Hræringar í breskum stjórnmálum

Eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um þinghlé hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Bandaríkjaforseti blandar sér einnig í umræðuna.

Boris Johnson
Boris Johnson
Auglýsing

Miklar hrær­ingar hafa verið í breskum stjórn­málum und­an­farna daga en til tíð­inda dró þegar nýi for­sæt­is­ráð­herrann, Boris John­son, til­kynnti að hann ætl­aði að fresta þingi í næsta mán­uði fram í miðjan októ­ber.

Bretar munu að öllum lík­indum ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu þann 31. októ­ber næst­kom­andi og hefur stjórn­ar­and­staðan tekið þing­hléinu óstinnt upp. Jafn­framt hefur almenn­ingur tekið við sér en yfir 1,3 millj­ónir manna hafa skrifað undir áskorun þar sem mælst er til þess að hætt verði við frestun þings­ins.

For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði að ástæðan fyrir frestun þings­ins væri sú að stjórn hans hygð­ist leggja fram laga­frum­vörp þar sem tekið væri á mörgum knýj­andi mál­um. Hann gaf lítið fyrir það að ástæðan væri að koma í veg fyrir umræður um Brexit í þing­inu og sagði að stjórn­ar­and­staðan hefði nægan tíma.

Auglýsing

Svartur dagur í sögu lýð­ræð­is­ins

Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, var ekki par hrif­inn af frest­un­inni en hann sagði í gær að for­sæt­is­ráð­herr­ann væri með þessu að þrýsta á um útgöngu úr ESB án samn­ings. Hann sagði enn fremur að þegar þing­menn koma úr sum­ar­fríi á þriðju­dag­inn hljóti það að verða þeirra fyrsta verk að leggja fram laga­fram­varp með það fyrir augum að stöðva þing­hléið og leggja fram van­traust­s­til­lögu á for­sæt­is­ráð­herr­ann. Hann sagði að aðgerðir Borisar væru sví­virði­legar og aðför að stjórn­ar­skránni.

Nicola Sturgeon Mynd: EPA

Nicola Stur­ge­on, ráð­herra skosku stjórn­ar­inn­ar, tjáði sig einnig um málið í gær en hún sagði að um svartan dag hefði verið að ræða fyrir lýð­ræð­ið. Að hætta við þing til þess að neyða í gegn brexit án samn­ings – og án sam­ráðs við hina þing­menn­ina – væri ekki lýð­ræði heldur ein­ræði.

Boris „a great one!“

Banda­ríkja­for­seti bland­aði sér í umræð­urnar á Twitter í gær en hann sagði að erfitt væri fyrir Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, að koma í gegn van­traust­s­til­lögu gegn Boris John­son í ljósi þess að Boris væri einmitt sá sem Bret­land hefði verið að bíða eft­ir. Hann myndi sanna að hann væri „stór­kost­leg­ur“.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent