 140 millj­arða króna en helm­ing­inn á milli 140 og 160 millj­arða króna. Þá fær rík­is­sjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af sölu­and­virði umfram 160 millj­arða króna. 

Auglýsing

Sam­kvæmt Mark­að­inum hefur rík­is­sjóður þá fengið í heild­ina um 90 millj­arða króna í tengl­u­m við sölu­ferli Kaup­þings á eign­ar­hlutum sínum í Arion ­banka,­sem hófst í mars 2019. Auk þess hefur félagið greitt um 8,3 millj­arða króna í vexti vegna 84 millj­arða króna veð­skulda­bréfs sem Kaup­þing gaf út til rík­is­ins í árs­byrjun 2016. Skulda­bréf­ið, sem var með veði í hluta­bréfum í Arion ­banka og var hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi Kaup­þings, var greitt upp að fullu í fyrra.

Arion ­banki lækkar útgefið hlutafé sitt um 9,3 pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því í gær að skráð hluta­fé ­Arion ­banka verður lækkað um 186 milljón hluti frá og með deg­inum í dag Um er að ræða 9,3 pró­­sent af útgefnu hlutafé í bank­­anum sem er í eigu hans sjálfs sem stend­­ur. Virði þess hlut­­ar, miðað við gengi bréfa í Arion ­banka í dag, er um 14,2 millj­­arðar króna. Eftir breyt­ing­una mun útgefið hlutafé í Arion ­banka ekki lengur vera tvær millj­­ónir hlutir heldur 1.814 millj­­ónir hlut­­ir. Það þýðir að hlut­­falls­­leg eign ann­­arra hlut­hafa eykst. 

Eftir breyt­ing­una mun Kaup­­þing ehf., sem í dag á 18,14 pró­­sent hlut í bank­an­um, til dæmis eiga 20 pró­­sent hlut og Tacon­ic Capital, næst stærsti eig­and­inn, sjá hlut­­falls­­lega eign sína fara úr 14,5 pró­­sentum í 16 pró­­sent. Stoð­ir, stærsti inn­­­lendi fjár­­­fest­ir­inn í Arion ­banka sem bætti veru­­legum eign­­ar­hlut við sig í síð­­­ustu viku, fer úr 4,2 pró­­sent eign­­ar­hlut í 4,6 pró­­sent.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent