Alls hafa 20 þúsund evrur, eða tæpar þrjár milljónir króna, safnast í Málfrelsissjóð, en söfnunin hófst 21. júní. Sjóðurinn mun standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi.
Fjórar konur hafa efnt til söfnunar á Karolinafund fyrir Málfrelsissjóð sem mun geta staðið undir málsvarnarlaunum og skaðabótum sem konur gætu þurft að greiða vegna ummæla um kynbundið ofbeldi.
Hvílíkar viðtökur! Hvílík samheldni! Þúsund þakkir til 432 stuðningsaðila málfrelsis þolenda á Íslandi. Og hvatning til...
Posted by Sóley Tómasdóttir on Wednesday, July 10, 2019
Dómur Hildar og Oddnýjar fordæmisgefandi
Í viðtali við Kjarnann í júní sagði Anna Lotta dóminn gegn Oddnýju Aradóttur og Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, sem dæmdar voru til að greiða miskabætur vegna ummæla sinna í kjölfar hins svokallaða Hlíðamáls, væri fordæmisgefandi. Anna Lotta sagði að stofnendur sjóðsins væru að berjast fyrir því að fá réttarkerfinu breytt og að gefið væri að Oddný og Hildur myndu fá úr sjóðnum.
„Það er ekkert verið að dæma harðar eða oftar í kynferðisbrotamálum, en þá virðist með þessum dómi vera komið tiltölulega gott vopn gegn konum sem tjá sig um kynferðisofbeldi, að það sé hægt að kæra þær fyrir meiðyrði,“ sagði Anna Lotta.