Google hættir við leitarvél sem ritskoðar

Google hefur formlega hætt við leitarvélina Dragonfly sem átti að vera sérstök leitarvél fyrir kínverskan markað. Leitarvélinni var ætlað að ritskoða efni í samvinnu við kínversk stjórnvöld og var í kjölfarið harðlega gagnrýnd.

Google - Logo
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri Goog­le, Karan Bhatia, hefur nú form­lega stað­fest að hætt hafi verið við fram­leiðslu Dragon­fly leit­ar­vél­ar­innar sem er í fyrsta sinn sem það hefur verið stað­fest opin­ber­lega. Blaða­menn the Intercept ljóstr­uðu upp um leit­ar­vél­ina, en áður hafði mikil leynd hvílt yfir verk­efn­in­u. 

Skjölin sem blaða­menn­irnir komust yfir sýndu fram á að leit­ar­vélin myndi koma í veg fyrir að hægt væri að skoða ákveðnar vef­síður og leit­ar­orð um mann­rétt­indi, lýð­ræði, trú­ar­brögð og frið­sæl mót­mæli. Í kjöl­farið hefur Google verið harð­lega gagn­rýnt og gagn­rýnendur bent á að leit­ar­vélin gæti nýst kín­verskum yfir­völdum til að stjórna hvað not­endur gætu skoðað og les­ið. 

Auglýsing
Starfsmenn Google ósáttir við leit­ar­vél­ina

Hund­ruð starfs­manna Google hafa skrifað undir opin­bert bréf þar sem Dragon­fly verk­efnið er for­dæmt. Starfs­menn­irnir vilja ekki að tækni verði notuð gegn fólki. Leit­ar­vélin gæti orðið for­dæm­is­gef­andi og erf­ið­ara yrði fyrir Google að neita öðrum ríkjum en Kína um hið sama. Þeir taka jafn­framt undir gagn­rýni mann­rétt­inda­sam­tak­anna Amnesty International sem hafa for­dæmt leit­ar­vél­ina. 

Íslands­deild Amnesty International sendi til­kynn­ingu frá sér í gær þar sem fagnað var að hætt hefði verið við Dragon­fly. Íslands­deildin tók málið upp í netá­kalli og SMS-að­gerða­neti í des­em­ber 2018 þar sem kraf­ist var að fallið yrði frá verk­efn­inu, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni. Sam­kvæmt Íslands­deild Amnesty International átti kín­verskum not­endum Dragon­fly að vera mein­aður aðgangur að vef­síðum eins og Face­book og Wikipedia, auk þess sem leit­ar­orð eins og „mann­rétt­indi“ yrðu bönn­uð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent