Hræringar í breskum stjórnmálum

Eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um þinghlé hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Bandaríkjaforseti blandar sér einnig í umræðuna.

Boris Johnson
Boris Johnson
Auglýsing

Miklar hrær­ingar hafa verið í breskum stjórn­málum und­an­farna daga en til tíð­inda dró þegar nýi for­sæt­is­ráð­herrann, Boris John­son, til­kynnti að hann ætl­aði að fresta þingi í næsta mán­uði fram í miðjan októ­ber.

Bretar munu að öllum lík­indum ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu þann 31. októ­ber næst­kom­andi og hefur stjórn­ar­and­staðan tekið þing­hléinu óstinnt upp. Jafn­framt hefur almenn­ingur tekið við sér en yfir 1,3 millj­ónir manna hafa skrifað undir áskorun þar sem mælst er til þess að hætt verði við frestun þings­ins.

For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði að ástæðan fyrir frestun þings­ins væri sú að stjórn hans hygð­ist leggja fram laga­frum­vörp þar sem tekið væri á mörgum knýj­andi mál­um. Hann gaf lítið fyrir það að ástæðan væri að koma í veg fyrir umræður um Brexit í þing­inu og sagði að stjórn­ar­and­staðan hefði nægan tíma.

Auglýsing

Svartur dagur í sögu lýð­ræð­is­ins

Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, var ekki par hrif­inn af frest­un­inni en hann sagði í gær að for­sæt­is­ráð­herr­ann væri með þessu að þrýsta á um útgöngu úr ESB án samn­ings. Hann sagði enn fremur að þegar þing­menn koma úr sum­ar­fríi á þriðju­dag­inn hljóti það að verða þeirra fyrsta verk að leggja fram laga­fram­varp með það fyrir augum að stöðva þing­hléið og leggja fram van­traust­s­til­lögu á for­sæt­is­ráð­herr­ann. Hann sagði að aðgerðir Borisar væru sví­virði­legar og aðför að stjórn­ar­skránni.

Nicola Sturgeon Mynd: EPA

Nicola Stur­ge­on, ráð­herra skosku stjórn­ar­inn­ar, tjáði sig einnig um málið í gær en hún sagði að um svartan dag hefði verið að ræða fyrir lýð­ræð­ið. Að hætta við þing til þess að neyða í gegn brexit án samn­ings – og án sam­ráðs við hina þing­menn­ina – væri ekki lýð­ræði heldur ein­ræði.

Boris „a great one!“

Banda­ríkja­for­seti bland­aði sér í umræð­urnar á Twitter í gær en hann sagði að erfitt væri fyrir Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, að koma í gegn van­traust­s­til­lögu gegn Boris John­son í ljósi þess að Boris væri einmitt sá sem Bret­land hefði verið að bíða eft­ir. Hann myndi sanna að hann væri „stór­kost­leg­ur“.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent