„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“

Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, segir í sér­stakri umræðu um lofts­lags­mál á Alþingi að ­mik­il­vægt sé að umræðan sé til þess fallin að skila ein­hverjum árangri. Hann segir að ekki sé æski­legt og í raun­inni á margan hátt skað­legt að við­hafa fyrst og fremst hræðslu­á­róðri um um­hverf­is­mál og lofts­lags­mál. 

„Að börn kom­i skelf­ingu lost­in heim úr skól­anum og telja að heim­ur­inn sé að far­ast. Við verðum að ­nálgast þessi mál, þetta stóra við­fangs­efn­i á for­sendum stað­reynda og með til­liti til vís­inda og með til­liti til sam­heng­is,“ segir Sig­mundur Dav­íð. 

Telur að það besta sem Ísland hafi gert þegar kemur að lofts­lags­málum er að reisa álver 

Í dag, fimmtu­dag­inn 19. sept­em­ber, fer fram sér­stök umræða um lofts­lags­mál og skuld­bind­ingar Íslands á alþjóða­vett­vangi á Alþingi. Máls­hefj­andi er Logi Ein­ars­son og til and­svara er for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir. Logi kall­aði meðal ann­ars eftir svörum um hvort að rýnt hafi verið í lofts­lags­mál í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð tók næstur til máls og sagði að mik­il­vægt væri að nálg­ast lofts­lags­mál á for­send­um ­stað­reynda og með til­liti til sam­heng­is. Hann segir að til að mynda sé eitt það besta og jafn­vel það albesta sem Ísland hafi gert gagn­vart lofts­lags­málum í heim­inum sé að reisa álver hér á land­i. 

Að álverin skuli hafa verið byggð á Íslandi þar sem not­ast er við end­ur­nýj­an­lega, umhverf­is­væna orku í stað þess að álver hafi risið í Kína þar sem losun vegna álver­anna hefði verið tíföld það sem sams­konar álver losi á Íslandi. Enda séu orku­kerfin þar keyrð áfram af gegnd­ar­lausum kola­bruna. 

Segir að byggja verði umræð­una á stað­reyndum

­Sig­mundur Davíð fjall­aði jafn­framt um fyr­ir­hug­aðan urð­un­ar­skatt stjórn­valda í pontu og spurði af hverju sé ekki verið að leggja áherslu á aðra val­kosti. Til að mynda að hér verði reistar hátækni­sorp­brennslur og þær brennslur not­aðar til að fram­leiða orku enda sé heim­il­is­rusl umhverf­is­væn­asta elds­neytið til orku­fram­leiðslu. 

Að lokum segir Sig­mundur að ekki sé hægt að bregð­ast við þessum ­málum með því að reyna lifa eins og í „sænskri hippa­komm­ún­u“. „Við verðum að leyfa vís­ind­unum að leysa þetta fyrir okk­ur. Því það eru þau sem hafa skilað okkur mestum árangri þegar það kemur að minni meng­un. Byggja á stað­reynd­um, sam­hengi og lausnum sem raun­veru­lega virka,“ segir Sig­mundur Dav­íð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent