Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson sýknaðir í CLN-málinu

Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru allir sýknaðir í CLN-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Kaupþing ný mynd
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður bank­ans, og Magnús Guð­munds­son, fyrrum banka­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, voru sýkn­aðir í CLN-­mál­inu fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur að því er kemur fram í frétt RÚV.

CLN-­málið snýst um meint stór­felld umboðs­svik upp á 72 millj­arða króna út úr Kaup­þingi. Í sept­em­ber síð­ast­liðnum vís­aði fjöl­­skip­aður hér­­aðs­­dómur mál­inu frá. Ástæðan var að rann­­sókn máls­ins væri ófull­nægj­andi og að hér­­aðs­sak­­sókn­­ari hafi ekki orðið við fyr­ir­­mælum Hæsta­réttar um að rann­saka málið bet­­ur. Frá þessu var greint á vef RÚV. 

Þar segir að við rann­­sókn máls­ins hafi hér­­aðs­sak­­sókn­­ari ekki leitað til Deutche Bank eða skipta­­stjóra tveggja aflands­­fé­laga til að fá upp­­lýs­ingar sem skipti höf­uð­­máli við úrlausn saka­­máls­ins. Þess í stað hafi hann ein­ungis leitað til Kaup­­þings ehf. og tekið skýrslu af lög­­­manni sem vann fyrir Deutsche Bank. Það væri ekki full­nægj­andi.

Auglýsing
Í mál­inu eru Hreiðar Már, Sig­­­­urður og Magnús ákærð­ir fyr­ir lán til Chesterf­i­eld United Inc., Partridge Mana­­gement Group S.A. og eign­­­­­ar­halds­­­­­­­­­fé­laga þeirra, sam­an­lagt um 510 millj­­­­ónir evra, eða sem nemur um 64 millj­­­­örðum króna á núver­andi geng­i. Í ákæru var því haldið fram að við lán­veit­ing­una hafi ýmsar reglur Kaup­­­­þings banka hf. verið brotn­­­­ar.

Magn­úsi Guð­­­­munds­­­­syni er gefin að sök hlut­­­­deild í brotum Hreið­­­­ars Más og Sig­­­­urð­­­­ar, en í ákærunni er lýst með hvaða hætti sá banki hafi tekið þátt í fram­­­­kvæmd kaupanna á hinum láns­hæf­istengdu skulda­bréf­­­­um.

Með þessu voru ákærðu taldir hafa stefnt fé Kaup­­­­þings banka hf. í veru­­­­lega hættu. Í ákærunni segir jafn­­­­framt um öll lán­in, en þau námu sam­tals 510 millj­­­­ónum evra, að þau hafi ekki verið greidd til baka og láns­­­­féð yrði að telj­­­­ast Kaup­­­­þingi banka hf. glat­að. Á­kærðu voru upp­­haf­­lega sýkn­aðir í hér­­aði en þeirri nið­­ur­­stöðu áfrýjað til Hæsta­réttar af hálfu ákæru­­­­valds­ins. Hann vís­aði mál­inu aftur heim í hérað til efn­is­­með­­­ferð­­ar.

Málið hefur hringl­ast í dóms­kerf­inu 

CLN-­málið hefur hringl­ast í dóms­kerf­inu þar sem í fyrstu atrennu voru allir ákærðu sýkn­aðir fyrir Hér­aðs­dómi, mál­inu var síðar aftur áfrýjað til Hæsta­réttar en nýjar upp­lýs­ingar um að Deutsche Bank í London hefði greitt þrota­búi háar fjár­hæðir bár­ust áður en það var tekið fyrir í Hæsta­rétti að nýju. Hæsti­réttur taldi að rann­saka þyrfti málið betur og var því sýknu­dóm­ur­inn í hér­aði ómerktur og vísað til lög­legrar með­ferðar á ný. Hérað vís­aði því frá og sú nið­ur­staða var kærð til Land­rettar sem vís­aði því aftur í hér­að.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um málið, þar sem kom fram að með grein­­­­ar­­­­gerð ákæru­­­­valds til Hæsta­réttar á sínum tíma fylgdi sam­komu­lag, sem gert hafði verið 12. des­em­ber 2016 milli Kaup­­­­þings ehf. sem er félag sem sér um umsýslu eigna Kaup­­­­þings banka hf. eftir að slitum á bank­­­­anum lauk, og Deutsche Bank í London.

Með sam­komu­lag­inu luku aðilar þess ágrein­ingi sem rek­inn hefur verið fyrir ýmsum dóm­stólum um kröfur Kaup­­­­þings ehf. á hendur Deutsche Bank AG um greiðslur vegna þeirra láns­hæf­istengdu skulda­bréfa sem ákæra í mál­inu tekur til. Með sam­komu­lag­inu skuld­batt bank­inn sig til þess að greiða Kaup­­­­þingi ehf. 212,5 millj­­­­ónir evra gegn því að fallið verði frá mála­­­­rekstr­in­­­­um.

Fram kom einnig að annað sam­komu­lag með áþekku efni hafi verið gert við félögin Chesterf­i­eld United Inc. og Partridge Mana­­gement Group SA, en þau voru kaup­endur að þeim láns­hæf­istengdu skulda­bréfum sem um ræðir í ákæru og þágu beint eða óbeint lán til þess frá Kaup­­­­þingi banka hf.

Deutsche Bank AG mun sam­­­­kvæmt því sam­komu­lagi einnig hafa skuld­bundið sig til þess að greiða þeim félögum 212,5 millj­­­­ónir evra, en að Kaup­­­­þing ehf. muni við upp­­­­­­­gjör einnig fá um 90 pró­sent af þeirri fjár­­­­hæð. Sam­­­­kvæmt þessu hefur Deutsche Bank AG skuld­bundið sig til þess að greiða 425 millj­­­­ónir evra vegna þeirra lána sem Kaup­­­­þing banki hf. veitti og ákæra tekur til og námu sam­tals 510 millj­­­­ónum evra.

Fjallað var um efn­is­at­riði þess­­­­arar for­m­hliðar máls­ins á vef Hæsta­rétt­­ar á sínum tíma. Þar sagði: „Það er skil­yrði þess að sak­­­­fellt verði fyrir umboðs­­­­svik sam­­­­kvæmt 249. gr. almennra hegn­ing­­­­ar­laga að ákærður maður hafi haft til­­­­­­­tekna aðstöðu til þess að skuld­binda annan mann eða lög­­­­að­ila, að hann hafi mis­­­­notað þessa aðstöðu sína og með því valdið þeim, sem hann skuld­batt, veru­­­­legri fjár­­­­tjóns­hætt­u. Þar sem ákæra í mál­inu er reist á þeim grund­velli að lánin sem Kaup­­­­þing banki hf. veitti eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lögum þeim sem í ákæru grein­ir, sam­tals að fjár­­­­hæð 510.000.000 evr­­­­­­­ur, hafi ekki greiðst til baka og séu Kaup­­­­þingi banka hf. glötuð, en nú hefur verið lagt fram sam­komu­lag sem felur í sér að Deutsche Bank AG hefur skuld­bundið sig til að greiða 425.000.000 evrur af þeirri fjár­­­­hæð hefur Hæst­i­­­­réttur tekið ákvörðun um að nauð­­­­syn­­­­legt verði að saka­­­­málið gegn ákærðu verði í fyrstu umferð að minnsta kosti flutt um tvö atriði, sem lúta að formi þess.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent