Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög, the Office for Budget Responsibility, OBR. Samdrátturinn mun líklega nema tveimur prósentum við lok árs 2020. Þetta kemur fram í frétt BBC.
OBR telur að breskur efnahagur myndi dragast saman árið 2020 en ná að einhverju leiti að jafna sig árið 2021. Þetta væri einna helst vegna mikillar efnahagslegrar óvissu sem myndi fæla frá fjárfestingar auk þess sem tollar ESB myndu fara út í verðlag.
OBR þarf samkvæmt lögum að meta allar áhættur er varða fjármál hins opinbera og sér stofnunin fram á minnkun ríkistekna sem lækki hlutfallslega meira en upphæðin sem Bretland borgi nú til ESB.
Til langs tíma verður einnig skaði, samkvæmt skýrslu stofnunarinnar. Spá Seðlabanka Englands er þó mun svartsýnni, samkvæmt BBC. Sú spá gerir ráð fyrir að náist ekki samningar myndi það valda verri kreppu í Bretlandi en efnahagskreppan 2008.