Segir „opinbera smánunarherferð“ vera margfalt verri refsingu

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir í andsvari sínu til forsætisnefndar að hann hafi sjálfur tekið við þeim skömmum sem hann taki mest mark á vegna klaustursmálsins frá móður sinni fyrir tæpum átta mánuðum,

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, segir að sú „op­in­ber­a smán­un­ar­her­ferð“ sem keyrð hafi verið áfram sé refs­ing sem sé marg­falt verri fyrir þá sem í lenda, en „hinar hefð­bundnu refs­ingar sem siðuð sam­fé­lög telja ­for­svar­an­leg­ar“. Þetta kemur fram í and­svari Berg­þórs við áliti siða­­nefndar Alþing­is ­sem Mbl.is birti í morg­un. Hann seg­ir ­jafn­fram­t að setn­ing­ar ­siða­nefnd­ar beri ekki með sér hlut­leysi og að hann telji að skoða ætti alvar­lega að leggja nefnd­ina nið­ur. 

Van­virð­ing er lýtur að kyn­ferði þeirra kvenna sem um er rætt

­Siða­nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að Berg­þór Óla­­son og Gunnar Bragi Sveins­­son, þing­­menn Mið­­flokks­ins, hafi brotið siða­­reglur alþing­is­­manna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Siða­­nefnd fór yfir ummæli Berg­þórs um Ingu Sæland, for­­mann Flokks fólks­ins, Írisi Róberts­dótt­­ur, bæj­­­ar­­stjóra í Vest­­manna­eyj­um, Albertínu Frið­­­björgu Elí­a­s­dótt­­ur, þing­­mann Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, og Lilja Alfreðs­dótt­­ur, mennta­­mála­ráð­herra. 

Í áliti nefnd­ar­innar kemur fram að ummæli Berg­þórs séu „öll af sömu rót­inni sprott­in“. Þau séu ósæmi­­leg og í þeim felist van­virð­ing er lýtur að kyn­­ferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess.

Auglýsing

Í and­svari sínu til for­sætis­nefndar um álit siða­nefndar segir Berg­þór að sú ákvörðun siða­nefndar um að telja ekki þörf á að greina hvert atriði í ummælum und­ir­rit­aðs beri ekki með sér hlut­leysi í mat­i. „Án þess að reikna með svari, þá verð ég að spyrja; hvernig kemst siða­nefnd að þeirri nið­ur­stöðu að óhefluð og ­gagn­rýn­is­verð um­mæli mín um Ingu Sæland séu af sömu rót sprottin og frá­sögn mín af því þegar ég varð fyrir kyn­ferð­is­legu áreiti? Eru það að mati siða­nefndar bara konur sem geta orðið fyrir kyn­ferð­is­legu áreit­i?“ segir í and­svar­inu.

Í and­svar­inu gerir Berg­þór efn­is­legar athuga­semdir um álit siða­nefndar þar sem hann segir að annað hvort sé farið rangt með eða rangar álykt­anir dregnar um ummæli hans um kon­urnar fjór­ar.

Segir ummælin um Lilju sögð í „stríðn­is­tón“

Í áliti siða­nefndar segir að Berg­þór hafi látið eft­ir­far­andi tvö ummæli falla um Lilju Alfreðs­dótt­ur: 

  • „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asna­eyr­unum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða“ 
  • „Þarna loks­ins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í“

Um fyrri ummælin segir Berg­þór að þau séu aug­ljós­lega sögð í stríðn­is­tón, þar sem gert er grín að góðum vinum sem hafa látið stjórn­mála­menn teyma sig á asna­eyrum að mati und­i­r­it­aðs. 

„Við þetta tæki­færi sagði und­ir­rit­aður að við­mæl­end­urnir (SDG og GBS) yrðu að kalla blöff­ið. Í þessu sam­hengi var not­ast við tungu­tak þekktrar sjón­varps­fígúru, sem á flesta mæli­kvarða er tal­inn full­kom­inn auli og það gert til að und­ir­strika stríðn­is­tón­inn í ummæl­un­um. Í Bret­landi væri þetta kallað „to have a banter“, sem net­orða­bók skil­greinir sem „pla­y­ful and fri­endly exchange of teasing remarks“, “ segir í and­svari Berg­þórs.

Hann segir jafn­framt að erfitt sé fyrir hann að tjá sig um síð­ari ummælin um Lilju þar sem þau birt­ist ekki í hand­riti Alþing­is. „Um­mælin eru í meira lagi und­ar­leg og alger­lega úr takti (og raunar alveg úr sam­bandi) við það sam­tal sem á sér stað á þessum tíma. Sam­kvæmt hand­riti Alþingis virð­ist setn­ing frá mér, á þessum tíma sam­tals­ins, raunar vera sögð á ensku, sem gerir þessa und­ar­legu setn­ingu enn skrítn­ari.“ 

Berg­þór vísar þar að öllum lík­indum til þegar hann segir í upp­tök­un­um: „Who the fuck is that bitch“ en siða­nefnd tóku þau ummæli ekki til með­ferð­ar. 

Féllu einnig „mörg og góð hrósyrði um téða stjórn­mála­konu“

Berg­þór segir jafn­framt að hlut­irnir séu slitnir úr sam­hengi í tengsl­u­m við umrædd ummæli hans um Írisi Róberts­dótt­ur. Hann segir að það þurf­i ­sér­stakan vilja til að heyra aðeins kyn­ferð­is­legan und­ir­tón í þessum ummæl­u­m. 

„Nú ætla ég að segja eitt sem er nátt­úru­lega mjög dóna­legt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síð­an. Það er ótrú­legur mun­ur,“ eru ummælin sem þing­­mað­­ur­inn við­hafði um Írisi á Klaust­­ur­b­ar.

Í and­svar­inu bendir Berg­þór jafn­framt á að bæði á undan og á eftir til­vitn­uðum ummælum falli mörg og góð hrósyrði um téða stjórn­mála­kon­u. „­Sem dæmi má nefna að Írisi er lýst með orð­un­um: hel­víti öfl­ug, hel­víti sæt, orðið eld­klár er notað fjórum sinnum um hana, hún er rögg­söm o.s.frv. Þetta nefni ég til að draga fram hvað raun­veru­legt eðli og efni umræðu um hana er frá­brugðin því sem birt­ist í fjöl­miðl­um, slitið úr sam­hengi og skrum­skælt. Jafn­framt falla á sama tíma ummæli um að mögu­legur karl keppi­nautur hennar um topp­sæt­ið, sé ekki nógu „sexy“. Ekk­ert er gert með það orða­lag gagn­vart karl­in­um,“ segir Berg­þór. 

Í áliti siða­nefndar segir að ummæli Berg­þórs Óla­sonar um Írisi Róberts­dóttur lýsi til­teknum við­horfum til ungra kvenna í stjórn­mál­um. Í and­svari sínu segir Berg­þór þetta hins vegar „full­komna dellu“.

„Um­mæli mín hafa ekk­ert með við­horf mín til ungra kvenna í stjórn­málum að gera, heldur er ég þarna að lýsa þeim áhrifum sem sér­fram­boð sem hún leiddi, gegn Sjálf­stæð­is­flokknum í Vest­manna­eyj­um, hafði á póli­tíska stöðu hennar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Siða­nefnd­ar­fólk þarf að vera með sér­stak­lega van­stilltan kompás ef þessi aug­ljósi hlutur nær ekki í gegn hjá þeim, enda er hér um aug­ljósa rökvillu að ræða. Ummæli um eina per­sónu geta ekki lýst almennu við­horfi til hóps af fólki. Mætti þá ekki eins segja að ummæli mín lýstu „til­teknu við­horfi“ til­ Vest­manna­ey­inga?,“ segir Berg­þór.

„Nýta þann glæp til að refsa þolendum brots­ins“

Um ummæli sín um Albertínu segir Berg­þór að ástæða sé fyrir því að hann hafi hvorki dregið sín orð til baka né beðist afsök­unar á þeim sér­stak­lega. „Ástæðan er sú að þarna var í engu orðum aukið það sem átti sér stað og í raun alveg galin staða að vera útmál­aður í hlut­verki ger­anda í þessu máli, þegar raunin er þver­öf­ug,“ segir Berg­þór.

Um ummæli hans um Ingu Sæland segir hann að hann hafi beðið hana ­fyr­ir­gefn­ing­ar og Inga af stór­mennsku veitt honum hana. „Svona á maður ekki að tala um fólk. Ekki einu sinni póli­tíska and­stæð­inga.“

Vill að skoðað verði alvar­lega að leysa upp siða­nefnd 

Í nið­ur­lagi álits­ins segir Berg­þór að „gild­is­hlað­inn tónn“ í áliti siða­nefndar sé ­at­hygl­is­verð­ur­ um leið og hann sé á­hyggju­efni. Hann segir að ef það sé með­vituð eða ómeð­vituð áætlun siða­nefndar að koma til móts við þá hörðu gagn­rýni sem nefndin varð fyrir í kjöl­far afstöðu sinnar til mál Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata, þá sé slíkt ótækt með öllu og stand­ist engar kröfur sam­tím­ans um með­ferð mála. 

Berg­þór segir jafn­framt í áliti sínu að hann telji að skoða eigi hvort að leysa eigi upp siða­nefnd Alþing­is. „Í kjöl­far þeirra tveggja mála sem for­sæt­is-og siða­nefnd hafa klárað og kannski sér­stak­lega vegna þeirra mála sem for­sætis­nefnd hefur ekki klárað, tel ég rétt að það verði skoðað alvar­lega að leysa ­upp siða­nefnd Alþingis og þann feril sem nefnd­inni fylgir,“ segir Berg­þór. 

Hann segir að allt ferlið í öllum þeim málum sem hann þekkir til að vísað hafi verið til for­sæt­is-/­siða­nefnda, hafi „klúðrast“ með einum eða öðrum hætti. „Slíkt kastar rýrð á Al­þingi og skaðar ímynd þess. Auk þess að slíkt sleif­ar­lag sýnir Alþingi, stöðu þess og störfum ekki virð­ing­u.“

Tekur mest mark á skömmum frá móður sinni 

Að lokum segir Berg­þór að hann hafi sjálfur tekið við þeim skömmum sem hann taki mest mark á vegna máls­ins frá móður sinni fyrir tæpum átta mán­uðum síð­an. 

„Sú opin­bera smán­un­ar­her­ferð sem keyrð hefur verið áfram er refs­ing sem er marg­falt verri fyrir þá sem í lenda, en hinar hefð­bundnu refs­ingar sem siðuð sam­fé­lög telja ­for­svar­an­leg­ar. Það eru ekki bara stjórn­mála­menn­irnir sjálfir sem verða fyr­ir, heldur fjöl­skyldan og nærum­hverf­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent