Stjórnendum ríkisins verða greidd frammistöðulaun

Í nýrri stjórnendastefnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að innleiða eigi frammistöðumat fyrir alla stjórnendur ríkisins sem mun hafa áhrif á launasetningu þeirra.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur gefið út stjórn­enda­stefnu rík­is­ins sem er fyrsta heild­stæða stefnan um starfs­um­hverfi for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana, ráðu­neyt­is­stjóra og ann­ara sem hafa stjórnun að meg­in­starfi hjá rík­inu. Í stefn­unni segir að búa þurfi stjórn­endum umhverfi þar sem eft­ir­sókn­ar­vert er að starfa og tæki­færi gefst til að efl­ast og þró­ast í starf­i. ­Stefn­unn­i ­fylgir aðgerða­á­ætlun til næstu þriggja ára en sam­kvæmt henni er áætlað að inn­leiða frammi­stöðu­mat fyrir alla stjórn­endur rík­is­ins sem mun hafa á­hrif á launa­setn­ingu þeirra.

Eft­ir­sókn­ar­vert starfs­um­hverfi fyrir stjórn­end­ur 

Í jan­úar á þessu ári tók gildi breytt launa­fyr­ir­komu­lag for­stöðu­manna rík­is­ins sem hluti af nýju starfs­um­hverfi stjórn­enda. Nú bygg­ist launa­röðun starfa for­stöðu­manna rík­is­ins á sam­ræmdu mats­kerfi þar sem störf þeirra eru metin með sam­bæri­legum hætti. Grunn­mat starfa skipt­ist í fjóra þætti út frá hlut­verki og eðli stofn­un­ar, færni, ábyrgð, stjórnun og umfang. 

Mynd: Fjármála- og efnhagsráðuneytiðÞetta breytta launa­fyr­ir­komu­lag er hluti af nýrri stjórn­enda­stefnu rík­is­ins sem miðar að því að bæta færni stjórn­enda og gera ríkið að eft­ir­sókn­ar­verðum vinnu­stað. Í stjórn­enda­stefn­unni sem birt var í gær, segir að liður í því að bæta stjórn­enda­færni hjá rík­inu er að skil­greina hæfn­is­kröfur sem gerðar eru til stjórn­enda. 

Í stefn­unni eru þær hæfn­is­kröfur skil­greindar í kjör­mynd stjórn­enda en sam­kvæmt stefn­unni má nota kjör­mynd­ina á ýmsa vegu, til dæmis við skil­grein­ingu á hæfn­is­þáttum við ráðn­ingar og leið­bein­ingar fyrir nýja stjórn­end­ur. Kjör­myndin á einnig að nýt­ast við mat á frammi­stöðu og ákvörðun um frek­ari starfs­þróun stjórn­enda hjá rík­in­u. 

Frammi­stöðu­launin verða greidd sam­kvæmt reglum um við­bót­ar­laun

Í stefn­unni er lögð áhersla á mik­il­vægi þess að ríkið bjóði stjórn­endum upp á sam­keppn­is­hæft starfs­um­hverfi. Það felist með­al­ ann­ar­s í því að laun þró­ist í sam­ræmi við hæfni og frammi­stöðu. Auk þess segir í stefn­unni að ­laun og almenn starfs­kjör ­stjórn­enda ­rík­is­ins skuli byggj­ast á hlut­lægum mæli­kvörðum og end­ur­metin í takt við almenna þróun. 

Auglýsing


Með stefn­unni fylgir jafn­framt aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019 til 2021. Fram­kvæmd aðgerða­á­ætl­unar er á ábyrgð fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins en um hverja aðgerð er stofn­aður vinnu­hópur með þátt­töku ráðu­neyta, for­stöðu­manna og ann­arra fag­að­ila eftir því sem við á. 

Á meðal aðgerða í áætl­un­inni er að leggja á mat á launa­kerfi for­stöðu­manna fyrir árið 2022 og inn­leiða frammi­stöðu­mat fyrir alla stjórn­endur rík­is­ins sem mun hafa áhrif á launa­setn­ing­u. Frammi­stöðu­matið verður byggt á kjör­mynd stjórn­enda­stefn­unnar og þeim hæfn­is­kröf­um ­sem þar koma fram, sam­kvæmt svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Nán­ari útfærsla frammi­stöðu­mats­ins verður hins vegar verk­efni eins aðgerða­hóps sem vinna mun í sam­ræmi við aðgerða­á­ætl­un­ina sem fylgir stefn­unni. Sá hópur hefur störf í ágúst. 

Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur jafn­framt fram að frammi­stöðu­launin verða greidd sam­kvæmt reglum um greiðslu við­bót­ar­launa for­stöðu­manna rík­is­ins. Í svar­inu segir þó að núna sé ekki hægt að segja til um  hversu mikil heild­ar­á­hrif frammi­stöðu­matið muni hafa á launa­setn­ingu stjórn­enda en í regl­unum um við­bót­ar­laun segir að: „Fjár­hæð við­bót­ar­launa skal rúm­ast innan fjár­veit­ingar við­kom­andi stofn­unar og byggja á mál­efna­legum sjón­ar­miðum og vera í takt við til­efni og í sam­ræmi við aðstæð­ur­.“ 

Fjöldi for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja hækk­uðu í launum í fyrra

Í lok árs 2016 sam­þykkti Alþingi að færa ákvörð­un­ar­vald yfir launum rík­is­for­stjóra undan kjara­ráði og til stjórna rík­is­fyr­ir­tækj­anna. Sú breyt­ing tók gildi í júlí 2017. Bene­dikt Jóhann­es­­son, sem þá var fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi bréf til stjórna allra fyr­ir­tækja í rík­­i­s­eigu í aðdrag­anda breyt­ing­anna og bað stjórnir að stilla öllum launa­hækk­­unum for­­stjóra í hóf. Í bréf­inu stendur að ástæða hafi verið til þess að „vekja sér­­­­­­staka athygli á mik­il­vægi þess að stjórnir hafi í huga áhrif launa­á­kvarð­ana á stöð­ug­­­­­­leika á vinn­u­­­­­­mark­aði og ábyrgð félag­anna í því sam­­­­­­bandi. Æski­­­­­­legt er að launa­á­kvarð­­­­­­anir séu var­kár­­­­­ar, að forð­­­­­­ast sé að ákvarða miklar launa­breyt­ingar á stuttu tíma­bili en þess í stað gætt að laun séu hækkuð með reglu­bundnum hætti til sam­ræmis við almenna launa­­­­­­þró­un.“

Í febr­úar á þessu ári vakti það hins vegar mikla athygli þegar greint var frá því að laun banka­stjóra Lands­bank­ans hefðu hækkað um 82 pró­sent frá því starfið færð­ist undan kjara­ráði árið 2017. Lands­­bank­inn er í 98,2 pró­­sent eigu íslenska rík­­is­ins. Auk þess greindu fjöl­miðlar frá því að banka­stjóri Íslands­­­banka væri með 4,2 millj­­ónir króna í mán­að­­ar­­laun, en laun hennar voru lækkuð um 14,1 pró­­sent í nóv­­em­ber 2018 eftir að hún fór fram á það við stjórn bank­ans, sem varð við því. Launin fóru úr um 4,8 millj­­ónum á mán­uði, niður í 4,2 millj­­ón­­ir. ­Laun banka­stjóra Íslands­banka voru hins vegar enn um 400 þús­und krónum hærri en hjá banka­­stjóra Lands­­bank­ans. ­Ís­lenska ríkið er eig­andi Íslands­­­banka,

Í kjöl­farið send­i ­Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, bréf til Banka­­sýslu rík­­is­ins þar sem hann óskaði þess að hún komi því með afdrátt­­ar­­lausum hætti á fram­­færi við stjórnir rík­­is­­bank­anna Íslands­­­banka og Lands­­bank­ans að „ráðu­­neytið telji að bregð­­ast eigi við þeirri stöðu sem upp er komin með taf­­ar­­lausri end­­ur­­skoðun launa­á­kvarð­ana og und­ir­­bún­­ingi að breyt­ingum á starfs­kjara­­stefn­um, sem lagðar verði fram á kom­andi aðal­­fundum bank­anna.“ Í bréf­inu sagði enn­fremur að það væri mat ráðu­­neyt­is­ins að bank­­arnir hefðu með launa­á­kvörð­unum fyrir æðstu stjórn­­endur ekki virt þau til­­­mæli sem beint var til þeirra í upp­­hafi árs 2017.

Bjarni sendi jafn­framt bréf til stjórna fyr­ir­tækja í rík­i­s­eigu í febr­úar þar sem óskað var eftir upp­­lýs­ingum um ­­launa­á­kvarð­­anir og starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra. Í svörum við bréf­ ráð­herra kom meðal ann­ars fram að laun for­stjóra Íslands­pósts höfðu hækkað um tæp 43 pró­­sent frá miðju ári 2017, þegar ákvörðun um laun hans var færð frá kjara­ráði til stjórnar Íslands­­­pósts. Auk þess hækk­uðu heild­ar­laun ­for­­­­stjóra Isa­via um 43,3 pró­­­sent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjara­ráði og laun  for­stjóra Lands­nets hækk­uðu um 37,2 pró­sent frá árinu áður.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent