Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun um að kalla formlega eftir því að yfirvöld í Hong Kong dragi formlega til baka hin umdeildu framsalslög í Hong Kong. South China Morning Post greinir frá.
Framsalslögunum var frestað í júní í kjölfar harðra fjöldamótmæla. Mótmælendur töldu að lögin gætu auðveldað framsal á almennum borgurum Hong Kong til Kína og myndu gera kínverskum stjórnvöldum kleift að rétta yfir fólki á meginlandi Kína í stað fyrir í Hong Kong. Til harðra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu og þurftu fjölmargir að leita á sjúkrahús.
Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér tilkynningu þar sem evrópsku stjórnmálamennirnir voru sakaðir um hræsni þar sem hún beini fingrum og skipi yfirvöldum Hong Kong fyrir.
Eve Geddie, framkvæmdastjóri Evrópudeildar mannréttindasamtakanna Amnesty International, tók undir gagnrýnina og sagði Evrópuríki sjálf þurfa að hætta að nota táragas og gúmmíkúlur þar sem það gæti verið notað gegn friðsamlegum mótmælendum.