„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“

Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, segir í sér­stakri umræðu um lofts­lags­mál á Alþingi að ­mik­il­vægt sé að umræðan sé til þess fallin að skila ein­hverjum árangri. Hann segir að ekki sé æski­legt og í raun­inni á margan hátt skað­legt að við­hafa fyrst og fremst hræðslu­á­róðri um um­hverf­is­mál og lofts­lags­mál. 

„Að börn kom­i skelf­ingu lost­in heim úr skól­anum og telja að heim­ur­inn sé að far­ast. Við verðum að ­nálgast þessi mál, þetta stóra við­fangs­efn­i á for­sendum stað­reynda og með til­liti til vís­inda og með til­liti til sam­heng­is,“ segir Sig­mundur Dav­íð. 

Telur að það besta sem Ísland hafi gert þegar kemur að lofts­lags­málum er að reisa álver 

Í dag, fimmtu­dag­inn 19. sept­em­ber, fer fram sér­stök umræða um lofts­lags­mál og skuld­bind­ingar Íslands á alþjóða­vett­vangi á Alþingi. Máls­hefj­andi er Logi Ein­ars­son og til and­svara er for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir. Logi kall­aði meðal ann­ars eftir svörum um hvort að rýnt hafi verið í lofts­lags­mál í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð tók næstur til máls og sagði að mik­il­vægt væri að nálg­ast lofts­lags­mál á for­send­um ­stað­reynda og með til­liti til sam­heng­is. Hann segir að til að mynda sé eitt það besta og jafn­vel það albesta sem Ísland hafi gert gagn­vart lofts­lags­málum í heim­inum sé að reisa álver hér á land­i. 

Að álverin skuli hafa verið byggð á Íslandi þar sem not­ast er við end­ur­nýj­an­lega, umhverf­is­væna orku í stað þess að álver hafi risið í Kína þar sem losun vegna álver­anna hefði verið tíföld það sem sams­konar álver losi á Íslandi. Enda séu orku­kerfin þar keyrð áfram af gegnd­ar­lausum kola­bruna. 

Segir að byggja verði umræð­una á stað­reyndum

­Sig­mundur Davíð fjall­aði jafn­framt um fyr­ir­hug­aðan urð­un­ar­skatt stjórn­valda í pontu og spurði af hverju sé ekki verið að leggja áherslu á aðra val­kosti. Til að mynda að hér verði reistar hátækni­sorp­brennslur og þær brennslur not­aðar til að fram­leiða orku enda sé heim­il­is­rusl umhverf­is­væn­asta elds­neytið til orku­fram­leiðslu. 

Að lokum segir Sig­mundur að ekki sé hægt að bregð­ast við þessum ­málum með því að reyna lifa eins og í „sænskri hippa­komm­ún­u“. „Við verðum að leyfa vís­ind­unum að leysa þetta fyrir okk­ur. Því það eru þau sem hafa skilað okkur mestum árangri þegar það kemur að minni meng­un. Byggja á stað­reynd­um, sam­hengi og lausnum sem raun­veru­lega virka,“ segir Sig­mundur Dav­íð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent