Segir „opinbera smánunarherferð“ vera margfalt verri refsingu

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir í andsvari sínu til forsætisnefndar að hann hafi sjálfur tekið við þeim skömmum sem hann taki mest mark á vegna klaustursmálsins frá móður sinni fyrir tæpum átta mánuðum,

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, segir að sú „op­in­ber­a smán­un­ar­her­ferð“ sem keyrð hafi verið áfram sé refs­ing sem sé marg­falt verri fyrir þá sem í lenda, en „hinar hefð­bundnu refs­ingar sem siðuð sam­fé­lög telja ­for­svar­an­leg­ar“. Þetta kemur fram í and­svari Berg­þórs við áliti siða­­nefndar Alþing­is ­sem Mbl.is birti í morg­un. Hann seg­ir ­jafn­fram­t að setn­ing­ar ­siða­nefnd­ar beri ekki með sér hlut­leysi og að hann telji að skoða ætti alvar­lega að leggja nefnd­ina nið­ur. 

Van­virð­ing er lýtur að kyn­ferði þeirra kvenna sem um er rætt

­Siða­nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að Berg­þór Óla­­son og Gunnar Bragi Sveins­­son, þing­­menn Mið­­flokks­ins, hafi brotið siða­­reglur alþing­is­­manna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Siða­­nefnd fór yfir ummæli Berg­þórs um Ingu Sæland, for­­mann Flokks fólks­ins, Írisi Róberts­dótt­­ur, bæj­­­ar­­stjóra í Vest­­manna­eyj­um, Albertínu Frið­­­björgu Elí­a­s­dótt­­ur, þing­­mann Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, og Lilja Alfreðs­dótt­­ur, mennta­­mála­ráð­herra. 

Í áliti nefnd­ar­innar kemur fram að ummæli Berg­þórs séu „öll af sömu rót­inni sprott­in“. Þau séu ósæmi­­leg og í þeim felist van­virð­ing er lýtur að kyn­­ferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess.

Auglýsing

Í and­svari sínu til for­sætis­nefndar um álit siða­nefndar segir Berg­þór að sú ákvörðun siða­nefndar um að telja ekki þörf á að greina hvert atriði í ummælum und­ir­rit­aðs beri ekki með sér hlut­leysi í mat­i. „Án þess að reikna með svari, þá verð ég að spyrja; hvernig kemst siða­nefnd að þeirri nið­ur­stöðu að óhefluð og ­gagn­rýn­is­verð um­mæli mín um Ingu Sæland séu af sömu rót sprottin og frá­sögn mín af því þegar ég varð fyrir kyn­ferð­is­legu áreiti? Eru það að mati siða­nefndar bara konur sem geta orðið fyrir kyn­ferð­is­legu áreit­i?“ segir í and­svar­inu.

Í and­svar­inu gerir Berg­þór efn­is­legar athuga­semdir um álit siða­nefndar þar sem hann segir að annað hvort sé farið rangt með eða rangar álykt­anir dregnar um ummæli hans um kon­urnar fjór­ar.

Segir ummælin um Lilju sögð í „stríðn­is­tón“

Í áliti siða­nefndar segir að Berg­þór hafi látið eft­ir­far­andi tvö ummæli falla um Lilju Alfreðs­dótt­ur: 

  • „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asna­eyr­unum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða“ 
  • „Þarna loks­ins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í“

Um fyrri ummælin segir Berg­þór að þau séu aug­ljós­lega sögð í stríðn­is­tón, þar sem gert er grín að góðum vinum sem hafa látið stjórn­mála­menn teyma sig á asna­eyrum að mati und­i­r­it­aðs. 

„Við þetta tæki­færi sagði und­ir­rit­aður að við­mæl­end­urnir (SDG og GBS) yrðu að kalla blöff­ið. Í þessu sam­hengi var not­ast við tungu­tak þekktrar sjón­varps­fígúru, sem á flesta mæli­kvarða er tal­inn full­kom­inn auli og það gert til að und­ir­strika stríðn­is­tón­inn í ummæl­un­um. Í Bret­landi væri þetta kallað „to have a banter“, sem net­orða­bók skil­greinir sem „pla­y­ful and fri­endly exchange of teasing remarks“, “ segir í and­svari Berg­þórs.

Hann segir jafn­framt að erfitt sé fyrir hann að tjá sig um síð­ari ummælin um Lilju þar sem þau birt­ist ekki í hand­riti Alþing­is. „Um­mælin eru í meira lagi und­ar­leg og alger­lega úr takti (og raunar alveg úr sam­bandi) við það sam­tal sem á sér stað á þessum tíma. Sam­kvæmt hand­riti Alþingis virð­ist setn­ing frá mér, á þessum tíma sam­tals­ins, raunar vera sögð á ensku, sem gerir þessa und­ar­legu setn­ingu enn skrítn­ari.“ 

Berg­þór vísar þar að öllum lík­indum til þegar hann segir í upp­tök­un­um: „Who the fuck is that bitch“ en siða­nefnd tóku þau ummæli ekki til með­ferð­ar. 

Féllu einnig „mörg og góð hrósyrði um téða stjórn­mála­konu“

Berg­þór segir jafn­framt að hlut­irnir séu slitnir úr sam­hengi í tengsl­u­m við umrædd ummæli hans um Írisi Róberts­dótt­ur. Hann segir að það þurf­i ­sér­stakan vilja til að heyra aðeins kyn­ferð­is­legan und­ir­tón í þessum ummæl­u­m. 

„Nú ætla ég að segja eitt sem er nátt­úru­lega mjög dóna­legt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síð­an. Það er ótrú­legur mun­ur,“ eru ummælin sem þing­­mað­­ur­inn við­hafði um Írisi á Klaust­­ur­b­ar.

Í and­svar­inu bendir Berg­þór jafn­framt á að bæði á undan og á eftir til­vitn­uðum ummælum falli mörg og góð hrósyrði um téða stjórn­mála­kon­u. „­Sem dæmi má nefna að Írisi er lýst með orð­un­um: hel­víti öfl­ug, hel­víti sæt, orðið eld­klár er notað fjórum sinnum um hana, hún er rögg­söm o.s.frv. Þetta nefni ég til að draga fram hvað raun­veru­legt eðli og efni umræðu um hana er frá­brugðin því sem birt­ist í fjöl­miðl­um, slitið úr sam­hengi og skrum­skælt. Jafn­framt falla á sama tíma ummæli um að mögu­legur karl keppi­nautur hennar um topp­sæt­ið, sé ekki nógu „sexy“. Ekk­ert er gert með það orða­lag gagn­vart karl­in­um,“ segir Berg­þór. 

Í áliti siða­nefndar segir að ummæli Berg­þórs Óla­sonar um Írisi Róberts­dóttur lýsi til­teknum við­horfum til ungra kvenna í stjórn­mál­um. Í and­svari sínu segir Berg­þór þetta hins vegar „full­komna dellu“.

„Um­mæli mín hafa ekk­ert með við­horf mín til ungra kvenna í stjórn­málum að gera, heldur er ég þarna að lýsa þeim áhrifum sem sér­fram­boð sem hún leiddi, gegn Sjálf­stæð­is­flokknum í Vest­manna­eyj­um, hafði á póli­tíska stöðu hennar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Siða­nefnd­ar­fólk þarf að vera með sér­stak­lega van­stilltan kompás ef þessi aug­ljósi hlutur nær ekki í gegn hjá þeim, enda er hér um aug­ljósa rökvillu að ræða. Ummæli um eina per­sónu geta ekki lýst almennu við­horfi til hóps af fólki. Mætti þá ekki eins segja að ummæli mín lýstu „til­teknu við­horfi“ til­ Vest­manna­ey­inga?,“ segir Berg­þór.

„Nýta þann glæp til að refsa þolendum brots­ins“

Um ummæli sín um Albertínu segir Berg­þór að ástæða sé fyrir því að hann hafi hvorki dregið sín orð til baka né beðist afsök­unar á þeim sér­stak­lega. „Ástæðan er sú að þarna var í engu orðum aukið það sem átti sér stað og í raun alveg galin staða að vera útmál­aður í hlut­verki ger­anda í þessu máli, þegar raunin er þver­öf­ug,“ segir Berg­þór.

Um ummæli hans um Ingu Sæland segir hann að hann hafi beðið hana ­fyr­ir­gefn­ing­ar og Inga af stór­mennsku veitt honum hana. „Svona á maður ekki að tala um fólk. Ekki einu sinni póli­tíska and­stæð­inga.“

Vill að skoðað verði alvar­lega að leysa upp siða­nefnd 

Í nið­ur­lagi álits­ins segir Berg­þór að „gild­is­hlað­inn tónn“ í áliti siða­nefndar sé ­at­hygl­is­verð­ur­ um leið og hann sé á­hyggju­efni. Hann segir að ef það sé með­vituð eða ómeð­vituð áætlun siða­nefndar að koma til móts við þá hörðu gagn­rýni sem nefndin varð fyrir í kjöl­far afstöðu sinnar til mál Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata, þá sé slíkt ótækt með öllu og stand­ist engar kröfur sam­tím­ans um með­ferð mála. 

Berg­þór segir jafn­framt í áliti sínu að hann telji að skoða eigi hvort að leysa eigi upp siða­nefnd Alþing­is. „Í kjöl­far þeirra tveggja mála sem for­sæt­is-og siða­nefnd hafa klárað og kannski sér­stak­lega vegna þeirra mála sem for­sætis­nefnd hefur ekki klárað, tel ég rétt að það verði skoðað alvar­lega að leysa ­upp siða­nefnd Alþingis og þann feril sem nefnd­inni fylgir,“ segir Berg­þór. 

Hann segir að allt ferlið í öllum þeim málum sem hann þekkir til að vísað hafi verið til for­sæt­is-/­siða­nefnda, hafi „klúðrast“ með einum eða öðrum hætti. „Slíkt kastar rýrð á Al­þingi og skaðar ímynd þess. Auk þess að slíkt sleif­ar­lag sýnir Alþingi, stöðu þess og störfum ekki virð­ing­u.“

Tekur mest mark á skömmum frá móður sinni 

Að lokum segir Berg­þór að hann hafi sjálfur tekið við þeim skömmum sem hann taki mest mark á vegna máls­ins frá móður sinni fyrir tæpum átta mán­uðum síð­an. 

„Sú opin­bera smán­un­ar­her­ferð sem keyrð hefur verið áfram er refs­ing sem er marg­falt verri fyrir þá sem í lenda, en hinar hefð­bundnu refs­ingar sem siðuð sam­fé­lög telja ­for­svar­an­leg­ar. Það eru ekki bara stjórn­mála­menn­irnir sjálfir sem verða fyr­ir, heldur fjöl­skyldan og nærum­hverf­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent