Íslandsbanki, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, hefur sagt upp 20 manns. Þetta var tilkynnt í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn bankans í morgun og Kjarninn hefur undir höndum.
Ástæðan sem var gefin fyrir uppsögnunum voru almennar hagræðingaraðgerðir, en þær ná til ýmissa sviða innan bankans. Áður hafði verið ákveðið að semja um starfslok við sex starfsmenn sem eru að fara á eftirlaun.
Auglýsing
Meirihluti þeirra sem misstu starfið í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans í Kópavogi.
Þessi tíðindi koma í kjölfar þess að greint var frá því að um 100 manns hafi misst vinnuna hjá Arion banka í morgun.