Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að núverandi Brexit sé samningur sé sá eini mögulegi og ekki verði hægt að semja um annan betri. Það er í andstöðu við það sem Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, hefur haldið fram.
Boris hefur í kosningabaráttu sinni jafnt sem eftir að hann tók við forsætinu haldið því fram að hann muni geta samið um annan Brexit samning sem verði Bretlandi hagstæðari. Jafnframt muni hann vera búinn að semja um nýjan Brexit samning við ESB þann 31. október næstkomandi.
Samkvæmt heimildamönnum the Guardian er Juncker tilbúinn að bæta nýjum skilyrðum við samninginn svo lengi sem þau séu sambærileg við núverandi samning.
Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagði Boris Bretland, hafandi gengið úr ESB, árið 2050 verða „besta og farsælasta hagkerfi Evrópu með nýjum fríverslunarsamningum.“
Írar og Skotar áhyggjufullir
Írska ríkisstjórnin hefur lýst yfir áhyggjum sínum yfir nálgun Borisar gagnvart Brexit. Landbúnaðarráðherra Írlands sagði að afstaða hinnar nýju bresku ríkisstjórnar væri Írum kvíðvænleg.
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur nú þegar sent forsætisráðherra bréf um málefni Skotlands og afstöðu gagnvart Brexit. Bréfið gefur til kynna að efnt verður til nýrra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Í bréfinu leggur Sturgeon áherslu á að meirihluti Skota hafi kosið með því að vera áfram innan Evrópusambandinu. Hún sagði að útganga úr sambandinu myndi hafa alvarleg áhrif á líf og störf Skota og myndi fækka störfum í Skotlandi um hundrað þúsund. „Réttur Skota til að ákveða sína eigin framtíð er grunnur lýðræðislögmála sem þarf að virða,“ skrifaði hún að lokum.