B (11,1%): Kjöt- og mjólkurneytendur á eftirlaunum utan af landi með ágætar tekjur

Kjarninn hefur fengið aðgang að miklu magni gagna úr síðustu könnunum MMR sem sýna hver líklegasta áferð meðalkjósanda hvers flokks er. Hér að neðan er umfjöllun um kjósendur Framsóknar.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Framsóknarflokkurinn er eini ríkisstjórnarflokkurinn sem virðist hagnast á því að vera í ríkisstjórn, miðað við kannanir MMR. Þ.e. fylgi hans síðustu tvo mánuði, 11,1 prósent, er meira en það sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. 

Í ljósi þess að um rúmlega 100 ára gamlan flokk, með nokkuð íhaldssamar áherslur í mörgum málum, er að ræða á það kannski ekki að sæta tíðindum að mestan stuðnings við hann er að finna hjá kjósendum sem eru 68 ára og eldri. Innan þess hóps segjast 15,7 prósent kjósenda vera Framsóknarmenn. Minnstur er stuðningurinn hjá kjósendum undir þrítugu, þar sem einungis 8,4 prósent segjast ætla að kjósa Framsókn.

Enn minna kemur á óvart að stuðning við Flokkinn er fyrst og síðast að finna á völdum svæðum á landsbyggðinni. Þannig mælist Framsókn stærsti flokkur landsins á Austurlandi með 23,2 prósent fylgi og sá næst stærsti á Vesturlandi og á Vestfjörðum með 21,5 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu er hann hins vegar minnstur allra þeirra flokka sem mælast með mann inni á þingi og með einungis 8,3 prósent fylgi. 

Auglýsing

Menntun virðist ekki vera breyta sem skiptir máli þegar fólk ákveður að kjósa Framsókn en það gera tekjur hins vegar. Langflestir kjósendur flokksins eru millitekju- eða hátekjufólk. Í tekjulægsta hópi landsmanna, þeim sem er með heimilistekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði, mælist fylgi Framsóknarflokksins 5,4 prósent, eða rétt yfir fylgi Sósíalistaflokks Íslands. Alls mælast sjö flokkar með meira fylgi í þeim flokki en Framsókn, þ.e. allir hinir flokkarnir sem eiga í dag fulltrúa á Alþingi.

Það verður seint sagt að Framsóknarfólk standi ekki undir staðalímyndinni sem oftast er dregin upp af því. Í könnunum MMR á þessu ári hefur komið í ljós að Framsóknarfólk er langlíklegast til að borða rautt kjöt (73 prósent þeirra gerir það) og deilir toppsætinu í mjólkurvöruneyslu með klofningsflokknum Miðflokknum. Þá er það sá hópur kjósenda sem er mest á móti innflutningi á fersku kjöti til landsins. Þar er því haldið mikilli tryggð við íslenska landbúnaðarframleiðslu. 

Það er hins vegar ólíkegra en flestir kjósendur, þó ekki allir, til að hafa ekki miklar áhyggjur af hlýnun jarðar og hefur einna minnstar áhyggjur af stöðu heilbrigðisþjónustu. Þá eru kjósendur Framsóknar ólíklegastir allra til að vera á Facebook.

Greiningin er hluti af stærri umfjöllun þar sem kjósendur allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi eru teknir fyrir. Hún byggir á ítarlegum gögnum frá MMR úr könnunum sem fyrirtækið hefur framkvæmt á fylgi flokka í ágúst og september 2019 auk fjölda annarra sértækra kannana um ýmis álitamál sem MMR hefur framkvæmt á þessu ári. Hægt er að lesa heildarumfjöllunina hér.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent