Samkeppnishæfni Íslands hrakar

Ísland fellur niður um tvö sæti á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir samkeppnishæfni ríkja og er nú í 26. sæti af 141 ríki.

nýsköpun
Auglýsing

Ísland mælist nú í 26. sæt­i á lista ríkja eftir sam­keppn­is­hæfni og fellur niður um tvö sæti á milli ára. Helsti veik­leiki Íslands er smæð heima­mark­aðar miðað við önnur lönd. Erfitt sé hins vegar að taka á þeim veik­leika nema með því að hvetja fyr­ir­tæki og frum­kvöðla til að sækja á alþjóða­mark­að­i. Þetta kemur fram í árlegu skýrslu Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, The Global Competit­i­veness Report.

Ísland er eft­ir­bátur Norð­ur­land­anna þegar kemur að sam­keppn­is­hæfni

Vísi­tala Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins um sam­keppn­is­hæfni er virtur mæli­kvarði á efna­hags­líf 141 þjóð víða um heim. Vísi­talan er mjög víð­tæk og end­­ur­­speglar þá þætti sem segja til um fram­­leiðni þjóða og vaxt­­ar­­mög­u­­leika þeirra til fram­­tíð­­ar. 

Í fyrra batn­aði sam­keppn­is­staða Íslands miðað við fyrra ár og mæld­ist í 24. sæti á list­an­um. Árið 2017 var Ísland í 28. sæti, árið á undan í 27. sæti og árið 2015 sat Ísland í 29. sæt­i. S­ingapúr tekur fram úr Banda­ríkj­unum á list­anum í ár og trónar nú á toppi list­ans. Næst koma Banda­ríkin og loks Hong Kong, Hol­land og Sviss.

Auglýsing

Af Norð­ur­lönd­unum er Sví­þjóð efst eða í átt­unda sæti og flyst upp um eitt sæti milli ára. Dan­mörk er í tíunda sæti og Finn­land í því ell­efta en bæði löndin halda sætum sínum frá síð­ustu könn­un. Nor­egur er  í 17. sæti.

Nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi

Ráðið hefur tekið upp ný við­mið sem taka mið af þeim breyt­ingum sem meðal ann­­ars fjórða iðn­­­bylt­ingin hefur í för með sér, hvað varðar sam­keppn­is­hæfni og þá sér­­stak­­lega á sviði staf­rænnar þró­un­­ar, en einnig sköpun í sam­­fé­lag­inu, frum­­kvöðla­­menn­ingu og hversu opin og straum­lín­u­lagað eða virkt sam­­fé­lagið er. 

Líkt og í fyrra er í skýrslu ráðs­ins Ís­land skil­greint sem nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi og nýtur sem fyrr góðs af nokkrum sterkum sam­keppn­is­þáttum eins og stöðu mennt­unar og heil­brigð­is­mála, stöð­ug­leika, aðlög­un­ar­hæfni og sveigj­an­leika vinnu­mark­að­ar.

Í skýrsl­unni tekur mæl­ing á sam­keppn­is­hæfni mið af tólf stoðum og undir hverri er fjöldi við­miða. Við hverja stoð og við­mið kemur fram sæti Íslands ásamt breyt­ingum frá fyrra ári. Einnig kemur fram hvaða þjóðir eru fremstar á hverju svið­i. 

Mynd: Alþjóðaefnhagsráðið

Stærsti veik­­leiki Íslands, miðað við flest önnur lönd, er eins og verið hef­­ur, stærð heima­­mark­að­­ar, sam­kvæmt skýrsl­unni. Ísland er í 133. sæti af 141 þegar kemur að stærð mark­aðar og fellur niður um sæti á milli ára. Sam­­kvæmt Nýsköp­un­­ar­mið­­stöð Íslands er þó lítið hægt að gera í því nema Ísland taki áskor­un­inni um að hvetja fyr­ir­tæki og frum­­kvöðla að taka mið af alþjóða­­mörk­uðum í nýsköp­un­­ar­verk­efn­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent