Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma

Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing
Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, segir að kynja­mis­­rétti sé eitt stærsta og þrá­látasta böl okkar tíma. Hún segir að end­ur­skoðun á lög­gjöf og for­varn­ar­starf sé ekki nóg heldur þurfi að rót­tækar, ­menn­ing­ar­leg­ar breyt­ing­ar. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Katrínu á frétta­vef CNN í dag en hún setur alþjóð­lega ráð­stefn­u um #Metoo í Hörpu í dag. 

Með stærri #Metoo ráð­stefnum heims

Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #Metoo-­bylgjan hófst haustið 2017 þegar konur um allan heim greindu frá kyn­ferð­is­legu ofbeldi og kyn­bund­inni og kyn­ferð­is­legri áreitni. Í til­efni þess hefst alþjóð­leg ráð­stefna um #Metoo í dag en ráð­stefn­an er liður í for­mennsku Íslands í Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni og er skipu­lögð í sam­vinnu við RIKK – rann­sókna­stofnun í jafn­rétt­is­fræðum við Háskóla Íslands. 

Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátt­töku á ráð­stefn­unni og er hún því með stærri ráð­stefnum um #metoo sem haldin hefur ver­ið. Um átta­tíu fyr­ir­les­arar taka þátt í ráð­stefn­unni úr röðum fræða­fólks, aktí­vista, stjórn­mála­manna og sér­fræð­inga. Roxane Gay, Liz Kelly, Ang­ela Dav­is, Marai Larasi og Cynthia Enloe eru meðal þeirra heims­frægu fyr­ir­les­ara sem taka til máls á ráðstefnunni.

Auglýsing

Sögur kvenna af erlendum upp­runa höfðu mikil áhrif

Í til­efni dags­ins skrifar for­sæt­is­ráð­herra um áhrif og umfang #Metoo-­bylt­ing­ar­innar hér á landi í aðsendri grein á CNN í dag. Hún segir að fyrir marga hafi það verið vendi­punktur í bar­átt­unni þegar konur af erlendum upp­runa stigu fram og sögðu sögur sínar undir merkjum #Metoo-­bylt­ing­ar­inn­ar.

„Þær lýstu marg­þættri mis­munun sem flest okkur hefðum vonað að ætti sér ekki stað á Ísland. Þær afhjúp­uðu þá stað­reynd að á sama tíma og Ísland hefur vakið heims­at­hygli fyrir þann mikla árangri sem náðst hefur hér á landi í bar­átt­unni fyrir kynja­jafn­rétti þá höfum við ekki tek­ist á við sam­tvinnun kynja, kyn­þátta og stétta ójöfn­uð.“

Katrín bendir til að mynda á að á Íslandi hafi fatl­að­ar ­konur ekki sagt sínar #me-too sögur á skipu­lagðan hátt. Né þær konur sem sinna lág­launa­störfum eða þær konur sem eru fórn­ar­lömb mansals. „Bar­átt­unni fyrir jafn­rétti kynj­anna getur ekki verið háð fyrir einn hóp, hún verður að fela í sér alla þjóð­fé­lags­hópa.“ 

Miklu flókn­ara þegar þol­and­inn og ger­and­inn höfðu nafn og and­lit 

Katrín segir að þegar kannað var umfang og áhrif áreitis og ofbeldis í rík­is­stofn­unum þá hafi kom í ljós að stofn­anir hafi verið til­búnir að bregð­ast við atvikum alveg þangað til þau áttu sér stað. Við­bragðs­á­ætl­anir hafi verið til staðar en eins og oft ger­ist, sér­stak­lega í litlum sam­fé­lög­um, þá varð þetta allt miklu flókn­ara þegar þol­and­inn og ger­and­inn höfðu nafn og and­lit. 

Í grein­inni fjallar Katrín einnig um hvernig rík­is­stjórnin sem hún leiðir hafi ­meðal ann­ars ráð­ist í end­ur­skoðun á lög­gjöf og for­varn­ar­starfi gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi og áreitni. Hún segir þó að meira þurfi til. Það sem #metoo þurfi séu rót­tækar, menn­ing­ar­legar breyt­ing­ar. Engin ein leið eða stefna sé töfra­lausn­in. 

Eitt stærsta og þrá­látasta böl okkar tíma

Katrín fjallar einnig um hvernig víða um heim sé til umræðu að skerða sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt kvenna yfir eigin lík­ama. Um­ræða sem ætti að hafa lokið fyrir ára­tugum síð­an. Hún segir að þar sem kerf­is­lega sé grafið undan almennum mann­rétt­indum þá séu konur og minni­hluta­hópar yfir­leitt fyrstu skot­mörk­in. Hún segir því að mik­il­vægt sé að festa #Me-too hreyf­ingu í bar­átt­unni fyrir verndun og efl­ingu mann­rétt­inda. 

„Fé­lags­legar og sam­fé­lags­legar breyt­ingar eiga sér aldrei stað án bar­áttu. #metoo krefst þess að við höldum áfram að spyrja erf­iðra og ágengra spurn­inga vegna þess að kynja­mis­rétti, sem teng­ist öðru mis­rétti, er eitt stærsta og þrá­látasta böl okkar tíma. Að­eins með því að halda sam­tal­inu gang­andi og þrýsta á breyt­ingar til batn­aðar getum við færst nær sam­fé­lagi jafn­rétt­is,“ segir Katrín að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent