Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum

Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.

23-april-2014_13983703755_o.jpg
Auglýsing

Sterk tengsl eru milli hag­sældar og neyslu­mynsturs hér á landi en magn heim­ilsúr­gangs á hvern íbúa  hefur auk­ist gíf­ur­lega á síð­ustu árum og náði hámarki árið 2017 í rúmum 650 kíló­um. Þá lækk­aði hlut­fall heim­il­issorp­s ­sem rataði í end­ur­vinnslu skarpt árið 2017 en mun minna af heim­ilsúr­gangi endar í end­ur­vinnslu hér á landi sam­an­borið við hin Norð­ur­lönd­in. Í aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í loft­lags­málum er ­á­ætl­að að koma á urð­un­ar­skatt­i og bann við urðun líf­ræns úrgangs á næsta ári.

Rúm­lega 650 kíló á hvern íbúa 

Í nýrri skýrslu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um hag­sæld og lífs­skil­yrði kemur fram að árið 2017 var magn heim­il­is­úr­gangs á hvern íbúa lands­ins meira en árið 2008, sem var metár fram til þessa eða rúm­lega 650 kíló á hvern íbúa. 

Auglýsing

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að þó að fleiri en ein breyta hafi vafa­lítið áhrif á myndun heim­il­is­úr­gangs, þar á meðal fjöldi ferða­manna sem heim­sækir land­ið, þá sýni þessi þróun glögg­lega hversu sterk tengsl eru á milli hag­sældar og neyslu­mynsturs þjóð­ar­innar ann­ars vegar og hins vegar magns þess heim­il­is­úr­gangs sem fellur til. 

Mynd: Forsætisráðuneytið

End­ur­vinnslu­hlut­fallið minnk­aði um tæp­lega 10 pró­sent milli ára 

Fyrsta áherslan í með­höndl­un úr­gangs er að koma í veg fyrir myndun hans en síðan að tryggja að sá úr­gangur sem til fellur sé end­urunn­inn á við­eig­andi hátt. ­Mest af því sem almenn­ingur notar dags dag­lega er hægt að end­ur­vinna og mest af því sem ­fer óflokkað í rusla­tunnur heim­il­anna endar á einn eða annan hátt úti í nátt­úr­unn­i. 

Mynd:Forsætisráðuneytið

Eftir að end­ur­vinnslu­hlut­fall heim­il­anna hafði auk­ist tölu­vert á und­an­förnum árum þá lækk­aði hlut­fall­iðnokkuð skarpt á milli áranna 2016 og 2017 og fór niður í rúm 25 pró­sent.

Í áætlun Umhverf­is­stofn­unar um með­höndlun úrgangs fyrir árin 2010 til 2022 er eitt af mark­mið­unum að árið 2020 verði að lág­marki 50 pró­sent af papp­ír, málmi og plati og gleri frá heim­ilum end­ur­not­að, end­ur­unnið eða end­ur­nýtt með einum eða öðrum hætti. Auk þess er mark­mið um að líf­rænn heim­il­is­úr­gangur sem berst til urð­un­ar­staða hafi,miðað við þann líf­ræna heim­il­is­úr­gang sem féll til árið 1995, minnkað niður í 35 pró­sent af heild­ar­magni árið 2020.

End­ur­vinnum minnst af Norð­ur­lönd­unum

Hlutfall endurvinnslu á heimilisúrgangi á Norðurlöndunum, greint af Eurostat. Mynd er fengin frá rannsókn Norðurlandaráðs frá árinu 2019Af öllum Norð­ur­lönd­unum er Ísland með minnsta hlut­fallið af heildar heim­ilsúr­gangi sem end­ar­til end­ur­vinnslu, sam­kvæmt tölum Eurostat frá 2017. 

Dan­mörk, Áland, Finn­land, Nor­egur og Sví­þjóð hafa öll bannað urðun líf­ræns úrgangs og sett upp skatt á urð­un. Dan­mörk og Sví­þjóð hafa einnig bannað urðun á brenn­an­legum úrgang­i. Um­hverf­is- og auð­lind­ar­ráðu­neytið gaf út aðgerð­ar­á­ætlun í loft­lags­málum í fyrra fyrir árin 2018- 2030 þar sem meðal ann­ars er áætlað að koma á urð­un­ar­skatti og bann við urðun líf­ræns úrgangs árið 2020. Á hverju ári eru tæp­­lega 220 þús­und tonn af sorpi urðuð hér á landi 

Umhverf­is­vænna að flytja sorpið úr landi til brennslu í stað urð­un­ar 

Í nýrri skýrslu sem ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið ReSo­urce International vann að beiðni Íslenska gáma­fé­lags­ins er fjallað um ­kosti þessa að hætta urðun úrgangs og umhverf­isá­vinn­ing sem ólíkar leiðir að því marki hafa í för með sér­.  

Í skýrsl­unni segir að nokkuð ljóst sé og í raun hefur aldrei verið vafi á því að urðun er með því verra sem við gerum við með­höndlun úrgangs umhverf­is­lega séð. Leggja þurfi áherslu á að auka end­ur­vinnslu og nýta líf­rænan úrgang til moltu­gerðar í stað­inn fyrir urðun eða brennslu. Skýrslu­höf­undar segja að með því að gera betur í þeim efnum þá minnki veru­lega það magn sem þurfi að fara í förgun en þó þurfi að ákveða hvað skal gera við þann úrgang sem þarf að farga.

Ein slík lausn er að fara með þann úrgang sem hefur vana­lega verið urð­aður í brennslu til­ orku­nýt­ing­ar. Rætt hefur verið um að setja upp nýja brennslu­stöð hér á landi til orku­nýt­ing­ar en einnig hefur verið rætt um að flytja allt sorp utan til orku­nýt­ing­ar. Í skýrsl­unni eru þessar tveir mögu­leikar bornir sam­an.

Nið­ur­staða skýrsl­unnar er að sorp­brennsla til orku­nýt­ingar sé tölu­vert væn­legri kostur en urðun þegar litið er til koltví­sýr­ingslos­un­ar. Útreikn­ingar skýrsl­unnar gefa einnig til kynna minn­i koltví­sýr­ingslosun fylgir því að senda úrgang­inn til landa í Evr­ópu til orku­nýt­ingar sem ­stað­geng­ill kola til orku­öfl­unar sam­an­borið við orku­fram­leiðslu frá sorp­brennslu á Íslandi. Tekið er þó fram í skýrsl­unni að marga þætti mætti bæta við útreikn­inga skýrsl­unnar en að ólík­legt þykir að það muni leiða til mik­illar breyt­ingar á megin nið­ur­stöð­inn­i. 

Íslenska gáma­fé­lagið leiðir nýtt átak, Hættum að urða– Finnum lausnir, þar sem ­fólk hvatt til að skrifa undir áskorun til stjórn­­­valda um að finna leiðir til að hætta urðun og í lok sept­­em­ber verður áskorun og und­ir­­skrifta­list­inn afhendur stjórn­­völd­­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent