Google hættir við leitarvél sem ritskoðar

Google hefur formlega hætt við leitarvélina Dragonfly sem átti að vera sérstök leitarvél fyrir kínverskan markað. Leitarvélinni var ætlað að ritskoða efni í samvinnu við kínversk stjórnvöld og var í kjölfarið harðlega gagnrýnd.

Google - Logo
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri Goog­le, Karan Bhatia, hefur nú form­lega stað­fest að hætt hafi verið við fram­leiðslu Dragon­fly leit­ar­vél­ar­innar sem er í fyrsta sinn sem það hefur verið stað­fest opin­ber­lega. Blaða­menn the Intercept ljóstr­uðu upp um leit­ar­vél­ina, en áður hafði mikil leynd hvílt yfir verk­efn­in­u. 

Skjölin sem blaða­menn­irnir komust yfir sýndu fram á að leit­ar­vélin myndi koma í veg fyrir að hægt væri að skoða ákveðnar vef­síður og leit­ar­orð um mann­rétt­indi, lýð­ræði, trú­ar­brögð og frið­sæl mót­mæli. Í kjöl­farið hefur Google verið harð­lega gagn­rýnt og gagn­rýnendur bent á að leit­ar­vélin gæti nýst kín­verskum yfir­völdum til að stjórna hvað not­endur gætu skoðað og les­ið. 

Auglýsing
Starfsmenn Google ósáttir við leit­ar­vél­ina

Hund­ruð starfs­manna Google hafa skrifað undir opin­bert bréf þar sem Dragon­fly verk­efnið er for­dæmt. Starfs­menn­irnir vilja ekki að tækni verði notuð gegn fólki. Leit­ar­vélin gæti orðið for­dæm­is­gef­andi og erf­ið­ara yrði fyrir Google að neita öðrum ríkjum en Kína um hið sama. Þeir taka jafn­framt undir gagn­rýni mann­rétt­inda­sam­tak­anna Amnesty International sem hafa for­dæmt leit­ar­vél­ina. 

Íslands­deild Amnesty International sendi til­kynn­ingu frá sér í gær þar sem fagnað var að hætt hefði verið við Dragon­fly. Íslands­deildin tók málið upp í netá­kalli og SMS-að­gerða­neti í des­em­ber 2018 þar sem kraf­ist var að fallið yrði frá verk­efn­inu, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni. Sam­kvæmt Íslands­deild Amnesty International átti kín­verskum not­endum Dragon­fly að vera mein­aður aðgangur að vef­síðum eins og Face­book og Wikipedia, auk þess sem leit­ar­orð eins og „mann­rétt­indi“ yrðu bönn­uð. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent