FME rannsakar lögmæti ákvörðunar VR

Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar þá ákvörðun VR að draga til baka umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. FME hefur jafnframt tilkynnt stjórnarformanni sjóðsins að hann sitji áfram þar til stjórnarfundur VR hefur verið haldinn.

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, F­ME, hefur til skoð­unar þá ákvörð­un VR­ að draga til baka umboð stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóð­i verzl­un­ar­manna. Unnur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri F­ME, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að eft­ir­litið muni rann­saka hvernig málið sé vaxið og hvort farið hafi verið eftir lög­um, til að mynda hvort það séu rétt kjörnir stjórn­ar­menn sem taki ákvarð­an­ir. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur jafn­framt til­kynnt ­stjórn­ar­for­mann­i ­sjóðs­ins að eft­ir­litið telji að stjórn­ar­menn­irnir sitji áfram í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna þar til stjórn­ar­fund­ur VR­ hefur verið hald­inn.

Trún­að­ar­brestur gagn­vart stjórn­ar­mönnum

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­sjóð­i verzl­un­ar­manna ­síð­ast­lið­inn fimmtu­dag var sam­­­­þykkt að aft­­­­ur­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­ar­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­sjóðs verzl­un­ar­manna og var að auki sam­­­­þykkt til­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­ar­­­­menn til­­ bráða­birgða. Áður­­ hafði stjórn­­ VR­­ lýst yfir trún­­­­að­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­ar­­­­mönnum félags­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­legra vaxta verð­­­­tryggðra sjóð­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­lækk­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­samn­ing­i.

Fjár­­­mála­eft­ir­litið birti á vef sínum þann 19. júní áminn­ingu í til­­efni frétta um að stétt­­ar­­fé­lag hefði til skoð­unar að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna sem félagið hafði þegar til­­­nefnt í stjórn líf­eyr­is­­sjóðs. Fjár­­­mála­eft­ir­litið benti því á þær kröfur sem gerðar eru til starf­­semi líf­eyr­is­­sjóða sam­­kvæmt lög­­­um. Fjár­­­mála­eft­ir­litið telur að stjórn­­­ar­­mönnum líf­eyr­is­­sjóða sé óheim­ilt að beita sér fyrir því að líf­eyr­is­­sjóð­i ­­séu nýttir í öðrum til­­­gangi en þeim sem lýst er í lögum um starf­­semi líf­eyr­is­­sjóða.  

Auglýsing

Full­kom­lega lög­leg aðgerð 

VR svar­aði í gær áminn­ingu Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins og sagði aðgerð­ina vera lög­lega. „Þessa sneið fáum við frá Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu vegna þeirr­­ar ­­full­kom­lega lög­­legu aðgerðar okkar að draga umboð núver­andi stjórn­­­ar­­manna okkar í Líf­eyr­is­­sjóð­i verzl­un­ar­manna til baka og skipa þar nýtt fólk eins og er okkar hlut­verk og ábyrgð,“ segir í svari VR.

„Þegar stjórn­­­ar­­menn VR í líf­eyr­is­­sjóðnum standa að ákvörðun sem gengur þvert gegn þess­­ari sátt og mik­il­vægu stefn­u VR­­ og hækkar vexti á íbúða­lán­um, þrátt fyrir að vextir á mark­aði hafa lækk­­að, sit­­ur VR­­ ekki þög­ult hjá.“ 

Í svar­inu segir jafn­­framt að Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið hljót­i að eiga að haga sínu eft­ir­liti þannig að hags­munir neyt­enda séu varð­­ir. „Hvernig væri nú að Fjár­­­mála­eft­ir­litið sinnti þessum skyldum og gætti hags­muna lán­tak­enda eins og þeir gæta hags­muna fjár­­­magns­eig­enda?“

Í svari VR­ er jafn­framt tekið fram að ­stjórn­ar­menn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna eru og hafa verið skip­aðir af þeim aðilum sem að sjóðnum standa en ekki verið kosnir á árs­fundi eða á sjóðs­fé­lags­fundi.

Eiga ein­ung­is að starfa eftir eigin sam­visku

Unnur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að stjórn­ar­for­menn séu ­sjálf­stæð­ir í vinnu­brögðum og þeir sem til­nefni í stjórnir eigi ekki að segja stjórn­ar­mönnum fyrir verk­um. „Þeir eiga ein­ungis að starfa eftir eigin sam­visku og þeim lögum sem eru í gild­i,“ segir hún. 

Unnur segir jafn­framt að stjórn­ar­menn eigi almennt rétt á að sitja í stjórn séu þeir kosnir með lög­legum hætti á aðal­fund­i. Því verður að gera ráð fyrir að ákveði stjórn­ar­maður að víkja úr sæti taki vara­mað­ur, sem þegar hefur verið kos­inn á aðal­fundi, sæti hans.

„Við munum vanda til verka við að rann­saka hvernig málið er vaxið og hvort farið hafi verið að lög­um, til að mynda hvort það séu rétt kjörnir stjórn­ar­menn sem taki ákvarð­an­ir. Það er mik­il­vægt einkum þegar um er að ræða ríka almanna­hags­muni eins og rekstur líf­eyr­is­sjóðs,“ segir Unn­ur 

FME telur að stjórnin sitji áfram 

Ólafur Reimir Gunn­ar­son, einn þeirra ­stjórn­ar­manna ­sem sat í umboð­i VR í stétt­ar­fé­lagi Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að fjár­mála­eft­ir­litið hafi til­kynnt honum að hann sé enn stjórn­ar­for­maður sjóðs­ins. „FME er búið að hafa sam­band við mig og telur að við sitjum áfram í stjórn­inni þar til stjórn­ar­fundur hafi verið hald­inn hjá VR. Maður kærir sig auð­vitað ekki um að sitja í óþökk fólks en það er alvar­legt ef verið er að brjóta lög,“ segir Ólafur Reim­ar. 

Ólafur segir jafn­framt í sam­tali við blaðið að frá­far­and­i ­stjórn hafi leitað álits lög­fræð­ings. Það liggi von­andi fyrir í næstu viku. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, vara­for­maður stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna segir auk þess í sam­tali við Morg­un­blaðið að lög­fræð­ingur Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna væri að skoða rétt­mæti ákvörð­un­ar­inn­ar. „Ég get einnig stað­fest að við erum að láta óháðan sér­fræð­ing í félaga­rétti skoða hvort hægt sé að gera þetta með þessum hætti sem gert var.“

Ragnar Þór Ing­ólfs­son segir hins vegar í sam­tali við Morg­un­blaðið að regl­urnar séu skýrar um að Full­trúa­ráð VR­ ­megi aft­ur­kalla umboð ­stjórnamma hvenær sem það vill. „Við erum í fullum rétti að gera þetta, regl­urnar eru alveg kýr­skýr­ar. Full­trúa­ráð VR­ má aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna hvenær sem það vill, það eru regl­urnar sem við höfum og það er eng­inn ágrein­ingur um það innan okkar raða,“ segir Ragnar Þór.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent