Sakar ákveðna fjölmiðla að nánast hatast við Miðflokkinn

Þingmaður Miðflokksins segir Stundina, DV og Kvennablaðið nærri því að hatast við Miðflokkinnn og þingmenn hans í andsvari við áliti siðanefndar Alþingis.

Stundin, DV og Kvennablaðið
Auglýsing

„Engum hlut­að­eig­andi kom til hugar að málið yrði raun­veru­lega rekið áfram á grund­velli frétta í vef­út­gáfum Stund­ar­inn­ar, DV og Kvenna­blaðs­ins, sem allir sem fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum vita að fara nærri því að hat­ast við Mið­flokk­inn og þing­menn hans,“ skrifar Berg­þór Óla­son í and­svari sínu til for­sætis­nefndar vegna álits siða­nefndar Alþing­is.

Fram kom í fréttum í morgun að Berg­þór Óla­­son og Gunnar Bragi Sveins­­son, þing­­menn Mið­­flokks­ins, hefðu sam­kvæmt siða­nefnd Alþingis brotið siða­­reglur alþing­is­­manna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn.

Málið hófst þegar heim­ild­ar­mað­ur­inn „Mar­vin“ – sem síðar kom í ljós að væri Bára Hall­dórs­dóttir – sendi upp­tökur af sam­ræðum þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins á þrjá fjöl­miðla: DV, Stund­ina og Kvenna­blað­ið.

Auglýsing

Í lok maí síð­ast­lið­ins var nið­ur­staða stjórnar Per­sónu­verndar gerð kunn­gjörð en taldi nefndin að Bára Hall­dórs­dóttir hefði brotið per­sónu­vernd­ar­lög með því að taka upp sam­tal þing­manna á barnum og um raf­ræna vöktun hefði verið að ræða að hennar hálfu. Báru var ekki gert að greiða sekt en hún þurfti að eyða umræddum upp­tök­um, sem og hún gerði.

„Sam­heng­is­lausar til­vitn­anir og túlk­anir fjöl­miðla“

Í bréfi Berg­þórs til for­sætis­nefndar seg­ir: „Í bréfi þeirra fjög­urra þing­manna sem skrif­uðu for­sætis­nefnd og gerðu kröfu um eyð­ingu gagna, á grund­velli úrskurðar per­sónu­vernd­ar, kom skýrt fram að ætlan þing­mann­anna var að bregð­ast við á grund­velli þess hvort orðið yrði við kröfu um eyð­ingu á ólög­lega fengnum gögn­um.“

Þá greinir Berg­þór frá því að engum hlut­að­eig­andi hafi komið til hugar að málið yrði raun­veru­lega rekið áfram á grund­velli frétta í vef­út­gáfum Stund­ar­inn­ar, DV og Kvenna­blaðs­ins, sem allir sem fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum viti að fara nærri því að hat­ast við Mið­flokk­inn og þing­menn hans. „Það þarf ekki annað en að segja við sjálfan sig upp­hátt að slíkt sé ætl­an­in, til að átta sig á hversu galin sú hug­mynd er.“

Hann rök­styður full­yrð­ingar varð­andi meint hatur fjöl­miðl­anna þriggja ekki frek­ar.

„Það liggur í hlut­ar­ins eðli að álit sem hefði byggt á frum­gögnum máls­ins stæði alltaf á sterk­ari grunni en sam­heng­is­lausar til­vitn­anir og túlk­anir fjöl­miðla, sem miða oft fremur að því að vekja eft­ir­tekt les­enda og jafn­vel hneykslan, en að gæta sann­mælis og leita sann­leik­ans. Þessir miðlar lifa á því að fólk klikki á fyr­ir­sagnir á vefnum og kaupi prentút­gáfur miðl­anna,“ skrifar Ber­þór.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent