Útlit er fyrir minni aukningu í umferð á þessu ári en síðustu sjö ár. Umferðin á Hringveginum jókst um 1,4 prósent í júlí en það er jafnframt minnsta aukning í umferðinni í þessum mánuði síðan árið 2012. Af fimm skilgreindum svæðum Vegagerðarinnar var einungis aukning um tvö þeirra eða á Vesturlandi um 6,1 prósent og í grennd við höfuðborgarsvæðið um 3,3 prósent. Um önnur svæði varð samdráttur og mestur varð hann á Austurlandi þar sem varð 6,9 prósent samdráttur,
Ekki verið minni aukning síðan 2012
Nú hefur umferð um landið aukist um 4,2 prósent frá áramótum sem samkvæmt Vegagerðinni er nákvæmlega sama staða og var uppi á síðasta ári. Mest hefur umferð aukist um Vesturland og minnst um Austurland en þar mælist 3,1 prósent samdráttur og er það eina svæðið þar sem umferð hefur dregist saman frá áramótum.
Aftur á móti stefnir í að umferðin aukist um 2,7 prósent það sem af er ári, hegði hún sér líkt og venja er til. Gangi þessi spá hins vegar eftir þarf að leita aftur til ársins 2012 til finna minna aukningu í umferð milli ára á Hringveginum.
Þrír af hverjum fimm ferðamönnum ferðast um landið á bílaleigubíl
Meirihluti ferðamenn sem heimsækja Íslands heimsækja fleiri staði en aðeins höfuðborgarsvæðið en samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Ferðamálastofu framkvæmdi um ferðahegðun og viðhorf erlenda ferðamanna árið 2018 kom fram að þrír af hverjum fjórum ferðamönnum sem heimsækja landið skoða Suðurlandið. Þá heimsækja nærri þrír af hverjum fimm Reykjanesið, tæplega helmingur ferðamanna fer Vestur, ríflega heimsækir fjórðungur Norðurlandið, tæplega fjórðungur Austurlandið og einn af hverjum tíu Vestfirði.
Þá sögðust um þrír af hverjum fimm svarendum í könnunni hafa ferðast um landið á bílaleigubíl, tæplega þriðjungur í skipulagðri rútuferð og um 15 prósent í áætlunarbifreið.
Fáum dylst þó að ferðamönnum hér á landi hefur fækkað á þessu ári en frá áramótum hafa 900 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 12,4 prósent fækkun miðað við sama tímabil í fyrra og gæti það þar leiðandi að einhverju leyti skýrt minni aukningu í umferð á þessu ári.