Segir VR ætla að vera leiðandi í umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að barátta verkalýðshreyfingarinnar næstu árin muni taka mið af sjálfvirknivæðingu fyrirtækja og fjórðu iðnbyltingunni. VR hefur sett á laggirnar framtíðarnefnd sem taka mun til starfa í ágúst.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að umræðan um sjálf­virkni­væð­ingu innan fyr­ir­tækja hafi staðið yfir í VR­ um nokkurn tíma. Hann segir að félagið ætli að vera í for­ystu­hlut­verki þegar kemur að umræð­unni um fjórðu iðn­bylt­ingu og ­sjálf­virkni­væð­ing­una en seg­ist jafn­fram­t von­ast eft­ir breiðu sam­starfi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­rek­enda og hins opin­bera þegar kemur að þessu „risa stóra“ verk­efn­i. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.  

Stuðla að upp­lýstri umræðu um ógnir fram­tíð­ar­inn­ar 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, skip­aði fram­tíð­ar­nefnd Alþing­is í júní fyrra en nefndin á að fjalla um helstu tæki­færi og ógn­anir Íslands í fram­tíð­inni með til­liti til lang­tíma­breyt­inga á umgengni við nátt­úr­una, lýð­fræði­legra breyt­inga og þeirra hröðu umskipta sem eru í vændum með síauk­inni sjálf­virkni og tækni­breyt­ing­um. Fram­tíð­ar­nefnd Alþingis á enn fremur stuðla að upp­lýstri umræðu um tæki­færi og ógn­anir fram­tíð­ar­innar og verða virkur umræðu­vett­vangur um færi í fram­tíð­inni.

VR hefur einnig sett á fót fram­tíð­ar­nefnd sem taka mun til starfa í ágúst næst­kom­and­i. ­Nefnd­in er stofnuð í ljósi fjórðu iðn­bylt­ing­unnar en meg­in­hlut­verk nefnd­ar­innar er að gæta þess að fjórða iðn­bylt­ingin verði ekki að að­eins atvinnu­rek­endum til hags­bóta.

Auglýsing

„Eftir því sem tækn­inni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erf­ið­ara að finna jafn­vægi á vinnu­mark­að­i,“ sagði Frið­rik Boði Ólafs­son, nefnd­ar­maður í fram­tíð­ar­nefnd VR, í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í vik­unni. Hann segir að fjöldi starfi muni glat­ast en önnur skap­ast í stað­inn. Því sé nauð­syn­legt að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða starfs­fólk að laga sig að því.  

Bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar mun taka mið af fjórðu iðn­bylt­ing­unni

Í sam­tali við Frétta­blaðið í dag segir Ragnar Þór að hann bindi miklar vonir við störf fram­tíð­ar­nefndar VR en hann segir að sjálf­virkni og fjórðu iðn­bylt­ing­una séu stærstu málin sem verka­lýðs­hreyf­ingin standi frammi fyrir núna og að bar­áttan næstu árin muni taka mið að því. 

„Okkar ætlun er að vera í for­ystu­hlut­verki. Til þess að geta haft áhrif þurfum við að taka þátt í þess­ari þróun í stað þess að ala á ótta við breyt­ingar sem við höfum ekki stjórn á,“ segir Ragnar Þór. Hann segir jafn­framt að vinna nefnd­ar­innar muni skila sér í kröfu­gerð ­fé­lags­ins en að hann seg­ist jafn­framt von­ast eftir breiðu sam­starfi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­rek­enda og hins opin­bera í þessu risa stóra verk­efni.

 „Við munum taka vinnu þess­arar nefndar og koma henni á fram­færi innan Alþýðu­sam­bands­ins og opin­bera geirans. Við þurfum líka að fá sem flesta að þessu því þetta snertir svo margar starfs­grein­ar. Verka­lýðs­hreyf­ingin má ekki sitja eftir sem áhorf­and­i,“ segir Ragnar Þór. 

Ein af áskor­un­unum VR er að end­ur­mennta fjölda fólks og segir Ragnar að VR­ sé þegar byrjað á þeirri vinnu. Þar á meðal hafi verið komið á fót fag­há­skóla­námi í versl­un­ar­stjórnun og versl­un. Að lokum bendir Ragnar á  að ef atvinnu­leysi muni aukast gríð­ar­lega í kjöl­far mik­illa tækni­breyt­inga þá sé nauð­syn­legt að fara taka um­ræð­una um borg­ara­laun. 

Borg­arar þurfa að skynja ábatann af tækni­breyt­ingum

Huginn Freyr Þorsteinsson. Mynd:HringbrautDr. Hug­inn Freyr Þor­steins­son, sér­fræð­ingur hjá Aton og for­maður starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra sem vann skýrslu um fjórðu iðn­bylt­ing­una og Íslands, sagði í við­tali í sjón­varps­þætt­in­um 21 á Hring­braut í maí, að það þurfi að ríkja sátt í sam­fé­lag­inu um þá tækni­þróun sem sé framund­an. 

„Ef að fólk upp­­lifir það þannig að það sé skilið eftir en sam­­fé­lagið sem það býr í er allt orðið markað af þessum breyt­ing­um, þá verður ekki sátt um þessar breyt­ing­­ar. Þess vegna þarf að huga sér­­stak­­lega að dreif­ingu gæð­anna,“ sagði Hug­inn.

Hann benti jafn­framt á að hægt væri að læra af afleið­ingum þeirra breyt­inga sem orðið hafa með síð­­­ustu iðn­­­bylt­ingu, þar sem fjöldi starfa úrelt­ist og ekki var tekið næg­i­­lega vel á sam­­fé­lags­­legum hlið­­ar­verk­unum þess. Afleið­ingin sé til dæmis sú mikla óánægja með stjórn­­­mál sem birt­ist víða um heim í dag. „Það veikir lýð­ræðið og opna umræðu ef fólk upp­­lifir að það sé skilið eft­ir, “ sagð­i Hug­inn. 

Í starfs­hópnum sem tók skýrsl­una saman voru auk Hug­ins þau Lilja Dögg Jóns­dótt­ir, Guð­­­mundur Jóns­­­son, Ragn­heiður H. Magn­ús­dóttir og Krist­inn R. Þór­is­­­son.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent