Sakar ákveðna fjölmiðla að nánast hatast við Miðflokkinn

Þingmaður Miðflokksins segir Stundina, DV og Kvennablaðið nærri því að hatast við Miðflokkinnn og þingmenn hans í andsvari við áliti siðanefndar Alþingis.

Stundin, DV og Kvennablaðið
Auglýsing

„Engum hlut­að­eig­andi kom til hugar að málið yrði raun­veru­lega rekið áfram á grund­velli frétta í vef­út­gáfum Stund­ar­inn­ar, DV og Kvenna­blaðs­ins, sem allir sem fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum vita að fara nærri því að hat­ast við Mið­flokk­inn og þing­menn hans,“ skrifar Berg­þór Óla­son í and­svari sínu til for­sætis­nefndar vegna álits siða­nefndar Alþing­is.

Fram kom í fréttum í morgun að Berg­þór Óla­­son og Gunnar Bragi Sveins­­son, þing­­menn Mið­­flokks­ins, hefðu sam­kvæmt siða­nefnd Alþingis brotið siða­­reglur alþing­is­­manna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn.

Málið hófst þegar heim­ild­ar­mað­ur­inn „Mar­vin“ – sem síðar kom í ljós að væri Bára Hall­dórs­dóttir – sendi upp­tökur af sam­ræðum þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins á þrjá fjöl­miðla: DV, Stund­ina og Kvenna­blað­ið.

Auglýsing

Í lok maí síð­ast­lið­ins var nið­ur­staða stjórnar Per­sónu­verndar gerð kunn­gjörð en taldi nefndin að Bára Hall­dórs­dóttir hefði brotið per­sónu­vernd­ar­lög með því að taka upp sam­tal þing­manna á barnum og um raf­ræna vöktun hefði verið að ræða að hennar hálfu. Báru var ekki gert að greiða sekt en hún þurfti að eyða umræddum upp­tök­um, sem og hún gerði.

„Sam­heng­is­lausar til­vitn­anir og túlk­anir fjöl­miðla“

Í bréfi Berg­þórs til for­sætis­nefndar seg­ir: „Í bréfi þeirra fjög­urra þing­manna sem skrif­uðu for­sætis­nefnd og gerðu kröfu um eyð­ingu gagna, á grund­velli úrskurðar per­sónu­vernd­ar, kom skýrt fram að ætlan þing­mann­anna var að bregð­ast við á grund­velli þess hvort orðið yrði við kröfu um eyð­ingu á ólög­lega fengnum gögn­um.“

Þá greinir Berg­þór frá því að engum hlut­að­eig­andi hafi komið til hugar að málið yrði raun­veru­lega rekið áfram á grund­velli frétta í vef­út­gáfum Stund­ar­inn­ar, DV og Kvenna­blaðs­ins, sem allir sem fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum viti að fara nærri því að hat­ast við Mið­flokk­inn og þing­menn hans. „Það þarf ekki annað en að segja við sjálfan sig upp­hátt að slíkt sé ætl­an­in, til að átta sig á hversu galin sú hug­mynd er.“

Hann rök­styður full­yrð­ingar varð­andi meint hatur fjöl­miðl­anna þriggja ekki frek­ar.

„Það liggur í hlut­ar­ins eðli að álit sem hefði byggt á frum­gögnum máls­ins stæði alltaf á sterk­ari grunni en sam­heng­is­lausar til­vitn­anir og túlk­anir fjöl­miðla, sem miða oft fremur að því að vekja eft­ir­tekt les­enda og jafn­vel hneykslan, en að gæta sann­mælis og leita sann­leik­ans. Þessir miðlar lifa á því að fólk klikki á fyr­ir­sagnir á vefnum og kaupi prentút­gáfur miðl­anna,“ skrifar Ber­þór.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent