Slösuðum og látnum ferðamönnum hefur farið fjölgandi á síðastliðnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2017 sem var birt í maí 2019.
Alls voru 129 látnir, alvarlega slasaðir og lítið slasaðir ferðamenn árið 2013. Þeim fjölgaði í 239 talsins árið 2017 sem er um 85 prósenta hækkun á einungis nokkrum árum. Þar af létust tveir ferðamenn árið 2013 en fimm árið 2017.
Ef miðað sé við slasaða og látinna á hverja 100.000 ferðamenn hefur þeim fækkað úr 16 talsins árið 2013 í 10,7 talsins árið 2017.
Skýrslan vísar einnig til könnunar unna af Maskínu fyrir Samgöngustofu, Vegagerðina og Ríkislögreglustjóra á aksturshegðun og viðhorfi til umferðar meðal almennings.
Flestir Íslendingar keyra yfir hámarkshraða
Samkvæmt könnuninni telja 85 prósent ökumanna á Íslandi hegðun annarra vegfarenda valda sér truflun eða álagi við akstur eru fjölmargir ökumenn í símanum við akstur. Engu að síður lesa um 30 prósent ökumanna sjaldan, stundum eða oft skilaboð, t.d. smáskilaboð, tölvupóst eða messenger á Fésbók við akstur. Rúmlega 20 prósent skrifa slík skilaboð. Enn fremur halda einungis 35 til 40 prósent Íslendinga sig innan hámarkshraða.
Þrátt fyrir að Íslendingar séu gjarnir að lesa og skrifa skilaboð við akstur telja um 50 til 60 prósent Íslendinga það vera stórhættulegt að gera slíkt.
27 prósent ökumanna á Íslandi keyrir eftir drykk
Um 94 prósent ökumanna utanbæjar sögðust aldrei aka án öryggisbeltis árið 2017 miðað við 75 til 79 prósent ökumanna innanbæjar.
27 prósent ökumanna keyrði oft, stundum eða sjaldan eftir að hafa fengið sér einn áfengan drikk árið 2017.