Fundað um Klausturmálið í dag – Ólíklegt að niðurstaða fáist

Forsætisnefnd vinnur nú að því að komast að niðurstöðu í Klausturmálinu svokallaða. Margir eru áhugasamir um málið, samkvæmt nefndarmanni, en ólíklegt þykir að niðurstaða fáist í dag.

Þingmenn - Klaustur bar
Auglýsing

Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­­­maður Vinstri grænna og nefnd­ar­maður í for­sætis­nefnd Alþing­is, segir í sam­tali við Kjarn­ann að nefndin sé að vinna að nið­ur­stöðu í Klaust­ur­mál­inu svo­kall­aða. Þeirri vinnu sé ekki lokið en fundað verður um málið seinna í dag.

„Það eru margir áhuga­samir um þetta en vinnan þarf að hafa sinn gang,“ segir Stein­unn Þóra.

Hún segir enn fremur að ólík­legt sé að nið­ur­staða fáist eftir fund­inn í dag en ómögu­lega sé þó að spá fyrir um það fyrir fund­inn. „Við stefnum á að ljúka mál­in­u.“

Auglýsing

Tóku á móti andsvörum

Siða­­nefnd Alþingis kláraði álit sitt um Klaust­­ur­­málið í síð­ustu viku og sendi í kjöl­farið til for­­sæt­is­­nefnd­­ar. Þeir sex þing­­menn sem náð­ust á upp­­­töku fengu álitið til umfjöll­unar og höfðu frest fram í lok síð­ustu viku til að skila andsvör­­um.

Fram kom á RÚV í gær að nefndin hefði tekið á móti andsvörum Klaust­ur­manna við nið­ur­stöðu siða­nefndar en Stein­unn Þóra vildi ekki tjá sig um hverjir það hefðu verið sem brugð­ust við.

Klaust­­­ur­­­málið fór til siða­­­nefndar Alþingis frá for­­­sæt­is­­­nefnd í lok maí síð­­ast­lið­ins. Stein­unn Þóra og Har­aldur Bene­dikts­­­son, þing­­­­maður Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins, voru kjörin vara­­­­for­­­­setar for­­­­sæt­is­­­­nefndar Alþingis í jan­úar síð­­­ast­liðnum til þess að fjalla um Klaust­­­ur­­­málið eftir að Stein­grímur J. Sig­­­­fús­­­­son, for­­­­seti Alþing­is, og allir vara­­­­for­­­­setar úr hópi þing­­­­manna, sögðu sig frá umfjöllun um Klaust­­­­ur­­­­mál­ið, vegna van­hæfis í lok síð­asta árs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent