Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta boðuðum fundi sínum með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vegna þess að hún hefur gefið það út að hún vilji ekki ræða sölu á Grænlandi til Bandaríkjanna. Fundurinn átti að fara fram eftir tvær vikur. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem hann setti á Twitter í nótt.
Denmark is a very special country with incredible people, but based on Prime Minister Mette Frederiksen’s comments, that she would have no interest in discussing the purchase of Greenland, I will be postponing our meeting scheduled in two weeks for another time....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2019
Þar segir forsetinn að Danmörk sé mjög einstakt land með frábæru fólki, en í ljósi ummæla hennar um áhuga Bandaríkjanna á að kaupa Grænland, þar sem Frederiksen hefur meðal annars kallað hugmyndina fáránlega, muni hann fresta fundinum. Trump segir að með því að vera jafn beinskeytt og raun bar vitni hafi Frederiksen getað kostnað og átök. Hann þakki henni fyrir það og hlakki til að skipuleggja annan fund með henni í framtíðinni.
....The Prime Minister was able to save a great deal of expense and effort for both the United States and Denmark by being so direct. I thank her for that and look forward to rescheduling sometime in the future!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2019
Trump átti að koma til Danmerkur 2. september næstkomandi. Heimsóknin var í boði Margrétar Þórhildar drottningar. Einungis þrír starfandi Bandaríkjaforsetar hafa komið til Danmerkur. Barack Obama árið 2009, George W. Bush árið 2005 og Bill Clinton árið 1997.
Því var jafnframt haldið fram að Trump hafi leitað til ráðgjafa Hvíta hússins um hvort möguleiki sé á kaupunum. Sumir ráðgjafar forsetans voru sagðir styðja hugmyndina og segja hana hagkvæma á meðan aðrir ráðgjafar telji hugmyndina vera fjarstæðukennda.
Hann staðfesti stuttu síðar áhuga sinn á hugmyndinni í samtali við fjölmiðla og sagði að hann myndi ræða möguleg kaup í opinberu heimsókninni til Danmerkur. Trump sagði Grænland vera byrði á Danmörku sem borgaði um 700 milljónir dali með landinu á ári. Rétt upphæð er hins vegar um 600 milljónir dalir. Þegar Frederiksen var spurð um málið í heimsókn hennar til Grænlands var svarið afdráttarlaust: „Þetta er fáránleg umræða“. Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, hefur tekið í sama streng og sagt að Grænland sé alls ekki til sölu. Í gær bætti hann um bætur og sagði Grænland vera tilbúið að kaupa Bandaríkin.