Google hættir við leitarvél sem ritskoðar

Google hefur formlega hætt við leitarvélina Dragonfly sem átti að vera sérstök leitarvél fyrir kínverskan markað. Leitarvélinni var ætlað að ritskoða efni í samvinnu við kínversk stjórnvöld og var í kjölfarið harðlega gagnrýnd.

Google - Logo
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri Goog­le, Karan Bhatia, hefur nú form­lega stað­fest að hætt hafi verið við fram­leiðslu Dragon­fly leit­ar­vél­ar­innar sem er í fyrsta sinn sem það hefur verið stað­fest opin­ber­lega. Blaða­menn the Intercept ljóstr­uðu upp um leit­ar­vél­ina, en áður hafði mikil leynd hvílt yfir verk­efn­in­u. 

Skjölin sem blaða­menn­irnir komust yfir sýndu fram á að leit­ar­vélin myndi koma í veg fyrir að hægt væri að skoða ákveðnar vef­síður og leit­ar­orð um mann­rétt­indi, lýð­ræði, trú­ar­brögð og frið­sæl mót­mæli. Í kjöl­farið hefur Google verið harð­lega gagn­rýnt og gagn­rýnendur bent á að leit­ar­vélin gæti nýst kín­verskum yfir­völdum til að stjórna hvað not­endur gætu skoðað og les­ið. 

Auglýsing
Starfsmenn Google ósáttir við leit­ar­vél­ina

Hund­ruð starfs­manna Google hafa skrifað undir opin­bert bréf þar sem Dragon­fly verk­efnið er for­dæmt. Starfs­menn­irnir vilja ekki að tækni verði notuð gegn fólki. Leit­ar­vélin gæti orðið for­dæm­is­gef­andi og erf­ið­ara yrði fyrir Google að neita öðrum ríkjum en Kína um hið sama. Þeir taka jafn­framt undir gagn­rýni mann­rétt­inda­sam­tak­anna Amnesty International sem hafa for­dæmt leit­ar­vél­ina. 

Íslands­deild Amnesty International sendi til­kynn­ingu frá sér í gær þar sem fagnað var að hætt hefði verið við Dragon­fly. Íslands­deildin tók málið upp í netá­kalli og SMS-að­gerða­neti í des­em­ber 2018 þar sem kraf­ist var að fallið yrði frá verk­efn­inu, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni. Sam­kvæmt Íslands­deild Amnesty International átti kín­verskum not­endum Dragon­fly að vera mein­aður aðgangur að vef­síðum eins og Face­book og Wikipedia, auk þess sem leit­ar­orð eins og „mann­rétt­indi“ yrðu bönn­uð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent