Skora á stjórnvöld að hætta urðun sorps

Átakinu Hættum að urða – Finnum lausnir hefur verið hrundið af stað þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að finna leiðir til að hætta urðun.

Urðun
Auglýsing

Nýju átaki, Hættum að urða– Finnum lausnir, hefur verið hleypt af stokk­un­um. Mark­mið átaks­ins er að vekja athygli á ókostum urð­unar en hér á landi eru rúm­lega 200 þús­und tonn af sorpi urðuð á hverju ári. Á vef átaks­ins er fólk hvatt til að skrifa undir áskorun til stjórn­valda um að finna leiðir til að hætta urðun og í lok sept­em­ber verður áskorun og und­ir­skrifta­list­inn afhendur stjórn­völd­um. 

Líta á rusl sem hrá­efni til að nýta

Á hverju ári eru tæp­lega 220 þús­und tonn af sorpi urðuð hér á landi en það eru meira en 20 Eif­fel turnar af rusli sem grafnir eru ofan í landið árlega. Í frétta­til­kynn­ingu átaks­ins segir um sé ræða gríð­ar­legt vanda­mál sem Íslend­ingum beri skylda að finna lausn á og stöðv­a. 

„Urðun í slíku magni hefur slæm áhrif á jarð­gæði og loft­gæði og eru í eðli sínu slæm nýt­ing á tak­mörk­uðum auð­lindum jarð­ar­inn­ar. Sorp getur verið margar aldir að brotna nið­ur,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Íslenska gáma­fé­lagið leiðir átakið en með því vill fyr­ir­tækið stuðla að skil­virk­ari og umhverf­is­vænni leiðum við förgun og end­ur­vinnslu, þar sem hætt verði að líta á rusl sem úrgang, heldur fremur sem hrá­efni til að nýta.

Auglýsing

Hægt að flytja sorpið úr landi án þess að auka sót­spor

Á hverju ári falla til frá heim­ilum og fyr­ir­tækjum lands­ins um 530 þús­und tonn af almennu rusli og af því er um helm­ing­ur­inn urð­að­ur. Gáma­fé­lagið segir að með auk­inni end­ur­vinnlsu sé raun­hæft að draga úr urðun sem um nemur 20 til 50 þús­und tonn­um. Þá standa þó enn eftir um 150 til 180 þús­und tonn sem urða þarf á hverju ári. 

Sam­kvæmt gáma­fé­lag­inu væri hins vegar strax hægt að láta af nær allri urðun hér á landi með því að flytja ruslið til brennslu í Evr­ópu, þar sem það nýt­ist til hús­hit­un­ar. Félagið segir að sót­spor land­ins muni ekki stækka í kjöl­farið þar sem skipin séu hvort það er á ferð­inni og að flutn­ings­geta þeirra sé ónýtt vegna mis­ræmis í magni á inn- og útflutn­ing­i. 

„Með því að flytja sorp­ið til Evr­ópu þar sem það er nýtt til hús­hit­unar náum við hins vegar strax nærri 100 pró­senta end­ur­vinnslu á öllu rusli,“ segir Jón Þórir Frantz­son, for­stjóri Íslenska gáma­fé­lags­ins.

Útflutn­ingur á okkar eigin úrgangi umhverf­is­leg ósvinna 

Einar Svein­björns­son, veð­ur­fræð­ing­ur, segir hins vegar að ­út­flutn­ing­ur á úrgangi sé „um­hverf­is­leg ósvinna“ af marg­vís­leg­um ­toga. Hann gagn­rýnir átakið í Face­book-­færslu í dag og bendir á að Íslenska gáma­fé­lagið og Sam­skip standa að baki her­ferð­ar­inn­ar. 

„En það vekur athygli að þeir sem virð­ast kosta þessa her­ferð sú einmitt Íslenska Gáma­fé­lagið og Sam­skip. Þær yrð­u margar ferð­irnar sem farnar yrðu með sorp­gámana í skip Sam­skip alls stað­ar­ að af land­inu og margir farm­arnir til Sví­þjóðar með heil 150 ­þús tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borg­um,“ skrifar Ein­ar.

Hann seg­ir að ­urðun sé ekki slæm ef rétt sé að henni staðið en að þá þurfi að flokka eit­ur­efni frá og annað sem þykir hag­nýtt til end­ur­vinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norð­ur­lönd­unum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til ann­ara. Þeir geta á hag­kvæman virkjað vind­inn og sól skorti þar orku,“ segir Ein­ar. 

Und­ir­skrifta­listi afhendur stjórn­völdum í lok sept­em­ber

Hall­dóra Geir­harðs­dótt­ir, leik­kona og tals­maður átaks­ins, segir að þau sem standi að átak­inu vilji gefa fólki færi á að senda stjórn­völdum skýr skila­boð um að líta beri á sorp sem auð­lind en ekki vanda­mál. 

Halldóra Geirsdóttir er talsmaður átaksins. Mynd:Aðsend

„Við finnum ekki lausnir fyrr en við byrjum að leita að þeim. Fyrsta skrefið er að ákveða að núver­andi ástand geti ekki varað leng­ur. Stað­reyndin er að nú þegar eru þær lausnir til staðar sem duga til að stöðva urðun alfarið á skömmum tíma. Við viljum gefa fólki færi á að senda stjórn­völdum skýr skila­boð um að líta beri á sorp sem auð­lind, ekki vanda­mál. Með réttu hug­ar­fari finnum við lausnir sem henta hverju sinni. Og með sam­stilltu átaki getum við hvatt stjórn­völd til að stöðva urð­un,“  segir Hall­dóra í frétta­til­kynn­ingu átaks­ins.

Átakið verður í gangi út sept­em­ber­mánuð og í lok þess verður svo áskorun og listi með þeim und­ir­skriftum sem safn­ast hafa afhentur stjórn­völd­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent