Hatari stígur á svið í undankeppni Eurovision í Ísrael, í kvöld. Atriðið er númer 13 í röðinni af 17 þjóðum.
Næsta undankeppni er á fimmtudaginn, og síðan úrslitakvöldið á laugardaginn. Tíu þjóðir komast áfram í kvöld, og einnig á fimmtudaginn.
Röðin er eftirfarandi, en útsending hófst klukkan 19:00 en Gísli Marteinn Baldursson lýsir keppninni í beinni á RÚV.
Auglýsing
1. Kýpur
2. Svartfjallaland
3. Finnland
4. Pólland
5. Slóvenia
6. Tékkland
7. Ungverjaland
8. Hvíta-Rússland
9. Serbía
10. Belgía
11. Georgía
12. Ástralía
13. Ísland
14. Eistland
15. Portúgal
16. Grikkland
17. San Marínó
Undirbúningur Hatar hefur gengið vel, og athyglin verið mikil á atriði hópsins litríka.