Samkeppnishæfni Íslands hrakar

Ísland fellur niður um tvö sæti á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir samkeppnishæfni ríkja og er nú í 26. sæti af 141 ríki.

nýsköpun
Auglýsing

Ísland mælist nú í 26. sæt­i á lista ríkja eftir sam­keppn­is­hæfni og fellur niður um tvö sæti á milli ára. Helsti veik­leiki Íslands er smæð heima­mark­aðar miðað við önnur lönd. Erfitt sé hins vegar að taka á þeim veik­leika nema með því að hvetja fyr­ir­tæki og frum­kvöðla til að sækja á alþjóða­mark­að­i. Þetta kemur fram í árlegu skýrslu Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, The Global Competit­i­veness Report.

Ísland er eft­ir­bátur Norð­ur­land­anna þegar kemur að sam­keppn­is­hæfni

Vísi­tala Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins um sam­keppn­is­hæfni er virtur mæli­kvarði á efna­hags­líf 141 þjóð víða um heim. Vísi­talan er mjög víð­tæk og end­­ur­­speglar þá þætti sem segja til um fram­­leiðni þjóða og vaxt­­ar­­mög­u­­leika þeirra til fram­­tíð­­ar. 

Í fyrra batn­aði sam­keppn­is­staða Íslands miðað við fyrra ár og mæld­ist í 24. sæti á list­an­um. Árið 2017 var Ísland í 28. sæti, árið á undan í 27. sæti og árið 2015 sat Ísland í 29. sæt­i. S­ingapúr tekur fram úr Banda­ríkj­unum á list­anum í ár og trónar nú á toppi list­ans. Næst koma Banda­ríkin og loks Hong Kong, Hol­land og Sviss.

Auglýsing

Af Norð­ur­lönd­unum er Sví­þjóð efst eða í átt­unda sæti og flyst upp um eitt sæti milli ára. Dan­mörk er í tíunda sæti og Finn­land í því ell­efta en bæði löndin halda sætum sínum frá síð­ustu könn­un. Nor­egur er  í 17. sæti.

Nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi

Ráðið hefur tekið upp ný við­mið sem taka mið af þeim breyt­ingum sem meðal ann­­ars fjórða iðn­­­bylt­ingin hefur í för með sér, hvað varðar sam­keppn­is­hæfni og þá sér­­stak­­lega á sviði staf­rænnar þró­un­­ar, en einnig sköpun í sam­­fé­lag­inu, frum­­kvöðla­­menn­ingu og hversu opin og straum­lín­u­lagað eða virkt sam­­fé­lagið er. 

Líkt og í fyrra er í skýrslu ráðs­ins Ís­land skil­greint sem nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi og nýtur sem fyrr góðs af nokkrum sterkum sam­keppn­is­þáttum eins og stöðu mennt­unar og heil­brigð­is­mála, stöð­ug­leika, aðlög­un­ar­hæfni og sveigj­an­leika vinnu­mark­að­ar.

Í skýrsl­unni tekur mæl­ing á sam­keppn­is­hæfni mið af tólf stoðum og undir hverri er fjöldi við­miða. Við hverja stoð og við­mið kemur fram sæti Íslands ásamt breyt­ingum frá fyrra ári. Einnig kemur fram hvaða þjóðir eru fremstar á hverju svið­i. 

Mynd: Alþjóðaefnhagsráðið

Stærsti veik­­leiki Íslands, miðað við flest önnur lönd, er eins og verið hef­­ur, stærð heima­­mark­að­­ar, sam­kvæmt skýrsl­unni. Ísland er í 133. sæti af 141 þegar kemur að stærð mark­aðar og fellur niður um sæti á milli ára. Sam­­kvæmt Nýsköp­un­­ar­mið­­stöð Íslands er þó lítið hægt að gera í því nema Ísland taki áskor­un­inni um að hvetja fyr­ir­tæki og frum­­kvöðla að taka mið af alþjóða­­mörk­uðum í nýsköp­un­­ar­verk­efn­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent