Staðfest er að hin þýska Ursula von der Leyen sé næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og verður hún þar með fyrsta konan til að gegna því embætti.
Von der Leyen mun taka við af Jean-Claude Juncker sem hefur verið forseti framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2014. Ursula von der Leyen hefur stuðning
https://www.bbc.com/news/world-europe-48847200
bæði Angelu Merkel og Emmanuel Macron. Hún er hagfræðingur frá London School of Economics og lærði enn fremur læknisfræði í Hanover. Hún er einnig í sama stjórnmálaflokki og Merkel í Þýskalandi.Vil sterka sameinaða Evrópu
Við tilkynningu úr niðurstöðum kosninganna um hvort von der Leyen myndi taka við stöðunni sagði hún „traustið sem þið berið til mín er trú ykkar á Evrópu, trú á sameinaða og sterka Evrópu, frá austri til vesturs, frá suðri til norðurs.“
Von der Leyen er stuðningsmaður meiri samþættingu Evrópu sem hefur gert ýmsar öfga-hægri ríkistjórnir í Evrópu andsnúna henni, til að mynda í Ungverjalandi.
Hvað gerir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins?
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samanstendur af einum nefndarmanni frá hverju meðlimaríki Evrópusambandsins, því eru alls 28 nefndarmenn. Forseti framkvæmdastjórnarinnar ákveður auk þess hvaða nefndarmaður mun bera ábyrgð á hvaða málefni innan stjórnarinnar.
Framkvæmdastjórnin stingur upp á nýjum Evrópulögum við Evrópuþingið ásamt því sem hún kemur nýrri lögleiðingu í framkvæmd. Jafnframt kemur hún ákvörðunum Ráðherraráðs Evrópu í framkvæmd og sér framkvæmdastjórnin um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins.
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópu er að vissu leiti talsmaður Evrópusambandsins innan alþjóðastofnana, sérstaklega þegar kemur að viðskiptum og mannúðarstörfum. Enn fremur fer forsetinn fyrir samningsnefnd um alþjóðasamninga ESB.