Samkeppnishæfni Íslands hrakar

Ísland fellur niður um tvö sæti á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir samkeppnishæfni ríkja og er nú í 26. sæti af 141 ríki.

nýsköpun
Auglýsing

Ísland mælist nú í 26. sæt­i á lista ríkja eftir sam­keppn­is­hæfni og fellur niður um tvö sæti á milli ára. Helsti veik­leiki Íslands er smæð heima­mark­aðar miðað við önnur lönd. Erfitt sé hins vegar að taka á þeim veik­leika nema með því að hvetja fyr­ir­tæki og frum­kvöðla til að sækja á alþjóða­mark­að­i. Þetta kemur fram í árlegu skýrslu Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, The Global Competit­i­veness Report.

Ísland er eft­ir­bátur Norð­ur­land­anna þegar kemur að sam­keppn­is­hæfni

Vísi­tala Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins um sam­keppn­is­hæfni er virtur mæli­kvarði á efna­hags­líf 141 þjóð víða um heim. Vísi­talan er mjög víð­tæk og end­­ur­­speglar þá þætti sem segja til um fram­­leiðni þjóða og vaxt­­ar­­mög­u­­leika þeirra til fram­­tíð­­ar. 

Í fyrra batn­aði sam­keppn­is­staða Íslands miðað við fyrra ár og mæld­ist í 24. sæti á list­an­um. Árið 2017 var Ísland í 28. sæti, árið á undan í 27. sæti og árið 2015 sat Ísland í 29. sæt­i. S­ingapúr tekur fram úr Banda­ríkj­unum á list­anum í ár og trónar nú á toppi list­ans. Næst koma Banda­ríkin og loks Hong Kong, Hol­land og Sviss.

Auglýsing

Af Norð­ur­lönd­unum er Sví­þjóð efst eða í átt­unda sæti og flyst upp um eitt sæti milli ára. Dan­mörk er í tíunda sæti og Finn­land í því ell­efta en bæði löndin halda sætum sínum frá síð­ustu könn­un. Nor­egur er  í 17. sæti.

Nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi

Ráðið hefur tekið upp ný við­mið sem taka mið af þeim breyt­ingum sem meðal ann­­ars fjórða iðn­­­bylt­ingin hefur í för með sér, hvað varðar sam­keppn­is­hæfni og þá sér­­stak­­lega á sviði staf­rænnar þró­un­­ar, en einnig sköpun í sam­­fé­lag­inu, frum­­kvöðla­­menn­ingu og hversu opin og straum­lín­u­lagað eða virkt sam­­fé­lagið er. 

Líkt og í fyrra er í skýrslu ráðs­ins Ís­land skil­greint sem nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi og nýtur sem fyrr góðs af nokkrum sterkum sam­keppn­is­þáttum eins og stöðu mennt­unar og heil­brigð­is­mála, stöð­ug­leika, aðlög­un­ar­hæfni og sveigj­an­leika vinnu­mark­að­ar.

Í skýrsl­unni tekur mæl­ing á sam­keppn­is­hæfni mið af tólf stoðum og undir hverri er fjöldi við­miða. Við hverja stoð og við­mið kemur fram sæti Íslands ásamt breyt­ingum frá fyrra ári. Einnig kemur fram hvaða þjóðir eru fremstar á hverju svið­i. 

Mynd: Alþjóðaefnhagsráðið

Stærsti veik­­leiki Íslands, miðað við flest önnur lönd, er eins og verið hef­­ur, stærð heima­­mark­að­­ar, sam­kvæmt skýrsl­unni. Ísland er í 133. sæti af 141 þegar kemur að stærð mark­aðar og fellur niður um sæti á milli ára. Sam­­kvæmt Nýsköp­un­­ar­mið­­stöð Íslands er þó lítið hægt að gera í því nema Ísland taki áskor­un­inni um að hvetja fyr­ir­tæki og frum­­kvöðla að taka mið af alþjóða­­mörk­uðum í nýsköp­un­­ar­verk­efn­­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent