Vilja einungis ríka og heilbrigða innflytjendur til Bandaríkjanna

Innflytjendur sem þurfa á opinberri heilbrigðisþjónustu að halda, notast við matarmiða eða búa við bága fjárhagsstöðu verður neitað um fasta búsetu í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld vilja ekki að innflytjendur verði „byrði á skattgreiðendur.“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Ný bandarísk innflytjendareglugerð kveður á að innflytjendur sem búi við bága fjárhagsstöðu og innflytjendur sem þurfi á opinberri heilbrigðisþjónustu að halda mun vera neitað um græna kortið í Bandaríkjunum. Búi innflytjandi í niðurgreiddu húsnæði af ríkinu, eða talið er að hann muni þurfa á opinberri heilbrigðisþjónustu að halda í framtíðinni, verður nær ómögulegt fyrir hann að sækja um græna kortið. Græna kortið veitir innflytjendum stöðu sem einstaklingar með fasta búsetu í Bandaríkjunum.

Reglugerðin sem skrifuð er af ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, beinist ekki gegn ólöglegum innflytjendum heldur að innflytjendum sem koma til landsins löglega og vilja halda áfram að vera í Bandaríkjunum. Búi innflytjendurnir við bága fjárhagsstöðu verður hægt að flokka þá sem „byrði á skattgreiðendur“ og þeim því neitað um græna kortið. Þetta kemur fram í frétt the New York Times.

Auglýsing
Hin nýja reglugerð mun taka gildi í október og munu þeir innflytjendur sem sækja um græna kortið þurfa að gangast undir ítarlega skoðun á fjármálum þeirra. Fátækum innflytjendum verður neitað um græna kortið ef talið er líklegt að þeir muni notast við einhvers konar bætur, matarmiða (food stamp) eða niðurgreitt húsnæði. Ríkari innflytjendum, sem talið er að muni þurfa á minni aðstoð að halda, mun verða veitt græna kortið. 

Innflytjendur reiði sig ekki á velferðarkerfið

Í gær tilkynnti Kenneth T. Cuccinelli II, yfirmaður bandaríska ríkisborgararéttarins og innflytjendamála, fyrir hönd bandarísku ríkisstjórnarinnar að reglugerð um innflytjendur í Bandaríkjunum yrði hert. Hann sagði að áhersla yrði lögð á að innflytjendur væru „sjálfum sér nægir og beri persónulega ábyrgð.“ Jafnframt sem nýja reglugerðin „gerir innflytjendum kleyft að sjá fyrir sjálfum sér og ná árangri.“

Cuccinelli sagði að nýja reglugerðin myndi tryggja að innflytjendur geti staðið á eigin fótum og muni ekki reiða sig á velferðarkerfi Bandaríkjanna.

Reglugerðin mun þó ekki gilda um fólk sem hafi þegar hlotið græna kortið, fólk í hernum, flóttamenn og hælisleitendur eða óléttar konur og börn. Baráttumenn fyrir réttindum innflytjenda hafa varað við því að reglugerðin gætu fælt innflytjendur frá því að sækja um græna kortið, jafnvel þótt þeir standist kröfur hennar. 

Jákvæðir og neikvæðir þættir innflytjenda metnir

Samkvæmt nýju reglugerðinni munu opinberir starfsmenn útlendingastofnunar Bandaríkjanna líta til aldurs, heilsu, eigna, innkomu, menntunar og fjölskylduhaga, þegar kemur að því að meta hvort innflytjendur ættu að fá græna kortið. Fátækari innflytjendum verður gert að sanna að þeir muni ekki þurfa bætur eða hjálp ríkisins í framtíðinni. Reglugerðina má lesa hér.

Í reglugerðinni stendur að neikvæðir þættir sem hafi áhrif á umsókn innflytjenda séu atvinnuleysi, að vera þiggjandi opinberrar aðstoðar, að hafa þegið opinbera aðstoð 36 mánuðum áður en sótt var um græna kortið og að geta ekki greitt fyrir heilbrigðisþjónustu.

Jákvæðir þættir teljast fjölskyldutengsl, að vera enskumælandi, vera menntaður, hafa heilbrigðistryggingu, hafa unnið innan Bandaríkjanna, hafa hlotið styrki, vera foreldri og geta að vinna í framtíðinni. 

Heilbrigði stór þáttur

Hafi innflytjandi hlotið opinbera heilbrigðisþjónustu og sé án heilbrigðistryggingar annarrar en opinberrar mun það bitna á umsókninni. Innflytjendur sem geta borgað fyrir sína eigin heilbrigðisþjónustu án aðstoðar ríkisins munu frekar fá græna kortið. 

Ákvæðin gilda þó ekki um heilbrigðisþjónustu fatlaðra, barna, óléttra kvenna, heilbrigðisþjónustu veitta í skólum og heilbrigðisþjónustu kvenna 60 dögum eftir barnsburð. Einnig á reglugerðin ekki við um börn sem ættleidd verða af bandarískum borgurum.

Yfirvöld í Bandaríkjunum munu jafnframt hafa rétt að skoða skýrslur um heilbrigði innflytjenda til að meta hvort mögulega þurfi innflytjandinn á opinberri heilbrigðisþjónustu að halda í framtíðinni. Því er ljóst að innflytjendur sem eru með tryggingu og við góða heilsu eiga meiri líkur á að hljóta græna kortið. 

Vopnvæða kerfi sem á að hjálpa fólki

„Þetta er grimmilegt skref í átt að vopnvæða kerfi sem ætlað er til að hjálpa fólki og í staðinn nota það til að stía fjölskyldum í sundur og senda innflytjendum og lituðum samfélögum  skilaboðin: Þið eruð ekki velkomin,“ sagði Marielena Hincapié, framkvæmdastjóri miðstöðvar innflytjendalaga í Bandaríkjunum í samtali við the New York Times. 

„Þetta mun hafa alvarleg áhrif á fólk, mun neyða sumar fjölskyldur að sleppa heilbrigðisþjónustu og næringu. Skaðinn mun vara í áratugi,“ bætti hún við.

Trump hefur lengi krafist þess að innflytjendur ættu einungis að fá græna kortið byggt á „verðleika“ sínum. Í janúar 2018 lét hann til að mynda þau frægu orð falla að Bandaríkin ættu ekki að taka við innflytjendum frá „skítalöndum.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent