Ricardo A. Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, mun láta af störfum 2. ágúst næstkomandi. Afsögn hans kemur í kjölfar mótmæla sem hafa staðið yfir í rúmlega viku og hundruðir þúsunda íbúa eyjunnar hafa tekið þátt í.
Mótmælin brutust út eftir að blaðamenn komust yfir um 900 blaðsíður af afritum af símskeytum Rosselló og vina hans. Skeytin voru afar bíræfin, full kvenfyrirlitningar og fordóma gagnvart samkynhneigðum.
Auglýsing
Afsögn Rosselló var óumflýjanleg eftir að fjölmargir samflokksmenn hans í Nýja framfaraflokknum sögðust ekki styðja hann lengur. Auk þess sögðu þingmenn munu leggja fram kæru á hendur Rosselló vegna brota í embættisstöðu, segði hann ekki af sér.
Fjölmennustu mótmæli í sögu Púertó Ríkó
Hundruð þúsunda mótmælenda flykktust á götur Púertó Ríkó í vikunni og lokuðu fyrir hraðbrautir og samgöngur í höfuðborginni og kröfðust afsagnar ríkisstjórans. Mótmælin eru með þeim stærstu í sögu eyjunnar, að því er kemur fram í frétt The New York Times.