Segir ráðningu seðlabankastjóra hafa verið „eins og möndluleikur í jólaboði“

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði segir að stjórnmál og persónuleg tengsl hafi ráðið því hver sé ráðinn seðlabankastjóri. Stofnunin sé einfaldlega of mikilvæg pólitískt til að hæfasta fólkið sé leitað upp í störfin.

Gylfi Zoega Seðlabanki
Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, telur að að afleið­ing þess að sam­eina Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið sé ekki víst að leiða af sér ávinn­ing, meðal ann­ars vegna þess að freistni­vandi muni skap­ast hjá stjórn­mála­mönnum til þess að láta póli­tík og per­sónu­lega holl­ustu ráða við val á yfir­mönnum frekar en fag­leg sjón­ar­mið.

Í grein sem hann skrif­aði í síð­ustu Vís­bend­ingu segir hann að sá ávinn­ingur sem stefnt sé að, og snýr meðal ann­ars að auk­inni skil­virkni, skýr­leika ábyrgðar og bættri stjórn­sýslu við ákvörð­un­ar­töku myndi kannski eiga verða í „full­komnum heimi en í þeim heimi sem við búum í getur afleið­ingin orðið þver­öf­ug.“

Við sam­ein­ing­una mun stjórn­endum hins nýja Seðla­banka Íslands fjölga og stoðir í starf­semi hans verða þrjár: pen­inga­stefna, fjár­mála­stöð­ug­leika og fjár­mála­eft­ir­lit.

Auglýsing
For­sæt­is­ráð­herra mun skipa aðalseðla­­banka­­stjóra til fimm ára í senn, að hámarki þó tvisvar sinn­­um. Þá skipar hann einnig þann vara­seðla­banka­stjóra sem leiðir mál­efni er varða pen­inga­stefnu en hinir tveir verða skip­aðir eftir til­­­nefn­ingu fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Sá sem hreppir möndl­una talin hæf­astur

Gylfi telur til nokkur rök fyrir afstöðu sinni. Það sé til að mynda lík­legt að að póli­tísk áhrif á stjórn hins nýja seðla­banka verði meiri ein­fald­lega vegna þess hversu öflug stofn­unin verður og hversu áhrifa hennar mun gæta víða. „Stofnun sem setur reglur á fjár­mála­mark­aði, hefur eft­ir­lit með hegðun fyr­ir­tækja á mark­aði og getur farið inn í rekstur fjár­mála­stofn­ana ef henni finnst rekstur of áhættu­samur og þar að auki ákveðið vexti, bindi­skyldu og haft mikil áhrif á gengi gjald­mið­ils í gegnum kaup og sölu á gjald­eyri gæti þannig ein­fald­lega verið of stór og valda­mikil til þess að stjórn­mála­menn, þ.e.a.s. þeir sem eru í rík­is­stjórn á hverjum tíma, geti látið fag­leg sjón­ar­mið ráða við val á yfir­mönn­um. Póli­tísk og per­sónu­leg holl­usta mun skipta enn meira máli en áður. Sjálf­stæði starf­sem­innar væri þá ógn­að.“

Að mati Gylfa hefur hingað til verið nógu erfitt að ráða seðla­banka­stjóra á fag­legum nót­um. „Þess í stað hefur ráðn­ing­ar­ferlið yfir­leitt verið eins og möndlu­leikur í jóla­boði þar sem t.d. 16 sækja um og einn hreppir möndl­una sem hús­móð­irin ein veit hvar er, umsóknir eru metnar á þann hátt að sá sem möndl­una hreppir er tal­inn hæf­ast­ur. Stjórn­mál og per­sónu­leg tengsl ráða, stofn­unin er ein­fald­lega, jafn­vel fyrir sam­ein­ingu, of mik­il­væg póli­tískt til þess að reynt sé að leita uppi hæf­asta fólkið í störfin þótt afleið­ingar mis­taka í stjórn stofn­unar fyrir sam­fé­lagið geti verið og hafi stundum reynzt hörmu­leg­ar, t.d. fyrir hrun.“

Gylfi bendir á að afskipti hins nýja Seðla­banka af hegðun fjár­mála­fyr­ir­tækja á mark­aði geti valdið deilum við stjórn­endur fyr­ir­tækj­anna og einnig stjórn­mála­öfl. „Reyndar er næsta víst að slíkt mun ger­ast á ein­hverjum tíma­punkti. Í litlu sam­fé­lagi er til­hneig­ing til þess að slík deilu­mál verði per­sónu­leg[...]Mi­s­tök við afskipti af fjár­mála­stofn­unum og einnig óvin­sælar en rétt­læt­an­legar aðgerðir sem bitna á hagn­aði fjár­mála­stofn­ana geta þannig veikt þann hluta hins nýja seðla­banka sem sinnir hefð­bund­inni stjórn pen­inga­mála.“

Nýr seðla­banka­stjóri í sumar

Nýr seðla­banka­stjóri verður skip­aður í sum­ar, en Már Guð­munds­son lýkur seinna fimm ára skip­un­ar­tíma­bili sínu í ágúst næst­kom­andi, og má sam­kvæmt lögum ekki sækja um aft­ur.

Alls sóttu 16 manns um stöð­una. Hægt er að sjá lista yfir þá umsækj­endur hér.

Í vik­unni skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra þriggja manna hæf­is­­nefnd til að meta hæfni þeirra umsækj­enda sem sótt hafa um emb­ætti seðla­­banka­­stjóra.

Auglýsing
For­maður nefnd­­ar­innar verður Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­sviðs Seðla­­banka Íslands, sem skipuð er án til­­­nefn­ingar og er jafn­­framt for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar. Sig­ríður sat einnig í rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­mik­illi skýrslu í apríl 2010.

Með henni í nefnd­inni verða Eyjólfur Guð­­munds­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­nefndur af sam­­starfs­­nefnd háskóla­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og vara­­for­­maður banka­ráðs, til­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­banka Íslands.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent