Bára Huld og Birna tilnefndar til fjölmiðlaverðlauna

Umfjöllun sem Birna Stefánsdóttir og Bára Huld Beck, blaðamenn Kjarnans, unnu er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru.

Bára Huld og Birna
Auglýsing

Dóm­nefnd hefur til­nefnt fjóra til Fjöl­miðla­verð­launa umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins sem veitt verða á Degi íslenskrar nátt­úru, 16. sept­em­ber. Til­nefnd til verð­laun­anna eru meðal ann­ars Bára Huld Beck og Birna Stef­áns­dótt­ir, blaða­menn Kjarn­ans, Sagafilm, Sig­ríður Hall­dórs­dóttir RÚV og rit­stjórn Stund­ar­inn­ar.

Til­nefn­ingar voru gerðar opin­berar í dag á vef umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Dóm­nefnd skip­uðu Kjartan Hreinn Njáls­son, Ragna Sara Jóns­dótt­ir, for­mað­ur, og Val­gerður Anna Jóhanns­dótt­ir. 

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar seg­ir, að Bára Huld og Birna hafi beint sjónum les­enda að neyslu­hegðun og þeim úrslita­á­hrifum sem breyt­ing á henni mun hafa í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. 

„Í þremur frétta­skýr­ingum sem taka m.a. á mik­illi fata­neyslu almenn­ings, neyslu dýra­af­urða og plast­úr­gangi draga Bára Huld og Birna upp ítar­lega og fræð­andi mynd af þeim vanda sem felst í óhóf­legri neyslu almenn­ings og hvaða leiðir eru færar í gera þessa neyslu sjálf­bær­ari,“ segir í rök­stuðn­ingn­um.

SagaFilm fékk til­nefn­ingu fyrir þátta­röð­ina „Hvað höfum við gert?“ sem sýnd var á RÚV.

„Í þátta­röð­inni er fjallað með vönd­uðum og yfir­veg­uðum hætti um hið marg­slungna við­fangs­efni sem lofts­lags­breyt­ingar eru. Afrakstur ítar­legrar rann­sókn­ar­vinnu, frum­legrar mynd­vinnslu og vönd­uðu vali á við­mæl­endum er þátta­röð sem kom við­fangs­efn­inu ræki­lega á dag­skrá í íslensku sam­fé­lagi og varð þannig hvati að fjöl­breyttri umræðu um það hvernig við tök­umst á við lofts­lags­breyt­ing­ar; hvernig við stemmum stigu við þeim, hvernig við aðlög­umst þessum breyt­ingum og hvernig hvert og eitt okkar getum lagt okkar lóð á vog­ar­skál­arnar í þessu mikla verk­efn­i,“ segir í rök­stuðn­ingn­um.

Auglýsing
Sigríður er til­nefnd fyrir umfjöllun um plast­mengun í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar segir að Sig­ríður sýni fram á hversu útbreidd plast­mengun er á Íslandi, á láði og legi. „Þessu nær Sig­ríður fram með því að fylgja vís­inda­mönnum í rann­sóknum sín­um, sem og með því að varpa ljósi á plast­neyslu almenn­ings. Enn fremur sýnir umfjöll­unin fram á að ekki er allt sem sýn­ist þegar end­ur­vinnsla plasts er ann­ars veg­ar. Þannig tekst Sig­ríði að und­ir­strika hvernig plast­mengun er ekki aðeins vanda­mál sem snertir ein­stak­ling­inn og nærum­hverfi hans, heldur einnig hvernig við­fangs­efnið er hafið yfir landa­mæri, eins og svo oft er raunin þegar hvers kyns mengun er ann­ars veg­ar,“ segir í rök­stuðn­ingi.

Rit­stjórn Stund­ar­innar var svo til­nefnd fyrir umfjöllun um lofts­lags­breyt­ingar undir yfir­skrift­inni „Ham­fara­hlýn­un“.

„Ít­ar­legri, mynd­rænni og vand­aðri umfjöllun Stund­ar­innar um ham­fara­hlýnun tókst einkar vel að draga fram og vekja athygli á mik­il­vægi ein­stak­lings­fram­taks­ins. Í umfjöll­un­inni var að finna fróð­legar og áhuga­verðar frá­sagnir fólks sem hefur breytt lífs­stíl sínum vegna þeirra breyt­inga sem ýmist eru hafnar eða eru yfir­vof­andi vegna breyt­inga á lofts­lagi. Á sama tíma freista blaða­menn Stund­ar­innar þess að svara áleitnum og mik­il­vægum spurn­ingum um losun Íslands á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum og hvernig stjórn­völdum hefur vegnað í því verk­efni sínu að draga úr los­un,“ í rök­stuðn­ingn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent