Ísland lagði Tyrki, 2-1, á í undankeppni EM á Laugardalsvelli kvöld, í spennuþrungnum leik. Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum með skalla af stuttu færi.
Íslenska liðið lék frábærlega í fyrri hálfleik og komst í 2-0 en eftir að hafa minnkað muninn í 2-1, þá voru Tyrkir sterkari og ógnuðu marki Íslands í nokkur skipti í seinni hálfleik.
Leikmenn Íslands börðust vel allan leikinn, og þrautreynt lið Íslands sýndi kunnuglega takta frá því fyrir EM 2016 og HM 2018. Liðið var samstillt og lét ekki slá sig útaf laginu, þrátt fyrir ógnanir frá sterku liði Tyrklands.