Ríkisstjóri Púertó Ríkó segir af sér

Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, mun láta af störfum þann 2. ágúst næstkomandi vegna fjölmennra mótmæla síðustu viku. Mótmælin koma í kjölfar leka á símskeytum ríkisstjórans sem voru afar bíræfin.

Rosselló er fyrir miðju á myndinni
Rosselló er fyrir miðju á myndinni
Auglýsing

Ricardo A. Rosselló, rík­is­stjóri Púertó Ríkó, mun láta af störfum 2. ágúst næst­kom­andi. Afsögn hans kemur í kjöl­far mót­mæla sem hafa staðið yfir í rúm­lega viku og hund­ruðir þús­unda íbúa eyj­unnar hafa tekið þátt í. 

Mót­­mælin brut­ust út eftir að blaða­­menn komust yfir um 900 blað­­síður af afritum af sím­­skeytum Rosselló og vina hans. Skeytin voru afar bíræf­in, full kven­­fyr­ir­litn­ingar og for­­dóma gagn­vart sam­kyn­hneigð­­um.

Auglýsing
Þegar Rosselló til­kynnti um afsögn sína í gær fögn­uðu mót­mæl­endur sem voru fyrir utan hús hans ákaft. Rosselló sagð­ist vera fullur auð­mýktar í ávarpi sínu sem var sjón­varp­að. Wanda Vázquez mun taka við af Rosselló, en hún er núver­andi dóms­mála­ráð­herra. 

Af­sögn Rosselló var óum­flýj­an­leg eftir að fjöl­margir sam­flokks­menn hans í Nýja fram­fara­flokknum sögð­ust ekki styðja hann leng­ur. Auk þess sögðu þing­menn munu leggja fram kæru á hendur Rosselló vegna brota í emb­ætt­is­stöðu, segði hann ekki af sér. 

Fjöl­menn­ustu mót­mæli í sögu Púertó Ríkó

Hund­ruð þús­unda mót­­mæl­enda flykkt­ust á götur Púertó Rík­ó í vik­unni og lok­uðu fyrir hrað­brautir og sam­­göngur í höf­uð­­borg­inni og kröfð­ust afsagnar rík­­is­­stjór­ans. Mót­­mælin eru með þeim stærstu í sögu eyj­unn­­ar, að því er kemur fram í frétt The New York Times. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent