Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi. Á meðal breytinga er að útilokað er að veita ívilnanir til starfsemi í stál-, kola-, skipasmíða-, gervitrefja- og flutningsgeiranum. Auk þess er ráðherra veittar frekari heimildir til tengja veitingu ívilna við ákveðnar stefnur stjórnvalda þar á meðal umhverfisstefnu í frumvarpinu.
Frumvarpið tilkomið vegna athugasemda frá ESA og Ríkisendurskoðun
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar kveður á um breytingu á lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi en markmið laganna er að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri, samkeppnishæfni Íslands og byggðaþróun með því að tilgreina hvaða ívilnanir heimilt er að veita vegna nýfjárfestinga hér á landi og hvernig þeim skuli beitt.
Frumvarpið eru tilkomið meðal annars vegna athugsemda frá Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Ríkisendurskoðunar. Í mars 2018 gerði ESA athugasemdir við núgildandi lög um nýfjárfestingar en samkvæmt ESA eru þau ekki í fullu samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um almenna hópundanþágu.
Þá hefur Ríkisendurskoðun greint frá því að bæta þarf verklag og auka kröfur við gerð ívilnunarsamninga um nýfjárfestingar hjá stjórnvöldum. Í greinargerð frumvarpsins er fjallað um niðurstöður stjórnsýsluútttekar Ríkisendurskoðurnar á aðkomu og eftirlit stjórnvalda með uppbyggingu og rekstri kísilvers Sameinaðs Sílikons sem birt var í maí 2018.
Í skýrslunni er alls sjö ábendingum beint til stjórnvalda. Þar á meðal að mikilvægt sé að vanda undirbúning, gerð og eftirfylgni samninga um ívilnanir. Atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytið þurfi að bæta eftirfylgni og eftirlit með framkvæmd slíkra samninga og veita handhöfum ívilnana nauðsynlegt aðhald.
Jafnframt telur Ríkisendurskoðun að tryggja þurfi að óháðir aðilar kanni til hlítar hvort skilyrði séu uppfyllt og meti sjálfstætt þau gögn og þær áætlanir sem umsækjendur leggja fram. Að lokum bendir Ríkisendurskoðun á að ráðuneytið þurfi að kanna hvort kveða megi skýrar á um skyldur þeirra aðila sem fá ívilnanir með samningum og hvort hagsmuna ríkisins sé betur gætt þannig.
Í greinargerð frumvarpsins segir að eftir að farið var yfir athugasemdir ESA og Ríkisendurskoðunar var niðurstaðan sú að aðrir valkostir en breyting á lögum um ívilnanir.
Nú fá stórfyrirtæki aðeins veitt aðstoð ef það er í þágu nýrrar atvinnustarfsemi
Í nýja frumvaprinu er meðal annars bætt við upptalningu á þeirri starfsemi sem útilokað er að veiting ívilnanir nái til, það er starfsemi í stál-, kola-, skipasmíða-, gervitrefja-, og flutningsgeirunum.
Auk þess er bætt við skilyrði sem stór fyrirtæki þurfi að uppfylla. Eftir breytinguna þá er aðstoð til stórra fyrirtækja einungis veitt vegna nýfjárfestingar í þágu nýrrar atvinnustarfsemi í viðkomandi landshluta. Ný atvinnustarfsemi á við um starfsemi sem er ekki í landshlutanum.
Jafnframt er bætt við skilyrði um við mat á því hvort veita eigi ívilnun skal gætt að viðkomandi nýfjárfestingarverkefni sé í samræmi við áherslur í þingályktun um stefnu stjórnvalda um nýfjárfestingar sem samþykkt var 2016.
Veitt heimild til að tengja ívilanir við stefnu stjórnvalda á hverjum tíma
Ennfremur er reglugerðarheimild ráðherra rýmkuð í frumvarpinuog honum veittar frekari heimildir til að tengja veitingu ívilnana við ákveðnar stefnur stjórnvalda á hverjum tíma. Til að mynda væri þá hægt að tengja veitingu ívilnana við nýsköpunarstefnu stjórnvalda, byggðastefnu og umhverfisstefnu.
Í greinargerðinni kemur fram að stjórnvöld stefni að því að allar stærri áætlanir ríkisins verði metnar út frá loftslagsmarkmiðum. „Stjórnvöld leggja áherslu á þátttöku allra geira samfélagsins og almennings í að draga úr losungróðurhúsalofttegunda og styðja við nýsköpun,“ segir í greinargeðrinni.
Því gætu ívilnanir til nýfjárfestinga byggst á því að verkefnin hafi verið metin út frá loftslagsáhrifum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um samdrátt í gróðurhúsalofttegundum.