Hundrað börn missa foreldri sitt ár hvert

Hér á landi misstu að jafnaði um hundrað börn foreldri sitt árlega á tímabilinu 2009 til 2018 . Í heildina misstu 1001 börn foreldri sitt á síðustu tíu árum eða alls 649 foreldrar, þar af voru 448 feður og 201 móðir.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu tíu árum missti að jafn­aði 101 barn for­eldri sitt árlega. Alls lét­ust 649 for­eldrar barna á árunum 2009 til 2018, þar af voru 448 feður og 201 móð­ir. Þá lét­ust flestir for­eldr­arnir af völdum ill­kynja æxlis eða tæp­lega 40 pró­sent. Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unnar en þetta er í fyrsta sinn sem Hag­stofan tekur saman tölur um fjölda barna sem lenda í þess­ari stöðu á ári hverju á Ís­landi.

16 pró­sent for­eldra lét­ust af völd­um ­sjálfs­vígs 

Á árunum 2009 til 2018 misstu 1001 börn for­eldri á tíma­bil­inu 2009 til 2010, alls 525 drengir og 482 stúlk­ur. Þá lét­ust mun fleiri feður á tíma­bil­inu eða alls 448 en 201 móð­ir. Flestir feðra sem lét­ust voru eldri en 49 ára eða 38 pró­sent. Næst­flestir voru milli 40 og 49 ára, eða um 31 pró­sent af heild­ar­fjölda feðra. Flestar mæður sem lét­ust voru á aldr­inum 40 til 49 ára, alls 42 pró­sent en næst­stærsti hóp­ur­inn var á aldr­inum 30 til 39 ára eða tæp­lega 28 pró­sent.

Algeng­ast var að for­eldrar lét­ust af völdum ill­kynja æxlis eða alls 257 for­eldr­ar. Næstal­geng­ast var að for­eldri lét­ist vegna ytri orsaka áverka og eitrana, tæp­lega 34 pró­sent til­vika eða 218 manns. Hag­stofan skoð­aði sér­stak­lega tvo und­ir­flokkar dauðs­falla af völdum ytri orsaka áverka og eitrana, ann­ars vegar óhöpp og hins vegar sjálfs­víg og vís­vit­andi sjálfs­skaði. Meiri­hluti for­eldra sem lét­ust af völdum ytri orsaka, lét­ust af völdum sjálfs­vígs og vís­vit­andi sjálfs­skaða, alls 106. Það eru 48 pró­sent af heild­ar­fjölda for­eldra sem lést af völdum ytri orsaka og 16,3 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um.

Auglýsing

Þegar dán­ar­or­sakir eru skoð­aðar eftir kyni og ald­urs­flokkum má sjá að langal­gengasta dán­ar­or­sök ungra mæðra og ungra feðra, þeirra sem eru 29 ára eða yngri, eru ytri orsak­ir. Alls lét­ust 89 pró­sent feðra og 73 pró­sent á þessum aldri vegna ytri orsaka. Meðal for­eldra sem voru eldri en 49 ára var algeng­asta dán­ar­or­sökin hins vegar ill­kynja æxli, 69 pró­sent mæðra og 50 pró­sent feðra á þessum aldri.

Mik­il­vægt að skapa laga­lega umgjörð til að hlúa að þessum börnum

Í dag, mánu­dag­inn 29. apríl, fer ráð­stefnan „Hvað verður um mig“ þar sem fjallað verður um rétt barna, stöðu þeirra og þarfir við frá­fall for­eldr­is. Í til­kynn­ingu frá Krabba­meins­fé­lag­inu segir að tölur Hag­stof­un­anr sem fjallað er um hér að ofan gefa til kynna hversu mik­il­vægt sé að skapa laga­lega umgjörð til að hlúa að þessum börnum og fjöl­skyldum þeirra. 

„Það er stórt og óaft­ur­kræft áfall þegar for­eldri barns fellur frá og hefur mikil áhrif á líf þess. Það er sorg­leg stað­reynd að á hverju ári lenda börn í þess­ari stöðu og sam­félagið allt þarf að standa með þeim og sam­ein­ast um að tryggja vel­ferð þeirra, eftir áfallið og eins lengi og þörf kref­ur, á þann hátt að þeim vegni sem allra best eftir missinn,“ segir Halla Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­félags Ís­lands. 

Á ráð­stefn­unni verða kynntar verða rannsóknir um upp­lifun barna eftir frá­fall for­eldris og hvernig nýta megi þær upp­lýs­ingar til að skapa umgjörð fyrir fag­fólk og þá sem standa að börn­un­um. Jafn­framt verður greint frá rannsóknum á stöðu barna sem aðstand­enda krabba­meins­sjúklinga en flest börn missa for­eldri sitt vegna ill­kynja æxl­is. Ráð­stefnan fer fram ­klukkan 15 til 17:30 í húsi Ís­lenskrar erfða­grein­ingar að Sturlu­götu 8 í Reykja­vík en ráð­stefn­unni verður einnig streymt beint á heimasíðu Krabba­meins­félags­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent