Segir VR ætla að vera leiðandi í umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að barátta verkalýðshreyfingarinnar næstu árin muni taka mið af sjálfvirknivæðingu fyrirtækja og fjórðu iðnbyltingunni. VR hefur sett á laggirnar framtíðarnefnd sem taka mun til starfa í ágúst.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að umræðan um sjálf­virkni­væð­ingu innan fyr­ir­tækja hafi staðið yfir í VR­ um nokkurn tíma. Hann segir að félagið ætli að vera í for­ystu­hlut­verki þegar kemur að umræð­unni um fjórðu iðn­bylt­ingu og ­sjálf­virkni­væð­ing­una en seg­ist jafn­fram­t von­ast eft­ir breiðu sam­starfi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­rek­enda og hins opin­bera þegar kemur að þessu „risa stóra“ verk­efn­i. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.  

Stuðla að upp­lýstri umræðu um ógnir fram­tíð­ar­inn­ar 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, skip­aði fram­tíð­ar­nefnd Alþing­is í júní fyrra en nefndin á að fjalla um helstu tæki­færi og ógn­anir Íslands í fram­tíð­inni með til­liti til lang­tíma­breyt­inga á umgengni við nátt­úr­una, lýð­fræði­legra breyt­inga og þeirra hröðu umskipta sem eru í vændum með síauk­inni sjálf­virkni og tækni­breyt­ing­um. Fram­tíð­ar­nefnd Alþingis á enn fremur stuðla að upp­lýstri umræðu um tæki­færi og ógn­anir fram­tíð­ar­innar og verða virkur umræðu­vett­vangur um færi í fram­tíð­inni.

VR hefur einnig sett á fót fram­tíð­ar­nefnd sem taka mun til starfa í ágúst næst­kom­and­i. ­Nefnd­in er stofnuð í ljósi fjórðu iðn­bylt­ing­unnar en meg­in­hlut­verk nefnd­ar­innar er að gæta þess að fjórða iðn­bylt­ingin verði ekki að að­eins atvinnu­rek­endum til hags­bóta.

Auglýsing

„Eftir því sem tækn­inni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erf­ið­ara að finna jafn­vægi á vinnu­mark­að­i,“ sagði Frið­rik Boði Ólafs­son, nefnd­ar­maður í fram­tíð­ar­nefnd VR, í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í vik­unni. Hann segir að fjöldi starfi muni glat­ast en önnur skap­ast í stað­inn. Því sé nauð­syn­legt að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða starfs­fólk að laga sig að því.  

Bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar mun taka mið af fjórðu iðn­bylt­ing­unni

Í sam­tali við Frétta­blaðið í dag segir Ragnar Þór að hann bindi miklar vonir við störf fram­tíð­ar­nefndar VR en hann segir að sjálf­virkni og fjórðu iðn­bylt­ing­una séu stærstu málin sem verka­lýðs­hreyf­ingin standi frammi fyrir núna og að bar­áttan næstu árin muni taka mið að því. 

„Okkar ætlun er að vera í for­ystu­hlut­verki. Til þess að geta haft áhrif þurfum við að taka þátt í þess­ari þróun í stað þess að ala á ótta við breyt­ingar sem við höfum ekki stjórn á,“ segir Ragnar Þór. Hann segir jafn­framt að vinna nefnd­ar­innar muni skila sér í kröfu­gerð ­fé­lags­ins en að hann seg­ist jafn­framt von­ast eftir breiðu sam­starfi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­rek­enda og hins opin­bera í þessu risa stóra verk­efni.

 „Við munum taka vinnu þess­arar nefndar og koma henni á fram­færi innan Alþýðu­sam­bands­ins og opin­bera geirans. Við þurfum líka að fá sem flesta að þessu því þetta snertir svo margar starfs­grein­ar. Verka­lýðs­hreyf­ingin má ekki sitja eftir sem áhorf­and­i,“ segir Ragnar Þór. 

Ein af áskor­un­unum VR er að end­ur­mennta fjölda fólks og segir Ragnar að VR­ sé þegar byrjað á þeirri vinnu. Þar á meðal hafi verið komið á fót fag­há­skóla­námi í versl­un­ar­stjórnun og versl­un. Að lokum bendir Ragnar á  að ef atvinnu­leysi muni aukast gríð­ar­lega í kjöl­far mik­illa tækni­breyt­inga þá sé nauð­syn­legt að fara taka um­ræð­una um borg­ara­laun. 

Borg­arar þurfa að skynja ábatann af tækni­breyt­ingum

Huginn Freyr Þorsteinsson. Mynd:HringbrautDr. Hug­inn Freyr Þor­steins­son, sér­fræð­ingur hjá Aton og for­maður starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra sem vann skýrslu um fjórðu iðn­bylt­ing­una og Íslands, sagði í við­tali í sjón­varps­þætt­in­um 21 á Hring­braut í maí, að það þurfi að ríkja sátt í sam­fé­lag­inu um þá tækni­þróun sem sé framund­an. 

„Ef að fólk upp­­lifir það þannig að það sé skilið eftir en sam­­fé­lagið sem það býr í er allt orðið markað af þessum breyt­ing­um, þá verður ekki sátt um þessar breyt­ing­­ar. Þess vegna þarf að huga sér­­stak­­lega að dreif­ingu gæð­anna,“ sagði Hug­inn.

Hann benti jafn­framt á að hægt væri að læra af afleið­ingum þeirra breyt­inga sem orðið hafa með síð­­­ustu iðn­­­bylt­ingu, þar sem fjöldi starfa úrelt­ist og ekki var tekið næg­i­­lega vel á sam­­fé­lags­­legum hlið­­ar­verk­unum þess. Afleið­ingin sé til dæmis sú mikla óánægja með stjórn­­­mál sem birt­ist víða um heim í dag. „Það veikir lýð­ræðið og opna umræðu ef fólk upp­­lifir að það sé skilið eft­ir, “ sagð­i Hug­inn. 

Í starfs­hópnum sem tók skýrsl­una saman voru auk Hug­ins þau Lilja Dögg Jóns­dótt­ir, Guð­­­mundur Jóns­­­son, Ragn­heiður H. Magn­ús­dóttir og Krist­inn R. Þór­is­­­son.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent