Fundað um Klausturmálið í dag – Ólíklegt að niðurstaða fáist

Forsætisnefnd vinnur nú að því að komast að niðurstöðu í Klausturmálinu svokallaða. Margir eru áhugasamir um málið, samkvæmt nefndarmanni, en ólíklegt þykir að niðurstaða fáist í dag.

Þingmenn - Klaustur bar
Auglýsing

Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­­­maður Vinstri grænna og nefnd­ar­maður í for­sætis­nefnd Alþing­is, segir í sam­tali við Kjarn­ann að nefndin sé að vinna að nið­ur­stöðu í Klaust­ur­mál­inu svo­kall­aða. Þeirri vinnu sé ekki lokið en fundað verður um málið seinna í dag.

„Það eru margir áhuga­samir um þetta en vinnan þarf að hafa sinn gang,“ segir Stein­unn Þóra.

Hún segir enn fremur að ólík­legt sé að nið­ur­staða fáist eftir fund­inn í dag en ómögu­lega sé þó að spá fyrir um það fyrir fund­inn. „Við stefnum á að ljúka mál­in­u.“

Auglýsing

Tóku á móti andsvörum

Siða­­nefnd Alþingis kláraði álit sitt um Klaust­­ur­­málið í síð­ustu viku og sendi í kjöl­farið til for­­sæt­is­­nefnd­­ar. Þeir sex þing­­menn sem náð­ust á upp­­­töku fengu álitið til umfjöll­unar og höfðu frest fram í lok síð­ustu viku til að skila andsvör­­um.

Fram kom á RÚV í gær að nefndin hefði tekið á móti andsvörum Klaust­ur­manna við nið­ur­stöðu siða­nefndar en Stein­unn Þóra vildi ekki tjá sig um hverjir það hefðu verið sem brugð­ust við.

Klaust­­­ur­­­málið fór til siða­­­nefndar Alþingis frá for­­­sæt­is­­­nefnd í lok maí síð­­ast­lið­ins. Stein­unn Þóra og Har­aldur Bene­dikts­­­son, þing­­­­maður Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins, voru kjörin vara­­­­for­­­­setar for­­­­sæt­is­­­­nefndar Alþingis í jan­úar síð­­­ast­liðnum til þess að fjalla um Klaust­­­ur­­­málið eftir að Stein­grímur J. Sig­­­­fús­­­­son, for­­­­seti Alþing­is, og allir vara­­­­for­­­­setar úr hópi þing­­­­manna, sögðu sig frá umfjöllun um Klaust­­­­ur­­­­mál­ið, vegna van­hæfis í lok síð­asta árs.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent