Sex milljarðar í ríkissjóð við sölu Kaupþings

Við sölu Kaupþings fyrr í þessum mánuði á 15 prósenta hlut í Arion banka fyrir samtals 20,5 milljarða renna sex milljarðar til ríkisins vegna afkomuskiptasamnings stjórnvalda og Kaupþings, sem hefur nú virkjast í fyrsta sinn.

Arion banki
Auglýsing

Afkomuskiptasamningur stjórnvalda og Kaupþings hefur nú virkjast í fyrsta sinn og fær íslenska ríkið því rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu Kaupþings á rúmlega 15 prósent hlut í Arion banka í byrjun apríl. Afkomuskiptasamningurinn var meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. Frá þessu er greint í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag. 

Ríkið fengið 90 milljarða vegna eignarhluta Kaupþings í Arion banka

Greint var frá því í byrjun apríl að ­stærsti ­eig­and­i ­Arion ­banka, ­Kaup­­þing ehf., hafi selt 15 pró­senta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Meðal þeirra sem keyptu hlut var fjárfestingafélagið Stoðir sem nú er stærsti íslenski einkafjárfestirinn í bankanum, þá keypti bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital 5 prósent hlut og á nú 16 prósent í bankanum. Auk þess eru Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna nú orðnir hluthafar í bankanum. 

Stór hluti sölunnar rennur til íslenska ríkisins eða um sex milljarðar króna vegna afkomuskiptasamningsins. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. 

Auglýsing

Samkvæmt Markaðinum hefur ríkissjóður þá fengið í heildina um 90 milljarða króna í tenglum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka,sem hófst í mars 2019. Auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem Kaupþing gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra.

Arion banki lækkar útgefið hlutafé sitt um 9,3 prósent

Kjarninn greindi frá því í gær að skráð hlutafé Arion banka verður lækkað um 186 milljón hluti frá og með deginum í dag Um er að ræða 9,3 pró­sent af útgefnu hlutafé í bank­anum sem er í eigu hans sjálfs sem stend­ur. Virði þess hlut­ar, miðað við gengi bréfa í Arion banka í dag, er um 14,2 millj­arðar króna. Eftir breyt­ing­una mun útgefið hlutafé í Arion banka ekki lengur vera tvær millj­ónir hlutir heldur 1.814 millj­ónir hlut­ir. Það þýðir að hlut­falls­leg eign ann­arra hlut­hafa eykst. 

Eftir breyt­ing­una mun Kaup­þing ehf., sem í dag á 18,14 pró­sent hlut í bank­an­um, til dæmis eiga 20 pró­sent hlut og Taconic Capital, næst stærsti eig­and­inn, sjá hlut­falls­lega eign sína fara úr 14,5 pró­sentum í 16 pró­sent. Stoð­ir, stærsti inn­lendi fjár­festir­inn í Arion banka sem bætti veru­legum eign­ar­hlut við sig í síð­ustu viku, fer úr 4,2 pró­sent eign­ar­hlut í 4,6 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent