Mikill meirihluti lögmanna og ákærenda bera mikið traust til dómstóla hér á landi. Þá bera þeir sérstaklega traust til Hæstaréttar eða alls 84 prósent svarenda í nýlegri könnun Gallups fyrir dómstólasýsluna. Ekki ber almenningur þó jafnmikið traust til dómstóla ef marka má könnun Gallups frá því fyrr á þessu ári en þar kom fram að aðeins 47 prósent landsmanna báru mikið traust til dómstóla.
Þrír af hverjum fjórum bera mikið traust til Landsréttar
Síðastliðið sumar lét dómstólasýslan gera könnun meðal lögmanna og ákærenda til að kanna ánægju með ýmsa þjónustuþætti og traust á dómstólunum. Könnunin var gerð af Gallup dagana 25. júní til 10. júlí 2019.
„Með því að spyrja þá sem hafa að jafnaði flesta snertifleti við starfsemi dómstólanna, lögmenn og ákærendur, má fá mikilvægar upplýsingar um það sem betur má fara í dómskerfinu,“ segir í tilkynningu dómsýslunnar.
Í niðurstöðum könnunarinnar kom fram að 79 prósent lögmanna og ákærenda bera mikið eða fullkomið traust til héraðsdómstólanna, 74 prósent til Landsréttar og 84 prósent til Hæstaréttar.
Sammála um að dómarar séu sjálfstæðir í dómstörfum
Þá voru 84 til 89 prósent lögmanna og ákærenda jafnframt sammála um að dómarar og starfsmenn dómstólanna ynnu störf sín ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika og gættu fyllsta trúnaðar eða alls . Álíka hlutfall taldi að málsmeðferð væri réttlát og opinber og að dómarar væru sjálfstæðir í dómstörfum.
Dómastólasýslan segir það ánægjuefni að lögmenn og ákærendur beri almennt mikið traust til dómstólanna og starfsfólks dómstólanna enda séu þetta þeir sem best þekkja til starfa þeirra. Ekki ber almenningur þó jafnmikið traust til Alþingis ef marka má könnun Gallups sem birt var í febrúar á þessu ári. Þar kom fram að 47 prósent báru mikið traust til dómstólanna.
Telja málsmeðferðartíma of langan
Í niðurstöðum könnunarinnar kom jafnframt fram að meirihluti lögmanna og ákærenda, 71 prósent, telji málsmeðferðartíma hjá héraðsdómstólum ívið of langan eða allt of langan. Alls telja 29 prósent hann hæfilega langan, 41 prósent ívið of langan og 30 prósent allt of langan.
Þá telja 45 prósent þeirra málsmeðferðartíma hjá Landsrétti hæfilegan en 51 prósent of langan og 69 prósent töldu málsmeðferðartíma hæfilegan í Hæstarétti en 28 prósent of langan.
Vinna að rafrænni gagnagátt
Enn fremur eru einungis helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni ánægðir með tæknilegan aðbúnað hjá héraðsdómstólunum. Í Landsrétti voru aftur á móti mun fleiri ánægðir með tæknilegan aðbúnað eða 78 prósent.
Í fréttatilkynningu dómstólasýslunnar er greint frá því að hún vinni nú að því að tæknivæða dómstólana og má geta þess að fyrr á þessu ári var tekið upp nýtt málaskrárkerfi. Þá munu tölvuskjáir í dómsölum héraðsdómstólanna jafnframt verða komnir upp fyrir áramót ásamt því að verið er að skoða innleiðingu á fjarfundarbúnaði samhliða. Þá er dómstólasýslan jafnframt verið að vinna að rafrænni gátt til framlagningar gagna sem lögmenn munu þá hafa aðgang að innan dómstólasýslunnar.