Þroskahjálp skorar á Seltjarnarnesbæ að draga hækkanirnar til baka

Landssamtökin Þroskahjálp segja að fréttir af 45 prósent hækkun húsaleigu félagslegra íbúða á Seltjarnarnesi séu sláandi og skora á bæjarfélagið að draga hækkanirnar til baka

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
Auglýsing

Lands­sam­tökin Þroska­hjálp skora á Sel­tjarn­ar­nesbæ að draga til baka „óhóf­leg­ar“ hækk­anir á leigu félags­legra íbúða og leita leiða til þess að mæta halla­rekstri bæj­ar­ins án þess að það bitni á þeim sem höllum fæti standa. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um. 

Kjarn­inn ­greindi frá því í dag að bæj­­­ar­­stjórn Sel­tjarn­­ar­­nes­bæj­­­ar ­hefði sam­­þykkti í gær að hækka húsa­leigu félags­legra leigu­í­búða á Sel­tjarn­ar­nesi um 45 pró­­sent í áföngum á næstu sex mán­uð­­um. Þegar þessar hækk­­­anir hafa komið til fram­­kvæmda verður leigan á eins her­bergja íbúð 75.833 krón­ur á mán­uði, leiga á tveggja her­bergja íbúð 117.537 krón­­ur, leiga á þriggja her­bergja íbúð í 148.375 krónur og ­­fjög­­urra her­bergja á 173.625 þús­und. 

Í frétta­til­kynn­ingu Þroska­hjálpar segir að þessar fréttir séu slá­andi einkum í ljós þess að Sel­tjarn­ar­nes­bær nýti ekki út­svars­stofn s­inn að fullu og að með­al­tekjur íbúa sveit­ar­fé­lags­ins séu einna hæstar í land­in­u. 

Auglýsing

„Það er ólíð­andi að hækka útgjöld þeirra sem minnst hafa á milli hand­anna áður en tekju­stofnar sveit­ar­fé­laga eru full­nýttir og er sveit­ar­fé­lagið með þess­ari ákvörðun að hlífa þeim sem efna­meiri eru á kostnað fólks sem nýta þarf félags­legan stuðn­ing,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Þroska­hjálp skorar því á Sel­tjarn­ar­nesbæ að draga hækk­an­irnar til bak­a. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent