Sex milljarðar í ríkissjóð við sölu Kaupþings

Við sölu Kaupþings fyrr í þessum mánuði á 15 prósenta hlut í Arion banka fyrir samtals 20,5 milljarða renna sex milljarðar til ríkisins vegna afkomuskiptasamnings stjórnvalda og Kaupþings, sem hefur nú virkjast í fyrsta sinn.

Arion banki
Auglýsing

Afkomu­skipta­samn­ingur stjórn­valda og Kaup­þings hefur nú virkj­ast í fyrsta sinn og fær íslenska ríkið því rúm­lega sex millj­arða króna í sinn hlut vegna sölu Kaup­þings á rúm­lega 15 pró­sent hlut í Arion ­banka í byrjun apr­íl. Afkomu­skipta­samn­ing­ur­inn var meðal stöð­ug­leika­skil­yrða sem slita­bú­ið þurft­i að und­ir­gang­ast við sam­þykkt nauða­samn­inga í árs­lok 2015. Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. 

Ríkið fengið 90 millj­arða vegna eign­ar­hluta Kaup­þings í Arion ­banka

­Greint var frá því í byrjun apríl að ­­stærsti ­eig­and­i ­­Arion ­­banka, ­­Kaup­­­þing ehf., hafi selt 15 pró­­senta hlut í Arion ­banka ­fyrir 20,5 millj­arða. Meðal þeirra sem keyptu hlut var fjár­fest­inga­fé­lag­ið ­Stoðir sem nú er stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í bank­an­um, þá keypti banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Tacon­ic Capital 5 pró­sent hlut og á nú 16 pró­sent í bank­an­um. Auk þess eru Íslands­banki og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna nú orðnir hlut­hafar í bank­an­um. 

Stór hlut­i ­söl­unn­ar rennur til íslenska rík­is­ins eða um sex millj­arðar króna vegna af­komu­skipta­samn­ings­ins. ­Sam­kvæmt afkomu­skipta­samn­ingnum fær íslenska ríkið þriðj­ung af öllu sölu­and­virði Kaup­þings á eign­ar­hlutum félags­ins í Arion ­banka milli 100 og 140 millj­arða króna en helm­ing­inn á milli 140 og 160 millj­arða króna. Þá fær rík­is­sjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af sölu­and­virði umfram 160 millj­arða króna. 

Auglýsing

Sam­kvæmt Mark­að­inum hefur rík­is­sjóður þá fengið í heild­ina um 90 millj­arða króna í tengl­u­m við sölu­ferli Kaup­þings á eign­ar­hlutum sínum í Arion ­banka,­sem hófst í mars 2019. Auk þess hefur félagið greitt um 8,3 millj­arða króna í vexti vegna 84 millj­arða króna veð­skulda­bréfs sem Kaup­þing gaf út til rík­is­ins í árs­byrjun 2016. Skulda­bréf­ið, sem var með veði í hluta­bréfum í Arion ­banka og var hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi Kaup­þings, var greitt upp að fullu í fyrra.

Arion ­banki lækkar útgefið hlutafé sitt um 9,3 pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því í gær að skráð hluta­fé ­Arion ­banka verður lækkað um 186 milljón hluti frá og með deg­inum í dag Um er að ræða 9,3 pró­­sent af útgefnu hlutafé í bank­­anum sem er í eigu hans sjálfs sem stend­­ur. Virði þess hlut­­ar, miðað við gengi bréfa í Arion ­banka í dag, er um 14,2 millj­­arðar króna. Eftir breyt­ing­una mun útgefið hlutafé í Arion ­banka ekki lengur vera tvær millj­­ónir hlutir heldur 1.814 millj­­ónir hlut­­ir. Það þýðir að hlut­­falls­­leg eign ann­­arra hlut­hafa eykst. 

Eftir breyt­ing­una mun Kaup­­þing ehf., sem í dag á 18,14 pró­­sent hlut í bank­an­um, til dæmis eiga 20 pró­­sent hlut og Tacon­ic Capital, næst stærsti eig­and­inn, sjá hlut­­falls­­lega eign sína fara úr 14,5 pró­­sentum í 16 pró­­sent. Stoð­ir, stærsti inn­­­lendi fjár­­­fest­ir­inn í Arion ­banka sem bætti veru­­legum eign­­ar­hlut við sig í síð­­­ustu viku, fer úr 4,2 pró­­sent eign­­ar­hlut í 4,6 pró­­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent