Hagvöxtur Kína sá lægsti í 27 ár

Hagvöxtur í Kína er 6,3 prósent það sem af er ári. Aukin einkaneysla, fjárfestingar í húsnæði og innviðum drífa hagkerfið áfram.

Bandaríkin Kína tollar gámar vöruflutningar viðskipti
Auglýsing

Það sem af er ári hefur hag­kerfi Kína vaxið um 6,3 pró­sent sem er í sam­ræmi við 6 til 6,5 pró­sent hag­vaxt­ar­mark­mið kín­verskra stjórn­valda árið 2019. Hag­vöxtur á seinni árs­fjórð­ungi var 6,2 pró­sent miðað við 6,4 pró­sent á þeim fyrri. Þetta kemur fram í frétt Xin­hua, kín­versks rík­is­mið­ils. 

The New York Times bendir á að hag­vöxt­ur­inn sé sá lægsti í 27 ár. Bent er á að við­skipta­stríð Kína við Banda­ríkin gæti verið að hægja á hag­vexti Kína. Enn fremur geti kóln­andi heims­hag­kerfi hægt á útflutn­ingi Kína, til að mynda til Evr­ópu og öðrum Asíu­ríkj­um.

Auglýsing
Samkvæmt tals­manni Hag­stofu Kína er hag­vöxtur Kína almennt stöð­ugur þrátt fyrir kóln­andi heims­hag­kerfi og er Kína enn það hag­kerfi sem stækki hvað hrað­ast. Inn­lend neysla heldur áfram að aukast ásamt fjár­fest­ingum og sölu á þjón­ustu, að því er kemur fram í frétt Xin­hua.

Einka­neysla eykst

Garð­yrkju­ræktun jókst um 3,9 pró­sent sem hefur aldrei verið meiri og hefur einka­neysla auk­ist um 8,4 pró­sent það sem af er ári. Atvinnu­leysi í júlí stendur nú í 5,1 pró­sentum sem er 0,1 pró­sentu­stiga aukn­ing frá mán­uð­inum áður. Atvinnu­leysi meðal fólks á aldr­inum 25 til 59 ára er 4,6 pró­sent.

Fjár­fest­ingar í hús­næði hafa auk­ist um 15,8 pró­sent það sem af er ári og er það 0,5 pró­sentu­stiga lækkun frá því í fyrra. Miklar fjár­fest­ingar eru í hús­næði í borgum vegna þeirra gíf­ur­legu mann­flutn­inga sem hafa átt sér stað í Kína úr sveitum í borgir á síð­ustu árum og ára­tug­um. 

Gíf­ur­legum fjár­hæðum varið í inn­viði

Kín­versk yfir­völd fjár­festa nú gíf­ur­legum fjár­hæðum í að byggja upp inn­viði sína og fjár­festa í innviðum ann­arra landa. Það er hluti af inn­viða- og fjár­fest­inga­verk­efni for­seta Kína, Xi Jin­p­ing, sem nefn­ist Belti og braut

Með auk­inni inn­viða­bygg­ingu í bæði nær- og fjær­ríkjum Kína mun flutn­inga­geta aukast, þar með muni við­skipti Kína við önnur ríki aukast. Ýmsir fræði­menn hafa bent á að Kína vilji verða tækni­vædd­ara og auka þróun ýmissa hér­aða sinna. Einka­neyslu þurfi einnig að auka til að halda uppi hag­vexti rík­is­ins og muni þar að auki styrkja gjald­miðil rík­is­ins. 

Stærra net hafna í Ind­lands­hafi mun einnig tryggja Kína aðgengi að sjó­leiðum sem er bráð­nauð­syn­legt fyrir ríki eins og Kína sem byggir sinn efna­hag að mestu á útflutn­ingi.

Mat­ar­kostn­aður 29 pró­sent útgjalda

Hvað varðar neyslu kín­versks almenn­ings í borgum er um 29 pró­sent alls kostn­aðar kostn­aður við mat og 23 pró­sent kostn­aður við hús­næði. Þar á eftir fer um 13 pró­sent í sam­göngur og 10 pró­sent í skemmt­un.

Neysla kínversks almennings. Heimild: Xinhua.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent