Segir „opinbera smánunarherferð“ vera margfalt verri refsingu

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir í andsvari sínu til forsætisnefndar að hann hafi sjálfur tekið við þeim skömmum sem hann taki mest mark á vegna klaustursmálsins frá móður sinni fyrir tæpum átta mánuðum,

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að sú „opinbera smánunarherferð“ sem keyrð hafi verið áfram sé refsing sem sé margfalt verri fyrir þá sem í lenda, en „hinar hefðbundnu refsingar sem siðuð samfélög telja forsvaranlegar“. Þetta kemur fram í andsvari Bergþórs við áliti siða­nefndar Alþingis sem Mbl.is birti í morg­un. Hann segir jafnframt að setningar siðanefndar beri ekki með sér hlutleysi og að hann telji að skoða ætti alvarlega að leggja nefndina niður. 

Vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt

Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son, þing­menn Mið­flokks­ins, hafi brotið siða­reglur alþing­is­manna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Siða­nefnd fór yfir ummæli Berg­þórs um Ingu Sæland, for­mann Flokks fólks­ins, Írisi Róberts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Lilja Alfreðs­dótt­ur, mennta­mála­ráð­herra. 

Í áliti nefndarinnar kemur fram að ummæli Berg­þórs séu „öll af sömu rót­inni sprott­in“. Þau séu ósæmi­leg og í þeim felist van­virð­ing er lýtur að kyn­ferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess.

Auglýsing

Í andsvari sínu til forsætisnefndar um álit siðanefndar segir Bergþór að sú ákvörðun siðanefndar um að telja ekki þörf á að greina hvert atriði í ummælum undirritaðs beri ekki með sér hlutleysi í mati. „Án þess að reikna með svari, þá verð ég að spyrja; hvernig kemst siðanefnd að þeirri niðurstöðu að óhefluð og gagnrýnisverð ummæli mín um Ingu Sæland séu af sömu rót sprottin og frásögn mín af því þegar ég varð fyrir kynferðislegu áreiti? Eru það að mati siðanefndar bara konur sem geta orðið fyrir kynferðislegu áreiti?“ segir í andsvarinu.

Í andsvarinu gerir Bergþór efnislegar athugasemdir um álit siðanefndar þar sem hann segir að annað hvort sé farið rangt með eða rangar ályktanir dregnar um ummæli hans um konurnar fjórar.

Segir ummælin um Lilju sögð í „stríðnistón“

Í áliti siðanefndar segir að Bergþór hafi látið eftirfarandi tvö ummæli falla um Lilju Alfreðsdóttur: 

  • „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða“ 
  • „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í“

Um fyrri ummælin segir Bergþór að þau séu augljóslega sögð í stríðnistón, þar sem gert er grín að góðum vinum sem hafa látið stjórnmálamenn teyma sig á asnaeyrum að mati undiritaðs. 

„Við þetta tækifæri sagði undirritaður að viðmælendurnir (SDG og GBS) yrðu að kalla blöffið. Í þessu samhengi var notast við tungutak þekktrar sjónvarpsfígúru, sem á flesta mælikvarða er talinn fullkominn auli og það gert til að undirstrika stríðnistóninn í ummælunum. Í Bretlandi væri þetta kallað „to have a banter“, sem netorðabók skilgreinir sem „playful and friendly exchange of teasing remarks“, “ segir í andsvari Bergþórs.

Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir hann að tjá sig um síðari ummælin um Lilju þar sem þau birtist ekki í handriti Alþingis. „Ummælin eru í meira lagi undarleg og algerlega úr takti (og raunar alveg úr sambandi) við það samtal sem á sér stað á þessum tíma. Samkvæmt handriti Alþingis virðist setning frá mér, á þessum tíma samtalsins, raunar vera sögð á ensku, sem gerir þessa undarlegu setningu enn skrítnari.“ 

Bergþór vísar þar að öllum líkindum til þegar hann segir í upptökunum: „Who the fuck is that bitch“ en siðanefnd tóku þau ummæli ekki til meðferðar. 

Féllu einnig „mörg og góð hrósyrði um téða stjórnmálakonu“

Bergþór segir jafnframt að hlutirnir séu slitnir úr samhengi í tengslum við umrædd ummæli hans um Írisi Róbertsdóttur. Hann segir að það þurfi sérstakan vilja til að heyra aðeins kynferðislegan undirtón í þessum ummælum. 

„Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur,“ eru ummælin sem þing­mað­ur­inn við­hafði um Írisi á Klaust­ur­bar.

Í andsvarinu bendir Bergþór jafnframt á að bæði á undan og á eftir tilvitnuðum ummælum falli mörg og góð hrósyrði um téða stjórnmálakonu. „Sem dæmi má nefna að Írisi er lýst með orðunum: helvíti öflug, helvíti sæt, orðið eldklár er notað fjórum sinnum um hana, hún er röggsöm o.s.frv. Þetta nefni ég til að draga fram hvað raunverulegt eðli og efni umræðu um hana er frábrugðin því sem birtist í fjölmiðlum, slitið úr samhengi og skrumskælt. Jafnframt falla á sama tíma ummæli um að mögulegur karl keppinautur hennar um toppsætið, sé ekki nógu „sexy“. Ekkert er gert með það orðalag gagnvart karlinum,“ segir Bergþór. 

Í áliti siðanefndar segir að ummæli Bergþórs Ólasonar um Írisi Róbertsdóttur lýsi tilteknum viðhorfum til ungra kvenna í stjórnmálum. Í andsvari sínu segir Bergþór þetta hins vegar „fullkomna dellu“.

„Ummæli mín hafa ekkert með viðhorf mín til ungra kvenna í stjórnmálum að gera, heldur er ég þarna að lýsa þeim áhrifum sem sérframboð sem hún leiddi, gegn Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum, hafði á pólitíska stöðu hennar innan Sjálfstæðisflokksins. Siðanefndarfólk þarf að vera með sérstaklega vanstilltan kompás ef þessi augljósi hlutur nær ekki í gegn hjá þeim, enda er hér um augljósa rökvillu að ræða. Ummæli um eina persónu geta ekki lýst almennu viðhorfi til hóps af fólki. Mætti þá ekki eins segja að ummæli mín lýstu „tilteknu viðhorfi“ til Vestmannaeyinga?,“ segir Bergþór.

„Nýta þann glæp til að refsa þolendum brotsins“

Um ummæli sín um Albertínu segir Bergþór að ástæða sé fyrir því að hann hafi hvorki dregið sín orð til baka né beðist afsökunar á þeim sérstaklega. „Ástæðan er sú að þarna var í engu orðum aukið það sem átti sér stað og í raun alveg galin staða að vera útmálaður í hlutverki geranda í þessu máli, þegar raunin er þveröfug,“ segir Bergþór.

Um ummæli hans um Ingu Sæland segir hann að hann hafi beðið hana fyrirgefningar og Inga af stórmennsku veitt honum hana. „Svona á maður ekki að tala um fólk. Ekki einu sinni pólitíska andstæðinga.“

Vill að skoðað verði alvarlega að leysa upp siðanefnd 

Í niðurlagi álitsins segir Bergþór að „gildishlaðinn tónn“ í áliti siðanefndar sé athyglisverður um leið og hann sé áhyggjuefni. Hann segir að ef það sé meðvituð eða ómeðvituð áætlun siðanefndar að koma til móts við þá hörðu gagnrýni sem nefndin varð fyrir í kjölfar afstöðu sinnar til mál Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, þá sé slíkt ótækt með öllu og standist engar kröfur samtímans um meðferð mála. 

Bergþór segir jafnframt í áliti sínu að hann telji að skoða eigi hvort að leysa eigi upp siðanefnd Alþingis. „Í kjölfar þeirra tveggja mála sem forsætis-og siðanefnd hafa klárað og kannski sérstaklega vegna þeirra mála sem forsætisnefnd hefur ekki klárað, tel ég rétt að það verði skoðað alvarlega að leysa upp siðanefnd Alþingis og þann feril sem nefndinni fylgir,“ segir Bergþór. 

Hann segir að allt ferlið í öllum þeim málum sem hann þekkir til að vísað hafi verið til forsætis-/siðanefnda, hafi „klúðrast“ með einum eða öðrum hætti. „Slíkt kastar rýrð á Alþingi og skaðar ímynd þess. Auk þess að slíkt sleifarlag sýnir Alþingi, stöðu þess og störfum ekki virðingu.“

Tekur mest mark á skömmum frá móður sinni 

Að lokum segir Bergþór að hann hafi sjálfur tekið við þeim skömmum sem hann taki mest mark á vegna málsins frá móður sinni fyrir tæpum átta mánuðum síðan. 

„Sú opinbera smánunarherferð sem keyrð hefur verið áfram er refsing sem er margfalt verri fyrir þá sem í lenda, en hinar hefðbundnu refsingar sem siðuð samfélög telja forsvaranlegar. Það eru ekki bara stjórnmálamennirnir sjálfir sem verða fyrir, heldur fjölskyldan og nærumhverfið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent