„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“

Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, segir í sér­stakri umræðu um lofts­lags­mál á Alþingi að ­mik­il­vægt sé að umræðan sé til þess fallin að skila ein­hverjum árangri. Hann segir að ekki sé æski­legt og í raun­inni á margan hátt skað­legt að við­hafa fyrst og fremst hræðslu­á­róðri um um­hverf­is­mál og lofts­lags­mál. 

„Að börn kom­i skelf­ingu lost­in heim úr skól­anum og telja að heim­ur­inn sé að far­ast. Við verðum að ­nálgast þessi mál, þetta stóra við­fangs­efn­i á for­sendum stað­reynda og með til­liti til vís­inda og með til­liti til sam­heng­is,“ segir Sig­mundur Dav­íð. 

Telur að það besta sem Ísland hafi gert þegar kemur að lofts­lags­málum er að reisa álver 

Í dag, fimmtu­dag­inn 19. sept­em­ber, fer fram sér­stök umræða um lofts­lags­mál og skuld­bind­ingar Íslands á alþjóða­vett­vangi á Alþingi. Máls­hefj­andi er Logi Ein­ars­son og til and­svara er for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir. Logi kall­aði meðal ann­ars eftir svörum um hvort að rýnt hafi verið í lofts­lags­mál í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð tók næstur til máls og sagði að mik­il­vægt væri að nálg­ast lofts­lags­mál á for­send­um ­stað­reynda og með til­liti til sam­heng­is. Hann segir að til að mynda sé eitt það besta og jafn­vel það albesta sem Ísland hafi gert gagn­vart lofts­lags­málum í heim­inum sé að reisa álver hér á land­i. 

Að álverin skuli hafa verið byggð á Íslandi þar sem not­ast er við end­ur­nýj­an­lega, umhverf­is­væna orku í stað þess að álver hafi risið í Kína þar sem losun vegna álver­anna hefði verið tíföld það sem sams­konar álver losi á Íslandi. Enda séu orku­kerfin þar keyrð áfram af gegnd­ar­lausum kola­bruna. 

Segir að byggja verði umræð­una á stað­reyndum

­Sig­mundur Davíð fjall­aði jafn­framt um fyr­ir­hug­aðan urð­un­ar­skatt stjórn­valda í pontu og spurði af hverju sé ekki verið að leggja áherslu á aðra val­kosti. Til að mynda að hér verði reistar hátækni­sorp­brennslur og þær brennslur not­aðar til að fram­leiða orku enda sé heim­il­is­rusl umhverf­is­væn­asta elds­neytið til orku­fram­leiðslu. 

Að lokum segir Sig­mundur að ekki sé hægt að bregð­ast við þessum ­málum með því að reyna lifa eins og í „sænskri hippa­komm­ún­u“. „Við verðum að leyfa vís­ind­unum að leysa þetta fyrir okk­ur. Því það eru þau sem hafa skilað okkur mestum árangri þegar það kemur að minni meng­un. Byggja á stað­reynd­um, sam­hengi og lausnum sem raun­veru­lega virka,“ segir Sig­mundur Dav­íð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent