Sakar ákveðna fjölmiðla að nánast hatast við Miðflokkinn

Þingmaður Miðflokksins segir Stundina, DV og Kvennablaðið nærri því að hatast við Miðflokkinnn og þingmenn hans í andsvari við áliti siðanefndar Alþingis.

Stundin, DV og Kvennablaðið
Auglýsing

„Engum hlutaðeigandi kom til hugar að málið yrði raunverulega rekið áfram á grundvelli frétta í vefútgáfum Stundarinnar, DV og Kvennablaðsins, sem allir sem fylgjast með íslenskum stjórnmálum vita að fara nærri því að hatast við Miðflokkinn og þingmenn hans,“ skrifar Bergþór Ólason í andsvari sínu til forsætisnefndar vegna álits siðanefndar Alþingis.

Fram kom í fréttum í morgun að Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son, þing­menn Mið­flokks­ins, hefðu samkvæmt siðanefnd Alþingis brotið siða­reglur alþing­is­manna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

Málið hófst þegar heimildarmaðurinn „Marvin“ – sem síðar kom í ljós að væri Bára Halldórsdóttir – sendi upptökur af samræðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á þrjá fjölmiðla: DV, Stundina og Kvennablaðið.

Auglýsing

Í lok maí síðastliðins var niðurstaða stjórnar Persónuverndar gerð kunngjörð en taldi nefndin að Bára Halldórsdóttir hefði brotið persónuverndarlög með því að taka upp samtal þingmanna á barnum og um rafræna vöktun hefði verið að ræða að hennar hálfu. Báru var ekki gert að greiða sekt en hún þurfti að eyða umræddum upptökum, sem og hún gerði.

„Samhengislausar tilvitnanir og túlkanir fjölmiðla“

Í bréfi Bergþórs til forsætisnefndar segir: „Í bréfi þeirra fjögurra þingmanna sem skrifuðu forsætisnefnd og gerðu kröfu um eyðingu gagna, á grundvelli úrskurðar persónuverndar, kom skýrt fram að ætlan þingmannanna var að bregðast við á grundvelli þess hvort orðið yrði við kröfu um eyðingu á ólöglega fengnum gögnum.“

Þá greinir Bergþór frá því að engum hlutaðeigandi hafi komið til hugar að málið yrði raunverulega rekið áfram á grundvelli frétta í vefútgáfum Stundarinnar, DV og Kvennablaðsins, sem allir sem fylgjast með íslenskum stjórnmálum viti að fara nærri því að hatast við Miðflokkinn og þingmenn hans. „Það þarf ekki annað en að segja við sjálfan sig upphátt að slíkt sé ætlanin, til að átta sig á hversu galin sú hugmynd er.“

Hann rökstyður fullyrðingar varðandi meint hatur fjölmiðlanna þriggja ekki frekar.

„Það liggur í hlutarins eðli að álit sem hefði byggt á frumgögnum málsins stæði alltaf á sterkari grunni en samhengislausar tilvitnanir og túlkanir fjölmiðla, sem miða oft fremur að því að vekja eftirtekt lesenda og jafnvel hneykslan, en að gæta sannmælis og leita sannleikans. Þessir miðlar lifa á því að fólk klikki á fyrirsagnir á vefnum og kaupi prentútgáfur miðlanna,“ skrifar Berþór.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent