Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót

Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur á ný lagt fram frum­varp um stofnun Þjóð­ar­sjóðs fyrir Alþingi. Verði frum­varpið að lögum mun sjóð­ur­inn taka til starfa í upp­hafi næsta árs, en inn í hann eiga að renna allar arð­greiðslur orku­fyr­ir­tækja í eigu hins opin­bera. Þjóð­ar­sjóð­ur­inn á svo að fjár­festa fyrir það fé erlend­is. Um er að ræða, að minnsta kosti að uppi­stöðu, arð­greiðslur úr Lands­virkjun en for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins hefur sagt að það ætti að geta greitt um 110 millj­arða króna til rík­is­ins á árunum 2020 til 2026. 

Í frétta­skýr­ingu sem Kjarn­inn birti um Þjóð­ar­sjóð­ar­hug­mynd­ina í febr­úar síð­ast­liðnum kom fram að á 10 til 20 árum ættu heild­ar­eignir Þjóð­ar­sjóðs­ins að geta farið upp í allt að tæp­lega 400 millj­arða króna, miðað við 3,5 pró­sent ávöxtun á ári. 

Sjóðnum er ætlað að gegna því meg­in­hlut­verki að verða eins konar áfalla­vörn fyrir þjóð­ina þegar rík­is­sjóður verður fyrir fjár­hags­legri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyr­ir­séð áföll á þjóð­ar­hag, ann­að­hvort vegna afkomu­brests eða vegna kostn­aðar við við­bragðs­ráð­staf­anir sem stjórn­völd hafa talið óhjá­kvæmi­legt að grípa til í kjöl­far áfalls eða til að varna því. „Hér er átt við skakka­föll sem eru fátíð en sagan sýnir að geta riðið yfir á nokk­urra ára­tuga fresti, m.a. stór­felldar nátt­úru­ham­farir sem gætu stórlaskað byggð, sam­göngu­inn­viði, vatns­afls- og jarð­hita­virkj­anir og stór­iðju­ver, alvar­leg meng­un­ar- eða umhverf­isslys, vist­kerf­is­breyt­ing­ar, sjúk­dóms­far­aldra eða önnur áföll, og valdið þung­bæru efna­hags­legu tjóni umfram þann skaða sem tryggður er með öðrum hætti, svo sem með Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands.“

Fimm manna stjórn skipuð

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður fimm manna yfir­stjórn skipuð af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra yfir sjóðn­um. Þar stendur að stjórn­ar­menn skuli „búa yfir mennt­un, sér­fræði­þekk­ingu og starfs­reynslu til að geta gegnt stjórn­ar­setu til­hlýði­lega og skal þar einkum horft til reynslu og þekk­ingar á fjár­mála­mark­aði og hag­fræði.

Auglýsing
Stjórnarmenn skulu vera lög­ráða og hafa gott orð­spor og mega aldrei hafa verið sviptir for­ræði á búi sínu eða, í tengslum við atvinnu­rekst­ur, hlotið dóm fyrir fjár­muna­brot sam­kvæmt almennum hegn­ing­ar­lög­um, lögum á sviði fjár­mála­mark­aðar eða öðrum lögum sem varða starf­semi félaga, eða sætt íþyngj­andi stjórn­valds­við­ur­lögum sem ein­stak­lingar eða fyr­ir­svars­menn lög­að­ila á fram­an­greindum svið­um. Stjórn­ar­menn mega ekki taka að sér eða hafa með höndum nein störf sem geta verið til þess fallin að draga óhlut­drægni þeirra í efa.“

Þrír stjórn­ar­mann­anna yrðu til­nefndir af Alþingi, einn af for­sæt­is­ráð­herra en fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, nú Bjarni Bene­dikts­son, myndi skipa for­mann stjórn­ar­innar án til­nefn­ing­ar. Sá yrði skip­aður til fimm ára en aðrir stjórn­ar­menn til þriggja ára í senn. Hver stjórn­ar­maður mætti ein­ungis vera skip­aður tví­vegis í röð. 

Alþingi þarf að sam­þykkja

Stjórn Þjóð­ar­sjóðs­ins á síðan að fram­fylgja og útfæra nánar fjár­fest­ing­ar­stefnu sjóðs­ins sem ráð­herra setur í reglu­gerð að feng­inni til­lögu stjórn­ar. Sér­stak­lega er til­greint í frum­varp­inu að ekki megi fjár­festa í fjár­mála­gern­ingum sem „gefnir eru út af fyr­ir­tækjum eða stofn­unum sem stunda eða eru við­riðin starf­semi sem stang­ast á við góða siði eins og nánar skal til­greint í fjár­fest­ing­ar­stefn­unn­i.“ 

Óheim­ilt verður að fjár­festa í verð­bréfum eða öðrum fjár­mála­gern­ingum útgefnum í íslenskum krónum eða útgefnum af aðilum með lög­heim­ili á Íslandi eða í eigu erlends aðila sem íslenskir aðilar eiga meira en tvo hund­raðs­hluta í. Þá má ekki stofna til inn­lána hjá íslenskum bönkum og bannað verður að veð­setja eigur sjóðs­ins, að frá­töldum veð­trygg­ingum sem settar eru í tengslum við við­skipti í kaup­höllum eða til trygg­ingar lán­töku eða afleiðu­samn­ing­um.

Auglýsing
Tilgangur sjóðs­ins er, líkt og áður sagði, að vera örygg­is­vent­ill ef rík­is­sjóður verður fyrir veru­legum fjár­hags­legum skakka­föllum af völdum „ófyr­ir­séðs áfalls sem þjóð­ar­búið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórn­völd hafa óhjá­kvæmi­lega þurft að gera ráð­staf­anir til að bregð­ast við slíku áfall­i.“

Við slíkar aðstæður má taka allt að helm­ing eigna sjóðs­ins og nýta til að takast á við það áfall, að því skil­yrði upp­fylltu að áfallið svari til að minnsta kosti fimm pró­sent af með­al­tekjum und­an­far­innar þriggja rekstr­ar­ára. Sér­stök mats­nefnd á að fara yfir hvort að það skil­yrði sé upp­fyllt og ef svo er þá leggur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fyrir Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um úthlutun úr Þjóð­ar­sjóði, sem þarf að sam­þykkja hana. 

Ekki allir sam­mála hug­mynd­inni

Hug­myndir um upp­setn­ingu Þjóð­ar­sjóðs hafa verið umdeild­ar, meira að segja innan rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem nú leggur frum­varpið fram sem stjórn­ar­frum­varp. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lýsti því til að mynda yfir snemma á þessu ári að hægt væri að nýta arð­greiðslur frá Lands­virkjun til að fjár­magna tug millj­arða vega­fram­kvæmd­ir, fremur að horfa til veggjalda. Í útvarps­við­tali á Bylgj­unni í febr­úar sagði hann: „Við vitum að arð­greiðslur eru að koma frá­ Lands­­virkj­un, ekki síst á næstu árum. Við höfum verið að ræða það að setja það í Þjóð­­ar­­sjóð. Er kannski skyn­­sam­­legra að nota það í ein­hver ár við upp­­­bygg­ingu vega­­kerf­is­ins? Er það meiri ávinn­ingur fólg­inn í því og gera svo eitt­hvað í þess­­ari gjald­­töku í 4-5 ár?“

Yngvi Örn Krist­ins­son, hag­fræð­ingur hjá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja, skrif­aði grein sem birt­ist í Kjarn­anum í maí síð­ast­liðnum þar sem hann gagn­rýndi stofnun Þjóð­ar­sjóðs. Þar stóð meðal ann­ars: „Mót­­sagna­­kennt virð­ist að ætla ráð­stafa um tæpum 15 -20 millj­­örðum á ári í Þjóð­­ar­­sjóð sem fjár­festur yrði alfarið í erlendum verð­bréfum (stefnt er að því að Þjóð­­ar­­sjóður nái 250 – 300 millj­­arða króna stærð á 15 – 20 árum skv. minn­is­­blaði Fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is) á meðan ekki er til fé í rík­­is­­sjóði til þess að standa undir þeim útgjöldum sem nefnd hafa verið að ofan. Spurn­ing hver er til­­­gangur þess að safna sjóðum erlendis vegna óskil­­greindrar þarfar (fjár­­hags­­leg áföll) á meðan ofan­­greind sem öll eru til þess fallin að auka hag­­sæld og vel­­ferð þarf að fjár­­­magna með sköttum gjöldum eða lán­tök­­um. Þá virð­ist einnig skyn­­sam­­legt að rík­­is­­sjóður greiði upp skuld sína við líf­eyr­is­­sjóði opin­berra starfs­­manna áður en upp­­­bygg­ing væri hafin á Þjóð­­ar­­sjóð.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent