Bára Huld og Birna tilnefndar til fjölmiðlaverðlauna

Umfjöllun sem Birna Stefánsdóttir og Bára Huld Beck, blaðamenn Kjarnans, unnu er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru.

Bára Huld og Birna
Auglýsing

Dóm­nefnd hefur til­nefnt fjóra til Fjöl­miðla­verð­launa umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins sem veitt verða á Degi íslenskrar nátt­úru, 16. sept­em­ber. Til­nefnd til verð­laun­anna eru meðal ann­ars Bára Huld Beck og Birna Stef­áns­dótt­ir, blaða­menn Kjarn­ans, Sagafilm, Sig­ríður Hall­dórs­dóttir RÚV og rit­stjórn Stund­ar­inn­ar.

Til­nefn­ingar voru gerðar opin­berar í dag á vef umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Dóm­nefnd skip­uðu Kjartan Hreinn Njáls­son, Ragna Sara Jóns­dótt­ir, for­mað­ur, og Val­gerður Anna Jóhanns­dótt­ir. 

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar seg­ir, að Bára Huld og Birna hafi beint sjónum les­enda að neyslu­hegðun og þeim úrslita­á­hrifum sem breyt­ing á henni mun hafa í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. 

„Í þremur frétta­skýr­ingum sem taka m.a. á mik­illi fata­neyslu almenn­ings, neyslu dýra­af­urða og plast­úr­gangi draga Bára Huld og Birna upp ítar­lega og fræð­andi mynd af þeim vanda sem felst í óhóf­legri neyslu almenn­ings og hvaða leiðir eru færar í gera þessa neyslu sjálf­bær­ari,“ segir í rök­stuðn­ingn­um.

SagaFilm fékk til­nefn­ingu fyrir þátta­röð­ina „Hvað höfum við gert?“ sem sýnd var á RÚV.

„Í þátta­röð­inni er fjallað með vönd­uðum og yfir­veg­uðum hætti um hið marg­slungna við­fangs­efni sem lofts­lags­breyt­ingar eru. Afrakstur ítar­legrar rann­sókn­ar­vinnu, frum­legrar mynd­vinnslu og vönd­uðu vali á við­mæl­endum er þátta­röð sem kom við­fangs­efn­inu ræki­lega á dag­skrá í íslensku sam­fé­lagi og varð þannig hvati að fjöl­breyttri umræðu um það hvernig við tök­umst á við lofts­lags­breyt­ing­ar; hvernig við stemmum stigu við þeim, hvernig við aðlög­umst þessum breyt­ingum og hvernig hvert og eitt okkar getum lagt okkar lóð á vog­ar­skál­arnar í þessu mikla verk­efn­i,“ segir í rök­stuðn­ingn­um.

Auglýsing
Sigríður er til­nefnd fyrir umfjöllun um plast­mengun í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar segir að Sig­ríður sýni fram á hversu útbreidd plast­mengun er á Íslandi, á láði og legi. „Þessu nær Sig­ríður fram með því að fylgja vís­inda­mönnum í rann­sóknum sín­um, sem og með því að varpa ljósi á plast­neyslu almenn­ings. Enn fremur sýnir umfjöll­unin fram á að ekki er allt sem sýn­ist þegar end­ur­vinnsla plasts er ann­ars veg­ar. Þannig tekst Sig­ríði að und­ir­strika hvernig plast­mengun er ekki aðeins vanda­mál sem snertir ein­stak­ling­inn og nærum­hverfi hans, heldur einnig hvernig við­fangs­efnið er hafið yfir landa­mæri, eins og svo oft er raunin þegar hvers kyns mengun er ann­ars veg­ar,“ segir í rök­stuðn­ingi.

Rit­stjórn Stund­ar­innar var svo til­nefnd fyrir umfjöllun um lofts­lags­breyt­ingar undir yfir­skrift­inni „Ham­fara­hlýn­un“.

„Ít­ar­legri, mynd­rænni og vand­aðri umfjöllun Stund­ar­innar um ham­fara­hlýnun tókst einkar vel að draga fram og vekja athygli á mik­il­vægi ein­stak­lings­fram­taks­ins. Í umfjöll­un­inni var að finna fróð­legar og áhuga­verðar frá­sagnir fólks sem hefur breytt lífs­stíl sínum vegna þeirra breyt­inga sem ýmist eru hafnar eða eru yfir­vof­andi vegna breyt­inga á lofts­lagi. Á sama tíma freista blaða­menn Stund­ar­innar þess að svara áleitnum og mik­il­vægum spurn­ingum um losun Íslands á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum og hvernig stjórn­völdum hefur vegnað í því verk­efni sínu að draga úr los­un,“ í rök­stuðn­ingn­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent