Vilja einungis ríka og heilbrigða innflytjendur til Bandaríkjanna

Innflytjendur sem þurfa á opinberri heilbrigðisþjónustu að halda, notast við matarmiða eða búa við bága fjárhagsstöðu verður neitað um fasta búsetu í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld vilja ekki að innflytjendur verði „byrði á skattgreiðendur.“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Ný bandarísk innflytjendareglugerð kveður á að innflytjendur sem búi við bága fjárhagsstöðu og innflytjendur sem þurfi á opinberri heilbrigðisþjónustu að halda mun vera neitað um græna kortið í Bandaríkjunum. Búi innflytjandi í niðurgreiddu húsnæði af ríkinu, eða talið er að hann muni þurfa á opinberri heilbrigðisþjónustu að halda í framtíðinni, verður nær ómögulegt fyrir hann að sækja um græna kortið. Græna kortið veitir innflytjendum stöðu sem einstaklingar með fasta búsetu í Bandaríkjunum.

Reglugerðin sem skrifuð er af ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, beinist ekki gegn ólöglegum innflytjendum heldur að innflytjendum sem koma til landsins löglega og vilja halda áfram að vera í Bandaríkjunum. Búi innflytjendurnir við bága fjárhagsstöðu verður hægt að flokka þá sem „byrði á skattgreiðendur“ og þeim því neitað um græna kortið. Þetta kemur fram í frétt the New York Times.

Auglýsing
Hin nýja reglugerð mun taka gildi í október og munu þeir innflytjendur sem sækja um græna kortið þurfa að gangast undir ítarlega skoðun á fjármálum þeirra. Fátækum innflytjendum verður neitað um græna kortið ef talið er líklegt að þeir muni notast við einhvers konar bætur, matarmiða (food stamp) eða niðurgreitt húsnæði. Ríkari innflytjendum, sem talið er að muni þurfa á minni aðstoð að halda, mun verða veitt græna kortið. 

Innflytjendur reiði sig ekki á velferðarkerfið

Í gær tilkynnti Kenneth T. Cuccinelli II, yfirmaður bandaríska ríkisborgararéttarins og innflytjendamála, fyrir hönd bandarísku ríkisstjórnarinnar að reglugerð um innflytjendur í Bandaríkjunum yrði hert. Hann sagði að áhersla yrði lögð á að innflytjendur væru „sjálfum sér nægir og beri persónulega ábyrgð.“ Jafnframt sem nýja reglugerðin „gerir innflytjendum kleyft að sjá fyrir sjálfum sér og ná árangri.“

Cuccinelli sagði að nýja reglugerðin myndi tryggja að innflytjendur geti staðið á eigin fótum og muni ekki reiða sig á velferðarkerfi Bandaríkjanna.

Reglugerðin mun þó ekki gilda um fólk sem hafi þegar hlotið græna kortið, fólk í hernum, flóttamenn og hælisleitendur eða óléttar konur og börn. Baráttumenn fyrir réttindum innflytjenda hafa varað við því að reglugerðin gætu fælt innflytjendur frá því að sækja um græna kortið, jafnvel þótt þeir standist kröfur hennar. 

Jákvæðir og neikvæðir þættir innflytjenda metnir

Samkvæmt nýju reglugerðinni munu opinberir starfsmenn útlendingastofnunar Bandaríkjanna líta til aldurs, heilsu, eigna, innkomu, menntunar og fjölskylduhaga, þegar kemur að því að meta hvort innflytjendur ættu að fá græna kortið. Fátækari innflytjendum verður gert að sanna að þeir muni ekki þurfa bætur eða hjálp ríkisins í framtíðinni. Reglugerðina má lesa hér.

Í reglugerðinni stendur að neikvæðir þættir sem hafi áhrif á umsókn innflytjenda séu atvinnuleysi, að vera þiggjandi opinberrar aðstoðar, að hafa þegið opinbera aðstoð 36 mánuðum áður en sótt var um græna kortið og að geta ekki greitt fyrir heilbrigðisþjónustu.

Jákvæðir þættir teljast fjölskyldutengsl, að vera enskumælandi, vera menntaður, hafa heilbrigðistryggingu, hafa unnið innan Bandaríkjanna, hafa hlotið styrki, vera foreldri og geta að vinna í framtíðinni. 

Heilbrigði stór þáttur

Hafi innflytjandi hlotið opinbera heilbrigðisþjónustu og sé án heilbrigðistryggingar annarrar en opinberrar mun það bitna á umsókninni. Innflytjendur sem geta borgað fyrir sína eigin heilbrigðisþjónustu án aðstoðar ríkisins munu frekar fá græna kortið. 

Ákvæðin gilda þó ekki um heilbrigðisþjónustu fatlaðra, barna, óléttra kvenna, heilbrigðisþjónustu veitta í skólum og heilbrigðisþjónustu kvenna 60 dögum eftir barnsburð. Einnig á reglugerðin ekki við um börn sem ættleidd verða af bandarískum borgurum.

Yfirvöld í Bandaríkjunum munu jafnframt hafa rétt að skoða skýrslur um heilbrigði innflytjenda til að meta hvort mögulega þurfi innflytjandinn á opinberri heilbrigðisþjónustu að halda í framtíðinni. Því er ljóst að innflytjendur sem eru með tryggingu og við góða heilsu eiga meiri líkur á að hljóta græna kortið. 

Vopnvæða kerfi sem á að hjálpa fólki

„Þetta er grimmilegt skref í átt að vopnvæða kerfi sem ætlað er til að hjálpa fólki og í staðinn nota það til að stía fjölskyldum í sundur og senda innflytjendum og lituðum samfélögum  skilaboðin: Þið eruð ekki velkomin,“ sagði Marielena Hincapié, framkvæmdastjóri miðstöðvar innflytjendalaga í Bandaríkjunum í samtali við the New York Times. 

„Þetta mun hafa alvarleg áhrif á fólk, mun neyða sumar fjölskyldur að sleppa heilbrigðisþjónustu og næringu. Skaðinn mun vara í áratugi,“ bætti hún við.

Trump hefur lengi krafist þess að innflytjendur ættu einungis að fá græna kortið byggt á „verðleika“ sínum. Í janúar 2018 lét hann til að mynda þau frægu orð falla að Bandaríkin ættu ekki að taka við innflytjendum frá „skítalöndum.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent