Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma

Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing
Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, segir að kynja­mis­­rétti sé eitt stærsta og þrá­látasta böl okkar tíma. Hún segir að end­ur­skoðun á lög­gjöf og for­varn­ar­starf sé ekki nóg heldur þurfi að rót­tækar, ­menn­ing­ar­leg­ar breyt­ing­ar. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Katrínu á frétta­vef CNN í dag en hún setur alþjóð­lega ráð­stefn­u um #Metoo í Hörpu í dag. 

Með stærri #Metoo ráð­stefnum heims

Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #Metoo-­bylgjan hófst haustið 2017 þegar konur um allan heim greindu frá kyn­ferð­is­legu ofbeldi og kyn­bund­inni og kyn­ferð­is­legri áreitni. Í til­efni þess hefst alþjóð­leg ráð­stefna um #Metoo í dag en ráð­stefn­an er liður í for­mennsku Íslands í Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni og er skipu­lögð í sam­vinnu við RIKK – rann­sókna­stofnun í jafn­rétt­is­fræðum við Háskóla Íslands. 

Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátt­töku á ráð­stefn­unni og er hún því með stærri ráð­stefnum um #metoo sem haldin hefur ver­ið. Um átta­tíu fyr­ir­les­arar taka þátt í ráð­stefn­unni úr röðum fræða­fólks, aktí­vista, stjórn­mála­manna og sér­fræð­inga. Roxane Gay, Liz Kelly, Ang­ela Dav­is, Marai Larasi og Cynthia Enloe eru meðal þeirra heims­frægu fyr­ir­les­ara sem taka til máls á ráðstefnunni.

Auglýsing

Sögur kvenna af erlendum upp­runa höfðu mikil áhrif

Í til­efni dags­ins skrifar for­sæt­is­ráð­herra um áhrif og umfang #Metoo-­bylt­ing­ar­innar hér á landi í aðsendri grein á CNN í dag. Hún segir að fyrir marga hafi það verið vendi­punktur í bar­átt­unni þegar konur af erlendum upp­runa stigu fram og sögðu sögur sínar undir merkjum #Metoo-­bylt­ing­ar­inn­ar.

„Þær lýstu marg­þættri mis­munun sem flest okkur hefðum vonað að ætti sér ekki stað á Ísland. Þær afhjúp­uðu þá stað­reynd að á sama tíma og Ísland hefur vakið heims­at­hygli fyrir þann mikla árangri sem náðst hefur hér á landi í bar­átt­unni fyrir kynja­jafn­rétti þá höfum við ekki tek­ist á við sam­tvinnun kynja, kyn­þátta og stétta ójöfn­uð.“

Katrín bendir til að mynda á að á Íslandi hafi fatl­að­ar ­konur ekki sagt sínar #me-too sögur á skipu­lagðan hátt. Né þær konur sem sinna lág­launa­störfum eða þær konur sem eru fórn­ar­lömb mansals. „Bar­átt­unni fyrir jafn­rétti kynj­anna getur ekki verið háð fyrir einn hóp, hún verður að fela í sér alla þjóð­fé­lags­hópa.“ 

Miklu flókn­ara þegar þol­and­inn og ger­and­inn höfðu nafn og and­lit 

Katrín segir að þegar kannað var umfang og áhrif áreitis og ofbeldis í rík­is­stofn­unum þá hafi kom í ljós að stofn­anir hafi verið til­búnir að bregð­ast við atvikum alveg þangað til þau áttu sér stað. Við­bragðs­á­ætl­anir hafi verið til staðar en eins og oft ger­ist, sér­stak­lega í litlum sam­fé­lög­um, þá varð þetta allt miklu flókn­ara þegar þol­and­inn og ger­and­inn höfðu nafn og and­lit. 

Í grein­inni fjallar Katrín einnig um hvernig rík­is­stjórnin sem hún leiðir hafi ­meðal ann­ars ráð­ist í end­ur­skoðun á lög­gjöf og for­varn­ar­starfi gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi og áreitni. Hún segir þó að meira þurfi til. Það sem #metoo þurfi séu rót­tækar, menn­ing­ar­legar breyt­ing­ar. Engin ein leið eða stefna sé töfra­lausn­in. 

Eitt stærsta og þrá­látasta böl okkar tíma

Katrín fjallar einnig um hvernig víða um heim sé til umræðu að skerða sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt kvenna yfir eigin lík­ama. Um­ræða sem ætti að hafa lokið fyrir ára­tugum síð­an. Hún segir að þar sem kerf­is­lega sé grafið undan almennum mann­rétt­indum þá séu konur og minni­hluta­hópar yfir­leitt fyrstu skot­mörk­in. Hún segir því að mik­il­vægt sé að festa #Me-too hreyf­ingu í bar­átt­unni fyrir verndun og efl­ingu mann­rétt­inda. 

„Fé­lags­legar og sam­fé­lags­legar breyt­ingar eiga sér aldrei stað án bar­áttu. #metoo krefst þess að við höldum áfram að spyrja erf­iðra og ágengra spurn­inga vegna þess að kynja­mis­rétti, sem teng­ist öðru mis­rétti, er eitt stærsta og þrá­látasta böl okkar tíma. Að­eins með því að halda sam­tal­inu gang­andi og þrýsta á breyt­ingar til batn­aðar getum við færst nær sam­fé­lagi jafn­rétt­is,“ segir Katrín að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent