Samkeppnishæfni Íslands hrakar

Ísland fellur niður um tvö sæti á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir samkeppnishæfni ríkja og er nú í 26. sæti af 141 ríki.

nýsköpun
Auglýsing

Ísland mælist nú í 26. sæt­i á lista ríkja eftir sam­keppn­is­hæfni og fellur niður um tvö sæti á milli ára. Helsti veik­leiki Íslands er smæð heima­mark­aðar miðað við önnur lönd. Erfitt sé hins vegar að taka á þeim veik­leika nema með því að hvetja fyr­ir­tæki og frum­kvöðla til að sækja á alþjóða­mark­að­i. Þetta kemur fram í árlegu skýrslu Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, The Global Competit­i­veness Report.

Ísland er eft­ir­bátur Norð­ur­land­anna þegar kemur að sam­keppn­is­hæfni

Vísi­tala Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins um sam­keppn­is­hæfni er virtur mæli­kvarði á efna­hags­líf 141 þjóð víða um heim. Vísi­talan er mjög víð­tæk og end­­ur­­speglar þá þætti sem segja til um fram­­leiðni þjóða og vaxt­­ar­­mög­u­­leika þeirra til fram­­tíð­­ar. 

Í fyrra batn­aði sam­keppn­is­staða Íslands miðað við fyrra ár og mæld­ist í 24. sæti á list­an­um. Árið 2017 var Ísland í 28. sæti, árið á undan í 27. sæti og árið 2015 sat Ísland í 29. sæt­i. S­ingapúr tekur fram úr Banda­ríkj­unum á list­anum í ár og trónar nú á toppi list­ans. Næst koma Banda­ríkin og loks Hong Kong, Hol­land og Sviss.

Auglýsing

Af Norð­ur­lönd­unum er Sví­þjóð efst eða í átt­unda sæti og flyst upp um eitt sæti milli ára. Dan­mörk er í tíunda sæti og Finn­land í því ell­efta en bæði löndin halda sætum sínum frá síð­ustu könn­un. Nor­egur er  í 17. sæti.

Nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi

Ráðið hefur tekið upp ný við­mið sem taka mið af þeim breyt­ingum sem meðal ann­­ars fjórða iðn­­­bylt­ingin hefur í för með sér, hvað varðar sam­keppn­is­hæfni og þá sér­­stak­­lega á sviði staf­rænnar þró­un­­ar, en einnig sköpun í sam­­fé­lag­inu, frum­­kvöðla­­menn­ingu og hversu opin og straum­lín­u­lagað eða virkt sam­­fé­lagið er. 

Líkt og í fyrra er í skýrslu ráðs­ins Ís­land skil­greint sem nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi og nýtur sem fyrr góðs af nokkrum sterkum sam­keppn­is­þáttum eins og stöðu mennt­unar og heil­brigð­is­mála, stöð­ug­leika, aðlög­un­ar­hæfni og sveigj­an­leika vinnu­mark­að­ar.

Í skýrsl­unni tekur mæl­ing á sam­keppn­is­hæfni mið af tólf stoðum og undir hverri er fjöldi við­miða. Við hverja stoð og við­mið kemur fram sæti Íslands ásamt breyt­ingum frá fyrra ári. Einnig kemur fram hvaða þjóðir eru fremstar á hverju svið­i. 

Mynd: Alþjóðaefnhagsráðið

Stærsti veik­­leiki Íslands, miðað við flest önnur lönd, er eins og verið hef­­ur, stærð heima­­mark­að­­ar, sam­kvæmt skýrsl­unni. Ísland er í 133. sæti af 141 þegar kemur að stærð mark­aðar og fellur niður um sæti á milli ára. Sam­­kvæmt Nýsköp­un­­ar­mið­­stöð Íslands er þó lítið hægt að gera í því nema Ísland taki áskor­un­inni um að hvetja fyr­ir­tæki og frum­­kvöðla að taka mið af alþjóða­­mörk­uðum í nýsköp­un­­ar­verk­efn­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent