C (9,8%): Karlar, með góða menntun, háar tekjur, búa í höfuðborginni og hlusta á Spotify

Kjarninn hefur fengið aðgang að miklu magni gagna úr síðustu könnunum MMR sem sýna hver líklegasta áferð meðalkjósanda hvers flokks er. Hér að neðan er umfjöllun um kjósendur Viðreisnar.

Þorsteinn og Þorgerður
Auglýsing

Í síðustu tveimur könnunum MMR mælist fylgi Viðreisnar samtals 9,8 prósent. Það er meira en flokkurinn fékk 2017 en minna en hann fékk árið 2016. 

Fáir flokkar tala með jafn afgerandi hætti til ákveðinna hópa í samfélaginu en ná nánast ekkert til annarra, og Viðreisn. Þannig eru karlar til að mynda mun líklegri til að kjósa Viðreisn en konur. Stuðningur við flokkinn er mestur hjá yngstu kjósendunum en minnkar svo jafnt og þétt upp aldursstigann og hjá elsta kjósendahópnum mæalst einungis Píratar með minna fylgi á meðal þeirra flokka sem eiga fulltrúa á þingi í dag. 

Stuðningur við Viðreisn er nánast einvörðungu bundinn við höfuðborgarsvæðið. Um 87 prósent aðspurðra sem segjast ætla að kjósa flokkinn búa þar, en vert er að taka fram að svæðið er líka það langfjölmennasta á landinu. Mjög erfitt er að sjá að Viðreisn myndi ná inn kjördæmakjörnum þingmanni í öðrum kjördæmum en þeim þremur sem þar er að finna ef kosið yrði í dag. Viðreisn mælist með minnst fylgi utan höfuðborgarsvæðisins af öllum flokkum sem mælast inni eins og stendur. Það væri helst á Suðurlandi sem möguleiki er að ná inn manni með smá viðbót. 

Auglýsing

Kjósendahópur Viðreisnar heldur áfram að vera nokkuð einsleitur þegar aðrar breytur eru skoðaðar. Flokkurinn talar mjög vel til háskólamenntaðra en nánast ekkert til þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf. Sömu sögu er að segja þegar tekjuhópar eru skoðaðir. Áhugi tekjulægsta hópsins á Viðreisn er sá næst minnsti á meðal þeirra flokka sem eiga fulltrúa á þingi, á eftir Framsókn. Stuðningurinn eykst síðan samhliða tekjum og mælist mestur (15,9 prósent) á meðal þeirra sem eru með yfir 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði. Einungis Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi hjá þeim tekjuhópi.

Kjósendur Viðreisnar eru allra kjósenda líklegastir til að vera notendur af tónlistarveitunni Spotify (69 prósent) og að hámhorfa á Netflix (84 prósent með áskrift). Þeir voru líka ánægðastir allra með undirskrift síðustu kjarasamninga. 

Viðreisnarfólk hefur hins vegar mestar áhyggjur allra af stöðu heilbrigðisþjónustu í landinu, það hefur einna mestan áhuga allra á húsnæðismálum og þungar áhyggjur af loftlagsbreytingum. 

Líklega kemur það lítið á óvart að kjósendur Viðreisnar eru mest fylgjandi innflutningi á fersku kjöti til landsins (68 prósent þeirra hafa þá skoðun) enda flokkur sem leggur áherslu á frelsi í alþjóðaviðskiptum og aukið samstarf við Evrópu.

Greiningin er hluti af stærri umfjöllun þar sem kjósendur allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi eru teknir fyrir. Hún byggir á ítarlegum gögnum frá MMR úr könnunum sem fyrirtækið hefur framkvæmt á fylgi flokka í ágúst og september 2019 auk fjölda annarra sértækra kannana um ýmis álitamál sem MMR hefur framkvæmt á þessu ári. Hægt er að lesa heildarumfjöllunina hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent