Íslendingar og Tyrkir mætast á Laugardalsvelli 18:45 í dag, í undankeppni EM, og er mikil spenna fyrir leiknum. Aðdragandinn hefur verið óvenjulegur, vegna mikillar óánægju tyrkneskra yfirvalda vegna öryggisleitar sem landsliðshópur Tyrkja fór í gegnum á Keflavíkurflugvelli.
Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fyrr í dag í síma, og koma óánægjunni á framfæri.
Frá þessu var greint á vef tyrkneska ríkisútvarpsins, Anadolu. Haft var eftir Guðlaugi Þór í viðtali við RÚV í hádeginu að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hefðu komið honum á óvart og ekki verið í neinu samræmi við efni máls.
Mikil óánægja stuðningsmanna Tyrkja hefur einnig sést á samfélagsmiðlum, þar sem margir Íslendingar hafa fengið yfir sig fúkyrðaflau, og ásakanir um annarlegar hvati.
Guðni Th. Jóhannesson, sendi frá sér kveðju á Facebook síðu sinni í dag, og hvatti stuðningsmenn Íslands til að taka vel á móti Tyrkjum, og hvetja Ísland til sigur.
Tvær breytingar verð á byrjunarliði Íslands frá því í leiknum gegn Albaníu.
Jón Daði Böðvarsson og Emil Hallfreðsson koma inn í liðið í stað Viðars Arnar Kjartanssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson, Hjörtur Hermannsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson.