Sakar ákveðna fjölmiðla að nánast hatast við Miðflokkinn

Þingmaður Miðflokksins segir Stundina, DV og Kvennablaðið nærri því að hatast við Miðflokkinnn og þingmenn hans í andsvari við áliti siðanefndar Alþingis.

Stundin, DV og Kvennablaðið
Auglýsing

„Engum hlut­að­eig­andi kom til hugar að málið yrði raun­veru­lega rekið áfram á grund­velli frétta í vef­út­gáfum Stund­ar­inn­ar, DV og Kvenna­blaðs­ins, sem allir sem fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum vita að fara nærri því að hat­ast við Mið­flokk­inn og þing­menn hans,“ skrifar Berg­þór Óla­son í and­svari sínu til for­sætis­nefndar vegna álits siða­nefndar Alþing­is.

Fram kom í fréttum í morgun að Berg­þór Óla­­son og Gunnar Bragi Sveins­­son, þing­­menn Mið­­flokks­ins, hefðu sam­kvæmt siða­nefnd Alþingis brotið siða­­reglur alþing­is­­manna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn.

Málið hófst þegar heim­ild­ar­mað­ur­inn „Mar­vin“ – sem síðar kom í ljós að væri Bára Hall­dórs­dóttir – sendi upp­tökur af sam­ræðum þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins á þrjá fjöl­miðla: DV, Stund­ina og Kvenna­blað­ið.

Auglýsing

Í lok maí síð­ast­lið­ins var nið­ur­staða stjórnar Per­sónu­verndar gerð kunn­gjörð en taldi nefndin að Bára Hall­dórs­dóttir hefði brotið per­sónu­vernd­ar­lög með því að taka upp sam­tal þing­manna á barnum og um raf­ræna vöktun hefði verið að ræða að hennar hálfu. Báru var ekki gert að greiða sekt en hún þurfti að eyða umræddum upp­tök­um, sem og hún gerði.

„Sam­heng­is­lausar til­vitn­anir og túlk­anir fjöl­miðla“

Í bréfi Berg­þórs til for­sætis­nefndar seg­ir: „Í bréfi þeirra fjög­urra þing­manna sem skrif­uðu for­sætis­nefnd og gerðu kröfu um eyð­ingu gagna, á grund­velli úrskurðar per­sónu­vernd­ar, kom skýrt fram að ætlan þing­mann­anna var að bregð­ast við á grund­velli þess hvort orðið yrði við kröfu um eyð­ingu á ólög­lega fengnum gögn­um.“

Þá greinir Berg­þór frá því að engum hlut­að­eig­andi hafi komið til hugar að málið yrði raun­veru­lega rekið áfram á grund­velli frétta í vef­út­gáfum Stund­ar­inn­ar, DV og Kvenna­blaðs­ins, sem allir sem fylgj­ast með íslenskum stjórn­málum viti að fara nærri því að hat­ast við Mið­flokk­inn og þing­menn hans. „Það þarf ekki annað en að segja við sjálfan sig upp­hátt að slíkt sé ætl­an­in, til að átta sig á hversu galin sú hug­mynd er.“

Hann rök­styður full­yrð­ingar varð­andi meint hatur fjöl­miðl­anna þriggja ekki frek­ar.

„Það liggur í hlut­ar­ins eðli að álit sem hefði byggt á frum­gögnum máls­ins stæði alltaf á sterk­ari grunni en sam­heng­is­lausar til­vitn­anir og túlk­anir fjöl­miðla, sem miða oft fremur að því að vekja eft­ir­tekt les­enda og jafn­vel hneykslan, en að gæta sann­mælis og leita sann­leik­ans. Þessir miðlar lifa á því að fólk klikki á fyr­ir­sagnir á vefnum og kaupi prentút­gáfur miðl­anna,“ skrifar Ber­þór.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent