Hundrað börn missa foreldri sitt ár hvert

Hér á landi misstu að jafnaði um hundrað börn foreldri sitt árlega á tímabilinu 2009 til 2018 . Í heildina misstu 1001 börn foreldri sitt á síðustu tíu árum eða alls 649 foreldrar, þar af voru 448 feður og 201 móðir.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu tíu árum missti að jafn­aði 101 barn for­eldri sitt árlega. Alls lét­ust 649 for­eldrar barna á árunum 2009 til 2018, þar af voru 448 feður og 201 móð­ir. Þá lét­ust flestir for­eldr­arnir af völdum ill­kynja æxlis eða tæp­lega 40 pró­sent. Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unnar en þetta er í fyrsta sinn sem Hag­stofan tekur saman tölur um fjölda barna sem lenda í þess­ari stöðu á ári hverju á Ís­landi.

16 pró­sent for­eldra lét­ust af völd­um ­sjálfs­vígs 

Á árunum 2009 til 2018 misstu 1001 börn for­eldri á tíma­bil­inu 2009 til 2010, alls 525 drengir og 482 stúlk­ur. Þá lét­ust mun fleiri feður á tíma­bil­inu eða alls 448 en 201 móð­ir. Flestir feðra sem lét­ust voru eldri en 49 ára eða 38 pró­sent. Næst­flestir voru milli 40 og 49 ára, eða um 31 pró­sent af heild­ar­fjölda feðra. Flestar mæður sem lét­ust voru á aldr­inum 40 til 49 ára, alls 42 pró­sent en næst­stærsti hóp­ur­inn var á aldr­inum 30 til 39 ára eða tæp­lega 28 pró­sent.

Algeng­ast var að for­eldrar lét­ust af völdum ill­kynja æxlis eða alls 257 for­eldr­ar. Næstal­geng­ast var að for­eldri lét­ist vegna ytri orsaka áverka og eitrana, tæp­lega 34 pró­sent til­vika eða 218 manns. Hag­stofan skoð­aði sér­stak­lega tvo und­ir­flokkar dauðs­falla af völdum ytri orsaka áverka og eitrana, ann­ars vegar óhöpp og hins vegar sjálfs­víg og vís­vit­andi sjálfs­skaði. Meiri­hluti for­eldra sem lét­ust af völdum ytri orsaka, lét­ust af völdum sjálfs­vígs og vís­vit­andi sjálfs­skaða, alls 106. Það eru 48 pró­sent af heild­ar­fjölda for­eldra sem lést af völdum ytri orsaka og 16,3 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um.

Auglýsing

Þegar dán­ar­or­sakir eru skoð­aðar eftir kyni og ald­urs­flokkum má sjá að langal­gengasta dán­ar­or­sök ungra mæðra og ungra feðra, þeirra sem eru 29 ára eða yngri, eru ytri orsak­ir. Alls lét­ust 89 pró­sent feðra og 73 pró­sent á þessum aldri vegna ytri orsaka. Meðal for­eldra sem voru eldri en 49 ára var algeng­asta dán­ar­or­sökin hins vegar ill­kynja æxli, 69 pró­sent mæðra og 50 pró­sent feðra á þessum aldri.

Mik­il­vægt að skapa laga­lega umgjörð til að hlúa að þessum börnum

Í dag, mánu­dag­inn 29. apríl, fer ráð­stefnan „Hvað verður um mig“ þar sem fjallað verður um rétt barna, stöðu þeirra og þarfir við frá­fall for­eldr­is. Í til­kynn­ingu frá Krabba­meins­fé­lag­inu segir að tölur Hag­stof­un­anr sem fjallað er um hér að ofan gefa til kynna hversu mik­il­vægt sé að skapa laga­lega umgjörð til að hlúa að þessum börnum og fjöl­skyldum þeirra. 

„Það er stórt og óaft­ur­kræft áfall þegar for­eldri barns fellur frá og hefur mikil áhrif á líf þess. Það er sorg­leg stað­reynd að á hverju ári lenda börn í þess­ari stöðu og sam­félagið allt þarf að standa með þeim og sam­ein­ast um að tryggja vel­ferð þeirra, eftir áfallið og eins lengi og þörf kref­ur, á þann hátt að þeim vegni sem allra best eftir missinn,“ segir Halla Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­félags Ís­lands. 

Á ráð­stefn­unni verða kynntar verða rannsóknir um upp­lifun barna eftir frá­fall for­eldris og hvernig nýta megi þær upp­lýs­ingar til að skapa umgjörð fyrir fag­fólk og þá sem standa að börn­un­um. Jafn­framt verður greint frá rannsóknum á stöðu barna sem aðstand­enda krabba­meins­sjúklinga en flest börn missa for­eldri sitt vegna ill­kynja æxl­is. Ráð­stefnan fer fram ­klukkan 15 til 17:30 í húsi Ís­lenskrar erfða­grein­ingar að Sturlu­götu 8 í Reykja­vík en ráð­stefn­unni verður einnig streymt beint á heimasíðu Krabba­meins­félags­ins.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent