Glencore Aluminum og Trimet Aluminum hafa lýst yfir áhuga á að kaupa eignir Rio Tinto á Íslandi, Svíþjóð og Hollandi, samkvæmt heimildum The New York Times. Eignirnar eru metnar á allt að 350 milljónir Bandaríkjadala.
Rio Tinto á Íslandi gáfu engin svör við fyrirspurn Kjarnans um málið. Enn fremur segir í frétt The New York Times að Rio Tinto í Bandaríkjunum hafi engin svör gefið við fyrirspurn þeirra.
Auglýsing
Í maí 2018 var Rio Tinto í söluferli þegar ríkisstjórnin veitti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra umboð til að veita skriflegt samþykki við fyrirhugaðri sölu á öllum eignarhlutum í Rio Tinto á Íslandi hf. frá Alcan Holding Switzerland AG til Hydro Aluminium AS, vegna álversins í Straumsvík.
Fallið var frá þeirri sölu í september á síðasta ári, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Langur tími var áætlaður að fá samþykki frá evrópskum samkeppnisyfirvöldum. Enn fremur var tap Rio Tinto á síðasta ári 5,5 milljarðar.