Frá árinu 1996 hafa flestir erlendir ríkisborgara sem búsettar hafi verið hér á landi verið frá Póllandi. Þann 1. janúar bjuggu 1.038 einstaklingar sem annað hvort fæddust í Póllandi eða voru með pólskt ríkisfang hér á landi en í júlí 2019 voru þeir orðnir 19.909. Fjöldi Pólverja hér á landi hefur því rúmlega 19 faldast á 20 árum.
Fleiri en heildaríbúafjöldi Reykjanesbæjar eða Garðabæjar
Í nýjustu tölum Þjóðskrár um fjölda íbúa eftir ríkisfangi kemur fram að þann 1. júlí 2019 voru 46.717 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi og að þeim hafi fjölgað um 5,8 prósent á síðustu sjö mánuðum.
Þar af voru tæplega 20.000 ríkisborgarar frá Póllandi en þeim hefur fjölgað um 3,7 prósent frá síðasta desember. Til að setja þá tölu í samhengi þá voru íbúar Reykjanesbæjar 18.922 í janúar 2019 og íbúar Garðabæjar 16.299.
Einstaklingar með pólskt ríkisfang hafa verið fjölmennastir erlendra ríkisborgara frá árinu 1996. Á þessu var þó undantekning árið 2004, þegar einstaklingar með portúgalskt ríkisfang voru fjölmennastir aðfluttra erlendra ríkisborgarar. Fyrir árið 1996 voru danskir ríkisborgara oftast fjölmennastir erlendra ríkisborgara sem fluttust til landsins.
Í tölum Þjóðskrár má einnig sjá að í byrjun júlí 2019 voru 4.388 einstaklingar með litháískt ríkisfang hér á land en þeim fjölgaði um 7,2 prósent frá 1. desember 2018.
Flutningsjöfnuðurinn aldrei verið hærri en síðustu tvö ár
Árið 2018 fluttust 6.556 fleiri til Íslands en frá landinu. Það eru nokkuð færri en metárið 2017 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 8.240. Flutningsjöfnuður hefur aldrei verið hærri en síðustu tvö ár en næst þeim koma árin 2006 og 2007 þegar um 5.200 fleiri fluttust til landsins en frá því.
Í fyrra fluttust alls 3.897 einstaklingar með pólskt ríkisfang til landsins og Pólverjar voru einnig fjölmennastir þeirra erlendu ríkisborgara sem fluttu frá landinu árið 2018 eða alls 1.707 einstaklingar.