Bára Huld og Birna tilnefndar til fjölmiðlaverðlauna

Umfjöllun sem Birna Stefánsdóttir og Bára Huld Beck, blaðamenn Kjarnans, unnu er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru.

Bára Huld og Birna
Auglýsing

Dóm­nefnd hefur til­nefnt fjóra til Fjöl­miðla­verð­launa umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins sem veitt verða á Degi íslenskrar nátt­úru, 16. sept­em­ber. Til­nefnd til verð­laun­anna eru meðal ann­ars Bára Huld Beck og Birna Stef­áns­dótt­ir, blaða­menn Kjarn­ans, Sagafilm, Sig­ríður Hall­dórs­dóttir RÚV og rit­stjórn Stund­ar­inn­ar.

Til­nefn­ingar voru gerðar opin­berar í dag á vef umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Dóm­nefnd skip­uðu Kjartan Hreinn Njáls­son, Ragna Sara Jóns­dótt­ir, for­mað­ur, og Val­gerður Anna Jóhanns­dótt­ir. 

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar seg­ir, að Bára Huld og Birna hafi beint sjónum les­enda að neyslu­hegðun og þeim úrslita­á­hrifum sem breyt­ing á henni mun hafa í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. 

„Í þremur frétta­skýr­ingum sem taka m.a. á mik­illi fata­neyslu almenn­ings, neyslu dýra­af­urða og plast­úr­gangi draga Bára Huld og Birna upp ítar­lega og fræð­andi mynd af þeim vanda sem felst í óhóf­legri neyslu almenn­ings og hvaða leiðir eru færar í gera þessa neyslu sjálf­bær­ari,“ segir í rök­stuðn­ingn­um.

SagaFilm fékk til­nefn­ingu fyrir þátta­röð­ina „Hvað höfum við gert?“ sem sýnd var á RÚV.

„Í þátta­röð­inni er fjallað með vönd­uðum og yfir­veg­uðum hætti um hið marg­slungna við­fangs­efni sem lofts­lags­breyt­ingar eru. Afrakstur ítar­legrar rann­sókn­ar­vinnu, frum­legrar mynd­vinnslu og vönd­uðu vali á við­mæl­endum er þátta­röð sem kom við­fangs­efn­inu ræki­lega á dag­skrá í íslensku sam­fé­lagi og varð þannig hvati að fjöl­breyttri umræðu um það hvernig við tök­umst á við lofts­lags­breyt­ing­ar; hvernig við stemmum stigu við þeim, hvernig við aðlög­umst þessum breyt­ingum og hvernig hvert og eitt okkar getum lagt okkar lóð á vog­ar­skál­arnar í þessu mikla verk­efn­i,“ segir í rök­stuðn­ingn­um.

Auglýsing
Sigríður er til­nefnd fyrir umfjöllun um plast­mengun í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar segir að Sig­ríður sýni fram á hversu útbreidd plast­mengun er á Íslandi, á láði og legi. „Þessu nær Sig­ríður fram með því að fylgja vís­inda­mönnum í rann­sóknum sín­um, sem og með því að varpa ljósi á plast­neyslu almenn­ings. Enn fremur sýnir umfjöll­unin fram á að ekki er allt sem sýn­ist þegar end­ur­vinnsla plasts er ann­ars veg­ar. Þannig tekst Sig­ríði að und­ir­strika hvernig plast­mengun er ekki aðeins vanda­mál sem snertir ein­stak­ling­inn og nærum­hverfi hans, heldur einnig hvernig við­fangs­efnið er hafið yfir landa­mæri, eins og svo oft er raunin þegar hvers kyns mengun er ann­ars veg­ar,“ segir í rök­stuðn­ingi.

Rit­stjórn Stund­ar­innar var svo til­nefnd fyrir umfjöllun um lofts­lags­breyt­ingar undir yfir­skrift­inni „Ham­fara­hlýn­un“.

„Ít­ar­legri, mynd­rænni og vand­aðri umfjöllun Stund­ar­innar um ham­fara­hlýnun tókst einkar vel að draga fram og vekja athygli á mik­il­vægi ein­stak­lings­fram­taks­ins. Í umfjöll­un­inni var að finna fróð­legar og áhuga­verðar frá­sagnir fólks sem hefur breytt lífs­stíl sínum vegna þeirra breyt­inga sem ýmist eru hafnar eða eru yfir­vof­andi vegna breyt­inga á lofts­lagi. Á sama tíma freista blaða­menn Stund­ar­innar þess að svara áleitnum og mik­il­vægum spurn­ingum um losun Íslands á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum og hvernig stjórn­völdum hefur vegnað í því verk­efni sínu að draga úr los­un,“ í rök­stuðn­ingn­um.

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent