Hræringar í breskum stjórnmálum

Eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um þinghlé hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Bandaríkjaforseti blandar sér einnig í umræðuna.

Boris Johnson
Boris Johnson
Auglýsing

Miklar hrær­ingar hafa verið í breskum stjórn­málum und­an­farna daga en til tíð­inda dró þegar nýi for­sæt­is­ráð­herrann, Boris John­son, til­kynnti að hann ætl­aði að fresta þingi í næsta mán­uði fram í miðjan októ­ber.

Bretar munu að öllum lík­indum ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu þann 31. októ­ber næst­kom­andi og hefur stjórn­ar­and­staðan tekið þing­hléinu óstinnt upp. Jafn­framt hefur almenn­ingur tekið við sér en yfir 1,3 millj­ónir manna hafa skrifað undir áskorun þar sem mælst er til þess að hætt verði við frestun þings­ins.

For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði að ástæðan fyrir frestun þings­ins væri sú að stjórn hans hygð­ist leggja fram laga­frum­vörp þar sem tekið væri á mörgum knýj­andi mál­um. Hann gaf lítið fyrir það að ástæðan væri að koma í veg fyrir umræður um Brexit í þing­inu og sagði að stjórn­ar­and­staðan hefði nægan tíma.

Auglýsing

Svartur dagur í sögu lýð­ræð­is­ins

Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, var ekki par hrif­inn af frest­un­inni en hann sagði í gær að for­sæt­is­ráð­herr­ann væri með þessu að þrýsta á um útgöngu úr ESB án samn­ings. Hann sagði enn fremur að þegar þing­menn koma úr sum­ar­fríi á þriðju­dag­inn hljóti það að verða þeirra fyrsta verk að leggja fram laga­fram­varp með það fyrir augum að stöðva þing­hléið og leggja fram van­traust­s­til­lögu á for­sæt­is­ráð­herr­ann. Hann sagði að aðgerðir Borisar væru sví­virði­legar og aðför að stjórn­ar­skránni.

Nicola Sturgeon Mynd: EPA

Nicola Stur­ge­on, ráð­herra skosku stjórn­ar­inn­ar, tjáði sig einnig um málið í gær en hún sagði að um svartan dag hefði verið að ræða fyrir lýð­ræð­ið. Að hætta við þing til þess að neyða í gegn brexit án samn­ings – og án sam­ráðs við hina þing­menn­ina – væri ekki lýð­ræði heldur ein­ræði.

Boris „a great one!“

Banda­ríkja­for­seti bland­aði sér í umræð­urnar á Twitter í gær en hann sagði að erfitt væri fyrir Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, að koma í gegn van­traust­s­til­lögu gegn Boris John­son í ljósi þess að Boris væri einmitt sá sem Bret­land hefði verið að bíða eft­ir. Hann myndi sanna að hann væri „stór­kost­leg­ur“.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent