Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma

Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing
Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, segir að kynja­mis­­rétti sé eitt stærsta og þrá­látasta böl okkar tíma. Hún segir að end­ur­skoðun á lög­gjöf og for­varn­ar­starf sé ekki nóg heldur þurfi að rót­tækar, ­menn­ing­ar­leg­ar breyt­ing­ar. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Katrínu á frétta­vef CNN í dag en hún setur alþjóð­lega ráð­stefn­u um #Metoo í Hörpu í dag. 

Með stærri #Metoo ráð­stefnum heims

Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #Metoo-­bylgjan hófst haustið 2017 þegar konur um allan heim greindu frá kyn­ferð­is­legu ofbeldi og kyn­bund­inni og kyn­ferð­is­legri áreitni. Í til­efni þess hefst alþjóð­leg ráð­stefna um #Metoo í dag en ráð­stefn­an er liður í for­mennsku Íslands í Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni og er skipu­lögð í sam­vinnu við RIKK – rann­sókna­stofnun í jafn­rétt­is­fræðum við Háskóla Íslands. 

Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátt­töku á ráð­stefn­unni og er hún því með stærri ráð­stefnum um #metoo sem haldin hefur ver­ið. Um átta­tíu fyr­ir­les­arar taka þátt í ráð­stefn­unni úr röðum fræða­fólks, aktí­vista, stjórn­mála­manna og sér­fræð­inga. Roxane Gay, Liz Kelly, Ang­ela Dav­is, Marai Larasi og Cynthia Enloe eru meðal þeirra heims­frægu fyr­ir­les­ara sem taka til máls á ráðstefnunni.

Auglýsing

Sögur kvenna af erlendum upp­runa höfðu mikil áhrif

Í til­efni dags­ins skrifar for­sæt­is­ráð­herra um áhrif og umfang #Metoo-­bylt­ing­ar­innar hér á landi í aðsendri grein á CNN í dag. Hún segir að fyrir marga hafi það verið vendi­punktur í bar­átt­unni þegar konur af erlendum upp­runa stigu fram og sögðu sögur sínar undir merkjum #Metoo-­bylt­ing­ar­inn­ar.

„Þær lýstu marg­þættri mis­munun sem flest okkur hefðum vonað að ætti sér ekki stað á Ísland. Þær afhjúp­uðu þá stað­reynd að á sama tíma og Ísland hefur vakið heims­at­hygli fyrir þann mikla árangri sem náðst hefur hér á landi í bar­átt­unni fyrir kynja­jafn­rétti þá höfum við ekki tek­ist á við sam­tvinnun kynja, kyn­þátta og stétta ójöfn­uð.“

Katrín bendir til að mynda á að á Íslandi hafi fatl­að­ar ­konur ekki sagt sínar #me-too sögur á skipu­lagðan hátt. Né þær konur sem sinna lág­launa­störfum eða þær konur sem eru fórn­ar­lömb mansals. „Bar­átt­unni fyrir jafn­rétti kynj­anna getur ekki verið háð fyrir einn hóp, hún verður að fela í sér alla þjóð­fé­lags­hópa.“ 

Miklu flókn­ara þegar þol­and­inn og ger­and­inn höfðu nafn og and­lit 

Katrín segir að þegar kannað var umfang og áhrif áreitis og ofbeldis í rík­is­stofn­unum þá hafi kom í ljós að stofn­anir hafi verið til­búnir að bregð­ast við atvikum alveg þangað til þau áttu sér stað. Við­bragðs­á­ætl­anir hafi verið til staðar en eins og oft ger­ist, sér­stak­lega í litlum sam­fé­lög­um, þá varð þetta allt miklu flókn­ara þegar þol­and­inn og ger­and­inn höfðu nafn og and­lit. 

Í grein­inni fjallar Katrín einnig um hvernig rík­is­stjórnin sem hún leiðir hafi ­meðal ann­ars ráð­ist í end­ur­skoðun á lög­gjöf og for­varn­ar­starfi gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi og áreitni. Hún segir þó að meira þurfi til. Það sem #metoo þurfi séu rót­tækar, menn­ing­ar­legar breyt­ing­ar. Engin ein leið eða stefna sé töfra­lausn­in. 

Eitt stærsta og þrá­látasta böl okkar tíma

Katrín fjallar einnig um hvernig víða um heim sé til umræðu að skerða sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt kvenna yfir eigin lík­ama. Um­ræða sem ætti að hafa lokið fyrir ára­tugum síð­an. Hún segir að þar sem kerf­is­lega sé grafið undan almennum mann­rétt­indum þá séu konur og minni­hluta­hópar yfir­leitt fyrstu skot­mörk­in. Hún segir því að mik­il­vægt sé að festa #Me-too hreyf­ingu í bar­átt­unni fyrir verndun og efl­ingu mann­rétt­inda. 

„Fé­lags­legar og sam­fé­lags­legar breyt­ingar eiga sér aldrei stað án bar­áttu. #metoo krefst þess að við höldum áfram að spyrja erf­iðra og ágengra spurn­inga vegna þess að kynja­mis­rétti, sem teng­ist öðru mis­rétti, er eitt stærsta og þrá­látasta böl okkar tíma. Að­eins með því að halda sam­tal­inu gang­andi og þrýsta á breyt­ingar til batn­aðar getum við færst nær sam­fé­lagi jafn­rétt­is,“ segir Katrín að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent