Hagvöxtur Kína sá lægsti í 27 ár

Hagvöxtur í Kína er 6,3 prósent það sem af er ári. Aukin einkaneysla, fjárfestingar í húsnæði og innviðum drífa hagkerfið áfram.

Bandaríkin Kína tollar gámar vöruflutningar viðskipti
Auglýsing

Það sem af er ári hefur hag­kerfi Kína vaxið um 6,3 pró­sent sem er í sam­ræmi við 6 til 6,5 pró­sent hag­vaxt­ar­mark­mið kín­verskra stjórn­valda árið 2019. Hag­vöxtur á seinni árs­fjórð­ungi var 6,2 pró­sent miðað við 6,4 pró­sent á þeim fyrri. Þetta kemur fram í frétt Xin­hua, kín­versks rík­is­mið­ils. 

The New York Times bendir á að hag­vöxt­ur­inn sé sá lægsti í 27 ár. Bent er á að við­skipta­stríð Kína við Banda­ríkin gæti verið að hægja á hag­vexti Kína. Enn fremur geti kóln­andi heims­hag­kerfi hægt á útflutn­ingi Kína, til að mynda til Evr­ópu og öðrum Asíu­ríkj­um.

Auglýsing
Samkvæmt tals­manni Hag­stofu Kína er hag­vöxtur Kína almennt stöð­ugur þrátt fyrir kóln­andi heims­hag­kerfi og er Kína enn það hag­kerfi sem stækki hvað hrað­ast. Inn­lend neysla heldur áfram að aukast ásamt fjár­fest­ingum og sölu á þjón­ustu, að því er kemur fram í frétt Xin­hua.

Einka­neysla eykst

Garð­yrkju­ræktun jókst um 3,9 pró­sent sem hefur aldrei verið meiri og hefur einka­neysla auk­ist um 8,4 pró­sent það sem af er ári. Atvinnu­leysi í júlí stendur nú í 5,1 pró­sentum sem er 0,1 pró­sentu­stiga aukn­ing frá mán­uð­inum áður. Atvinnu­leysi meðal fólks á aldr­inum 25 til 59 ára er 4,6 pró­sent.

Fjár­fest­ingar í hús­næði hafa auk­ist um 15,8 pró­sent það sem af er ári og er það 0,5 pró­sentu­stiga lækkun frá því í fyrra. Miklar fjár­fest­ingar eru í hús­næði í borgum vegna þeirra gíf­ur­legu mann­flutn­inga sem hafa átt sér stað í Kína úr sveitum í borgir á síð­ustu árum og ára­tug­um. 

Gíf­ur­legum fjár­hæðum varið í inn­viði

Kín­versk yfir­völd fjár­festa nú gíf­ur­legum fjár­hæðum í að byggja upp inn­viði sína og fjár­festa í innviðum ann­arra landa. Það er hluti af inn­viða- og fjár­fest­inga­verk­efni for­seta Kína, Xi Jin­p­ing, sem nefn­ist Belti og braut

Með auk­inni inn­viða­bygg­ingu í bæði nær- og fjær­ríkjum Kína mun flutn­inga­geta aukast, þar með muni við­skipti Kína við önnur ríki aukast. Ýmsir fræði­menn hafa bent á að Kína vilji verða tækni­vædd­ara og auka þróun ýmissa hér­aða sinna. Einka­neyslu þurfi einnig að auka til að halda uppi hag­vexti rík­is­ins og muni þar að auki styrkja gjald­miðil rík­is­ins. 

Stærra net hafna í Ind­lands­hafi mun einnig tryggja Kína aðgengi að sjó­leiðum sem er bráð­nauð­syn­legt fyrir ríki eins og Kína sem byggir sinn efna­hag að mestu á útflutn­ingi.

Mat­ar­kostn­aður 29 pró­sent útgjalda

Hvað varðar neyslu kín­versks almenn­ings í borgum er um 29 pró­sent alls kostn­aðar kostn­aður við mat og 23 pró­sent kostn­aður við hús­næði. Þar á eftir fer um 13 pró­sent í sam­göngur og 10 pró­sent í skemmt­un.

Neysla kínversks almennings. Heimild: Xinhua.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent