Gisting í gegnum Airbnb og svipaðar síður í apríl síðastliðnum dróst saman um 18 prósent frá því í sama mánuði árið á undan. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði einnig á milli ára eða um 14,3 prósent. Þá dróst heildarfjöldi gistinátta í apríl saman um 6 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýjum bráðabrigðatölum Hagstofu Íslands um fjölda gistinátta.
Hótelgisting á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 14 prósent
Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 504.000 í apríl síðastliðnum, en þær voru um 536.000 í sama mánuði árið 2018. Í hótelum og gistiheimilum var samdráttur saman um 3,7 prósent og 2,5 prósent fækkun á öðrum tegunda gististaða.
Gistinætur á hótelum í apríl voru 254.400 sem er 5 prósent fækkun frá sama mánuði árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistnóttum í hótelum um 25.100 eða um alls 14,3 prósent á milli ára. Gistinóttum fjölgaði aftur á móti í öllum öðrum landshlutum og nam fjölgun á landsbyggðinni 9,5 prósentum. Á Austurlandi jókst hótelgisting um 57 prósent á milli ára.
Herbergjanýting dregist saman um 5,7 prósent á sama tíma og framboð jókst um 5,6 prósent
Í apríl síðastliðnum voru 56 prósent allra hótelgistinátta á höfuðborgarsvæðinu. Í heildina var herbergjanýting í apríl 2019 var 48,6 prósent, sem er lækkun um 5,7 prósentustig frá apríl 2018 þegar hún var um 54,4 prósent. Nýtingin í apríl var best á Suðurnesjum, eða 58,9 prósent. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 5,6 prósent mælt í fjölda herbergja.
Bandaríkjamenn voru með flestir gistinætur hér á landi eða alls 66.100 í apríl 2018, þar á eftir koma Bretar og Þjóðverjar en gistinætur Íslendinga voru 36.400. Þá voru gistinætur erlendra ferðamanna í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum og þess háttar voru um 87.000 og um 80.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Gistinóttum gegnum Airbnb og svipaðar síður fækkði um 18 prósent á milli ára.
Óskráðum og leyfislausum gististöðum fækkað um 30 prósent
Mikil aukning hefur orðið á fjöldi ábendinga um ólöglega heimagistingu í kjölfar eflingu Heimagistingarvaktarinnar með fjárveitingu ferðamálaráðherra í júní 2018. Vaktinni hefur borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega heimagistingu síðan í sumar. Þá hafa 59 mál verið send lögreglu til rannsóknar og 61 máli verið lokið með stjórnvaldssektum en fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna.
Á árinu 2017 var áætlað að 80 prósent íbúða í skammtímaleigu væru starfræktar án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í samtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum sagði Sýslumaður að hann áætlaði að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst síðasta sumar. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar.