Sakar ákveðna fjölmiðla að nánast hatast við Miðflokkinn

Þingmaður Miðflokksins segir Stundina, DV og Kvennablaðið nærri því að hatast við Miðflokkinnn og þingmenn hans í andsvari við áliti siðanefndar Alþingis.

Stundin, DV og Kvennablaðið
Auglýsing

„Engum hlut­að­eig­andi kom til hugar að málið yrði raun­veru­lega rekið áfram á grund­velli frétta í vef­út­gáfum Stund­ar­inn­ar, DV og Kvenna­blaðs­ins, sem allir sem fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum vita að fara nærri því að hat­ast við Mið­flokk­inn og þing­menn hans,“ skrifar Berg­þór Óla­son í and­svari sínu til for­sætis­nefndar vegna álits siða­nefndar Alþing­is.

Fram kom í fréttum í morgun að Berg­þór Óla­­son og Gunnar Bragi Sveins­­son, þing­­menn Mið­­flokks­ins, hefðu sam­kvæmt siða­nefnd Alþingis brotið siða­­reglur alþing­is­­manna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn.

Málið hófst þegar heim­ild­ar­mað­ur­inn „Mar­vin“ – sem síðar kom í ljós að væri Bára Hall­dórs­dóttir – sendi upp­tökur af sam­ræðum þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins á þrjá fjöl­miðla: DV, Stund­ina og Kvenna­blað­ið.

Auglýsing

Í lok maí síð­ast­lið­ins var nið­ur­staða stjórnar Per­sónu­verndar gerð kunn­gjörð en taldi nefndin að Bára Hall­dórs­dóttir hefði brotið per­sónu­vernd­ar­lög með því að taka upp sam­tal þing­manna á barnum og um raf­ræna vöktun hefði verið að ræða að hennar hálfu. Báru var ekki gert að greiða sekt en hún þurfti að eyða umræddum upp­tök­um, sem og hún gerði.

„Sam­heng­is­lausar til­vitn­anir og túlk­anir fjöl­miðla“

Í bréfi Berg­þórs til for­sætis­nefndar seg­ir: „Í bréfi þeirra fjög­urra þing­manna sem skrif­uðu for­sætis­nefnd og gerðu kröfu um eyð­ingu gagna, á grund­velli úrskurðar per­sónu­vernd­ar, kom skýrt fram að ætlan þing­mann­anna var að bregð­ast við á grund­velli þess hvort orðið yrði við kröfu um eyð­ingu á ólög­lega fengnum gögn­um.“

Þá greinir Berg­þór frá því að engum hlut­að­eig­andi hafi komið til hugar að málið yrði raun­veru­lega rekið áfram á grund­velli frétta í vef­út­gáfum Stund­ar­inn­ar, DV og Kvenna­blaðs­ins, sem allir sem fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum viti að fara nærri því að hat­ast við Mið­flokk­inn og þing­menn hans. „Það þarf ekki annað en að segja við sjálfan sig upp­hátt að slíkt sé ætl­an­in, til að átta sig á hversu galin sú hug­mynd er.“

Hann rök­styður full­yrð­ingar varð­andi meint hatur fjöl­miðl­anna þriggja ekki frek­ar.

„Það liggur í hlut­ar­ins eðli að álit sem hefði byggt á frum­gögnum máls­ins stæði alltaf á sterk­ari grunni en sam­heng­is­lausar til­vitn­anir og túlk­anir fjöl­miðla, sem miða oft fremur að því að vekja eft­ir­tekt les­enda og jafn­vel hneykslan, en að gæta sann­mælis og leita sann­leik­ans. Þessir miðlar lifa á því að fólk klikki á fyr­ir­sagnir á vefnum og kaupi prentút­gáfur miðl­anna,“ skrifar Ber­þór.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent